Loka þurfti leikskóladeild vegna manneklu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 13:24 Loka þurfti heilli deild á Leikskóla Seltjarnarness í morgun vegna manneklu. Vísir/Vilhelm Leikskóladeild á Leikskóla Seltjarnarness var lokað í morgun vegna manneklu. Lokunina má rekja til veikinda starfsmanna. Foreldrar leikskólabarna á Seltjarnarnesi hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook vegna lokunar leikskóladeildar á Leikskóla Seltjarnarness í dag. Foreldrar fengu tölvupóst rétt eftir klukkan átta í morgun og þurftu því einhver börn að snúa aftur heim með foreldrum sínum. Umræða um málið hefur farið fram í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi og hafa einhverjir foreldrar lýst yfir mikilli óánægju. Faðir lýsti því hvernig hann hefði mætt með tveggja ára syni sínum á leikskólann í morgun og tjáð að deildinni hans væri lokað vegna manneklu. Það hefði fengið mjög á drenginn að fá ekki að fara á leikskólann, hann hefði hágrátið og lagt daginn hjá foreldrunum í rúst. Fræðslustjóri segir fátítt að loka þurfi deildum á leikskóla bæjarins vegna manneklu.Vísir/Vilhelm „Fyrirvarinn var bókstaflega enginn og tæplega það, því það var sendur út tölvupóstur klukkan 8:02 í morgun. Er þetta einfaldlega nýi raunveruleikinn sem börn og foreldrar á Seltjarnarnesi þurfa að sætta sig við, svona í kjölfar þess sem hefur gengið á núna í haust?“ segir faðirinn í Facebook-hópnum. Segir fátítt að deildum sé lokað vegna manneklu Í samtali við fréttastofu segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnesbæjar, að illa hafi gengið að manna stöður á leikskólanum. Leikskólinn hafi þess vegna glímt við einhverja manneklu í haust. Aðspurður segir Baldur að lokun deilda vegna fáliðunar sé afar sjaldgæf en vegna mikilla veikinda hafi þurft að grípa til ráðstöfunarinnar á einni deild í morgun. Um sextán leikskólabörn eru á deildinni. Baldur útilokar þó að veikindin hafi verið Covid-tengd, en að um hafi verið að ræða dæmigerð veikindi sem ganga yfir á haustin. Bygging nýs leikskóla dregist Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir stöðuna bagalega. Fjárveitingar til leikskólans hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu og bygging nýs leikskóla hafi dregist. Starfsfólk sé langþreytt vegna álags. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst verður að sýna starfsfólki leikskólans skilning. Þau eru orðin þreytt á því að bíða eftir nýjum leikskóla, þau fá minni pening ár eftir ár og eru orðin þreytt á ástandinu. Nú finnur maður að íbúar eru að verða það líka,“ segir Karl Pétur. Karl Pétur telur að mannekluna megi að einhverju leyti rekja til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins. „Þetta er afleiðing af slæmri fjárhagsstöðu bæjarins. Leitað er leiða til að skera niður á stærstu fjárhagspóstunum. Ég skil gremju starfsmanna leikskólans. Ég skil gremju foreldra. Vandamálið er í grunninn það að bærinn er ekki vel rekinn. Þá koma upp svona vandamál.“ Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna á Seltjarnarnesi hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook vegna lokunar leikskóladeildar á Leikskóla Seltjarnarness í dag. Foreldrar fengu tölvupóst rétt eftir klukkan átta í morgun og þurftu því einhver börn að snúa aftur heim með foreldrum sínum. Umræða um málið hefur farið fram í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi og hafa einhverjir foreldrar lýst yfir mikilli óánægju. Faðir lýsti því hvernig hann hefði mætt með tveggja ára syni sínum á leikskólann í morgun og tjáð að deildinni hans væri lokað vegna manneklu. Það hefði fengið mjög á drenginn að fá ekki að fara á leikskólann, hann hefði hágrátið og lagt daginn hjá foreldrunum í rúst. Fræðslustjóri segir fátítt að loka þurfi deildum á leikskóla bæjarins vegna manneklu.Vísir/Vilhelm „Fyrirvarinn var bókstaflega enginn og tæplega það, því það var sendur út tölvupóstur klukkan 8:02 í morgun. Er þetta einfaldlega nýi raunveruleikinn sem börn og foreldrar á Seltjarnarnesi þurfa að sætta sig við, svona í kjölfar þess sem hefur gengið á núna í haust?“ segir faðirinn í Facebook-hópnum. Segir fátítt að deildum sé lokað vegna manneklu Í samtali við fréttastofu segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnesbæjar, að illa hafi gengið að manna stöður á leikskólanum. Leikskólinn hafi þess vegna glímt við einhverja manneklu í haust. Aðspurður segir Baldur að lokun deilda vegna fáliðunar sé afar sjaldgæf en vegna mikilla veikinda hafi þurft að grípa til ráðstöfunarinnar á einni deild í morgun. Um sextán leikskólabörn eru á deildinni. Baldur útilokar þó að veikindin hafi verið Covid-tengd, en að um hafi verið að ræða dæmigerð veikindi sem ganga yfir á haustin. Bygging nýs leikskóla dregist Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir stöðuna bagalega. Fjárveitingar til leikskólans hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu og bygging nýs leikskóla hafi dregist. Starfsfólk sé langþreytt vegna álags. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst verður að sýna starfsfólki leikskólans skilning. Þau eru orðin þreytt á því að bíða eftir nýjum leikskóla, þau fá minni pening ár eftir ár og eru orðin þreytt á ástandinu. Nú finnur maður að íbúar eru að verða það líka,“ segir Karl Pétur. Karl Pétur telur að mannekluna megi að einhverju leyti rekja til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins. „Þetta er afleiðing af slæmri fjárhagsstöðu bæjarins. Leitað er leiða til að skera niður á stærstu fjárhagspóstunum. Ég skil gremju starfsmanna leikskólans. Ég skil gremju foreldra. Vandamálið er í grunninn það að bærinn er ekki vel rekinn. Þá koma upp svona vandamál.“
Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20