„Ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 23:00 Arnar Þór Viðarsson ræddi við Gaupa í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Stöð 2 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að hann og starfslið hans hafi þurft að þróa liðið hraðar en þau hafi óskað eftir. Hann segir aðstæðurnar krefjandi, og að ekki sé alltaf hægt að meta árangur út frá úrslitum. „Við viljum alltaf gera okkar besta og vinna leiki,“ sagði Arnar Þór. „Það hefur mikið gengið á og við höfum þurft að þróa liðið hraðar en við óskuðum eftir, en þetta eru aðstæðurnar sem við erum í.“ „Þær eru krefjandi en okkur finnst þetta spennandi verkefni líka. Það er ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum. Við metum árangur líka af því hvernig leikmenn standa sig. Af því hvernig leikmenn tengja saman, til dæmis hvaða varnarlína eða miðjumenn spila best saman. Þetta eru allt hlutir í þessari þróun sem ég hef talað um mjög lengi. Þetta þarf smá tíma, en ég get ekki verið með þessa langloku endalaust. Eftir einhverja mánuði þarf ég að gefa önnur svör.“ Arnar var svo spurður að því hvort að hann hefði fengið alla þá leikmenn sem hann hefði viljað haf í landsliðinu. Hann segir að sem þjálfari viljirðu alltaf meira, en að hann treysti þó þeim hóp sem hann er með í höndunum. „Við erum bara mjög ánægðir og stoltir af þeim hópi sem við veljum akkúrat núna. Sem þjálfari viltu alltaf meira og betra en það er mikilvægt að það komi fram að ég treysti þeim 25 leikmönnum sem eru valdir fullkomlega fyrir þessu verkefni. Þeir eiga fulla virðingu skilið – eru allir atvinnumenn í knattspyrnu og þurfa þann stuðning sem þeir eiga skilið.“ Í kringum síðasta landsleikjaglugga var mikill hasar og hávær umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum ótengd fótbolta. Arnar segir að það hafi verið krefjandi að taka á þessum málum, en að ekki hafi liðið langur tími þangað til að hann var farinn að hlakka til að koma aftur. „Þetta var krefjandi en við reyndum að taka á því af bestu getu. Ég geri mistök, eins og allir aðrir, en við tókum bara á þeim aðstæðum sem voru, af bestu getu.“ „En það tók ekki langan tíma áður en ég var farinn að hlakka til að koma aftur. Ég var bara búinn að vera heima í tvo daga held ég þegar ég sagði við konuna mína að ég þyrfti að koma mér aftur til Íslands því það væri skemmtilegt verkefni í október.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira
„Við viljum alltaf gera okkar besta og vinna leiki,“ sagði Arnar Þór. „Það hefur mikið gengið á og við höfum þurft að þróa liðið hraðar en við óskuðum eftir, en þetta eru aðstæðurnar sem við erum í.“ „Þær eru krefjandi en okkur finnst þetta spennandi verkefni líka. Það er ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum. Við metum árangur líka af því hvernig leikmenn standa sig. Af því hvernig leikmenn tengja saman, til dæmis hvaða varnarlína eða miðjumenn spila best saman. Þetta eru allt hlutir í þessari þróun sem ég hef talað um mjög lengi. Þetta þarf smá tíma, en ég get ekki verið með þessa langloku endalaust. Eftir einhverja mánuði þarf ég að gefa önnur svör.“ Arnar var svo spurður að því hvort að hann hefði fengið alla þá leikmenn sem hann hefði viljað haf í landsliðinu. Hann segir að sem þjálfari viljirðu alltaf meira, en að hann treysti þó þeim hóp sem hann er með í höndunum. „Við erum bara mjög ánægðir og stoltir af þeim hópi sem við veljum akkúrat núna. Sem þjálfari viltu alltaf meira og betra en það er mikilvægt að það komi fram að ég treysti þeim 25 leikmönnum sem eru valdir fullkomlega fyrir þessu verkefni. Þeir eiga fulla virðingu skilið – eru allir atvinnumenn í knattspyrnu og þurfa þann stuðning sem þeir eiga skilið.“ Í kringum síðasta landsleikjaglugga var mikill hasar og hávær umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum ótengd fótbolta. Arnar segir að það hafi verið krefjandi að taka á þessum málum, en að ekki hafi liðið langur tími þangað til að hann var farinn að hlakka til að koma aftur. „Þetta var krefjandi en við reyndum að taka á því af bestu getu. Ég geri mistök, eins og allir aðrir, en við tókum bara á þeim aðstæðum sem voru, af bestu getu.“ „En það tók ekki langan tíma áður en ég var farinn að hlakka til að koma aftur. Ég var bara búinn að vera heima í tvo daga held ég þegar ég sagði við konuna mína að ég þyrfti að koma mér aftur til Íslands því það væri skemmtilegt verkefni í október.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira
Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56
Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10