Óvissuástand eftir þingkosningar í Þýskalandi Ívar Már Arthúrsson skrifar 30. september 2021 09:00 Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. Þetta eru fyrstu kosningarnar í nærri 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, úr flokki kristilegra demókrata, var ekki í framboði, en hún hefur gengt því embætti frá árinu 2005. Úrslitin urðu þau, að jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur og varð stærsti flokkurinn, en munurinn var þó lítill á fylgi þeirra og kristilegra demókrata. Síðarnefndi flokkurinn missti tæp 10 prósent frá síðustu kosningum og fékk þar með verstu útreið sína í sögunni. Margir telja að það skrifist að miklu leyti á kostnað kansalarefnis flokksins, Armins Laschet, sem naut lítilla vinsælda og er sakaður um alvarleg mistök í kosningabráttuni. Til dæmis má nefna það sem gerðist, þegar flóðbylgja reið yfir nokkur héruð í vesturhluta Þýskalands fyrr í sumar, þar á meðal hluta fylkissins Nordrhein Westfalen, sem hann stýrir, og yfir 100 manns létu lífið. Þá heimsótti Laschet, ásamt forseta Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, hamfarasvæðið. Á meðan Steinmeier var að flytja ræðu fór Laschet að flissa fyrir aftan forsetann og vakti það óhug meðal margra. Sumir halda því meira að segja fram að þetta atvik hafi kostað hann kanslaraembættið. Frekar líklegt þykir nú, að Olaf Scholz, kanslaraefni jafnaðarmanna, muni taka við af Merkel og verða næsti kanslari landsins, þó það sé enn ekki víst. Ef hann tæki við embætti kanslara myndi hann að öllum líkindum mynda stjórn með Græningjaflokknum og flokki Frjálsra Demókrata, sem báðir juku fylgi sitt líka frá síðustu kosningunum. Þessir tveir flokkar hafa nú byrjað viðræður sín á milli og mun framhaldið ráðast af því, hvað kemur út úr þeim viðræðum. Hugsanlegt væri nefnilega líka að þeir veldu þann kost að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum. Ljóst er að það verður ekki mynduð vinstri stjórn. Í henni hefðu setið jafnaðarmenn, græningjar og vinstri flokkurinn (Die Linke). Sá síðastnefndi rétt náði inn á þing og varð að sætta sig við lágmarksfjölda þingsæta. Það er því ekki meirihluti fyrir því að mynda stjórn með honum. Hins vegar gætu jafnaðarmenn og kristilegir aftur farið saman í stjórn. Nær útilokað er þó talið að þeir geri það, þar sem andstaðan við áframhaldandi stjórnarsamstarf við kristilega er mjög mikil meðal jafnaðarmanna. Hún var það þegar fyrir kosningar og er nú enn þá meiri, eftir að jafnaðarmenn báru sigur úr býtum. Eitt sem liggur alveg ljóst fyrir er að róttæki hægri flokkurinn, Alernative für Deutschland (AfD), mun ekki sitja í næstu ríkisstjórn Þýskalands, þar sem allir aðrir flokkar á þinginu hafa frá upphafi útilokað allt samstarf við þann flokk. Miðað við þá stöðu sem nú er uppi gætu stjórnarmyndurnarviðræður reynst erfiðar og staðið lengi. Það er því enn óvíst, hvort það verður Angela Merkel eða arftaki hennar í embætti, sem flytur þýsku þjóðinni næsta nýársávarp. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. Þetta eru fyrstu kosningarnar í nærri 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, úr flokki kristilegra demókrata, var ekki í framboði, en hún hefur gengt því embætti frá árinu 2005. Úrslitin urðu þau, að jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur og varð stærsti flokkurinn, en munurinn var þó lítill á fylgi þeirra og kristilegra demókrata. Síðarnefndi flokkurinn missti tæp 10 prósent frá síðustu kosningum og fékk þar með verstu útreið sína í sögunni. Margir telja að það skrifist að miklu leyti á kostnað kansalarefnis flokksins, Armins Laschet, sem naut lítilla vinsælda og er sakaður um alvarleg mistök í kosningabráttuni. Til dæmis má nefna það sem gerðist, þegar flóðbylgja reið yfir nokkur héruð í vesturhluta Þýskalands fyrr í sumar, þar á meðal hluta fylkissins Nordrhein Westfalen, sem hann stýrir, og yfir 100 manns létu lífið. Þá heimsótti Laschet, ásamt forseta Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, hamfarasvæðið. Á meðan Steinmeier var að flytja ræðu fór Laschet að flissa fyrir aftan forsetann og vakti það óhug meðal margra. Sumir halda því meira að segja fram að þetta atvik hafi kostað hann kanslaraembættið. Frekar líklegt þykir nú, að Olaf Scholz, kanslaraefni jafnaðarmanna, muni taka við af Merkel og verða næsti kanslari landsins, þó það sé enn ekki víst. Ef hann tæki við embætti kanslara myndi hann að öllum líkindum mynda stjórn með Græningjaflokknum og flokki Frjálsra Demókrata, sem báðir juku fylgi sitt líka frá síðustu kosningunum. Þessir tveir flokkar hafa nú byrjað viðræður sín á milli og mun framhaldið ráðast af því, hvað kemur út úr þeim viðræðum. Hugsanlegt væri nefnilega líka að þeir veldu þann kost að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum. Ljóst er að það verður ekki mynduð vinstri stjórn. Í henni hefðu setið jafnaðarmenn, græningjar og vinstri flokkurinn (Die Linke). Sá síðastnefndi rétt náði inn á þing og varð að sætta sig við lágmarksfjölda þingsæta. Það er því ekki meirihluti fyrir því að mynda stjórn með honum. Hins vegar gætu jafnaðarmenn og kristilegir aftur farið saman í stjórn. Nær útilokað er þó talið að þeir geri það, þar sem andstaðan við áframhaldandi stjórnarsamstarf við kristilega er mjög mikil meðal jafnaðarmanna. Hún var það þegar fyrir kosningar og er nú enn þá meiri, eftir að jafnaðarmenn báru sigur úr býtum. Eitt sem liggur alveg ljóst fyrir er að róttæki hægri flokkurinn, Alernative für Deutschland (AfD), mun ekki sitja í næstu ríkisstjórn Þýskalands, þar sem allir aðrir flokkar á þinginu hafa frá upphafi útilokað allt samstarf við þann flokk. Miðað við þá stöðu sem nú er uppi gætu stjórnarmyndurnarviðræður reynst erfiðar og staðið lengi. Það er því enn óvíst, hvort það verður Angela Merkel eða arftaki hennar í embætti, sem flytur þýsku þjóðinni næsta nýársávarp. Höfundur er nemi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun