Ítalíumeistarar Inter eru líka meistarar í taprekstri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 12:00 Inter maðurinn Lautaro Martinez kissir Ítalíumeistarabikarinn síðasta vor. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Þeir sem hneyksluðust á miklum taprekstri Juventus á síðasta fjárhagsári þurftu ekki að bíða lengi eftir að annað ítalska félag gerði enn betur eða verr eins og væri réttara að segja. Ítalíumeistarar Internazionale birtu í gær ársreikning sinn fyrir fjárhagstímabilið 2020-21 og það er ekki falleg lesning. Inter menn náðu nefnilega að setja nýtt met í taprekstri en tap félagsins á þessu eina fjárhagsári var upp á 245,6 milljónir evra eða 37,2 milljarða íslenskra króna. NEWS | Inter Milan have reported a record loss of 245.6 million (£211 million) for the 2020-21 financial year the biggest loss ever recorded by a Serie A club.More from @JamesHorncastle & @mjshrimperhttps://t.co/euhYlgTazg— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 30, 2021 Met Juventus frá því fyrr í mánuðinum var tap upp á 210 milljónir evra eða 31,8 milljarð íslenskra króna. Inter fór rúmlega fimm milljarða fram úr Juve mönnum. Auðvitað hafði kórónuveirufaraldurinn gríðarleg áhrif á Ítalíu og aðalskýringin sem var gefin eru horfnar tekjur af heimaleikjum liðsins. Kínversku eigendurnir Suning hafa líka verið í miklum fjárhagskröggum heima fyrir. Athygli vakti þegar Antonio Conte gekk út eftir að hafa gert Inter liðið að ítölskum meisturum í vor og þar spilaði slæm fjárhagsstaða stóra rullu. Félagið seldi líka tvo stjörnuleikmenn í sumar, Achraf Hakimi fór til PSG fyrir 70 milljónir evra og Romelu Lukaku fór til Chelsea fyrir 115 milljónir evra. Inter mun þurfa að taka stór lán til að redda rekstrinum og það mun síðan örugglega hafa hamlandi áhrif á félagið í framtíðinni. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Ítalíumeistarar Internazionale birtu í gær ársreikning sinn fyrir fjárhagstímabilið 2020-21 og það er ekki falleg lesning. Inter menn náðu nefnilega að setja nýtt met í taprekstri en tap félagsins á þessu eina fjárhagsári var upp á 245,6 milljónir evra eða 37,2 milljarða íslenskra króna. NEWS | Inter Milan have reported a record loss of 245.6 million (£211 million) for the 2020-21 financial year the biggest loss ever recorded by a Serie A club.More from @JamesHorncastle & @mjshrimperhttps://t.co/euhYlgTazg— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 30, 2021 Met Juventus frá því fyrr í mánuðinum var tap upp á 210 milljónir evra eða 31,8 milljarð íslenskra króna. Inter fór rúmlega fimm milljarða fram úr Juve mönnum. Auðvitað hafði kórónuveirufaraldurinn gríðarleg áhrif á Ítalíu og aðalskýringin sem var gefin eru horfnar tekjur af heimaleikjum liðsins. Kínversku eigendurnir Suning hafa líka verið í miklum fjárhagskröggum heima fyrir. Athygli vakti þegar Antonio Conte gekk út eftir að hafa gert Inter liðið að ítölskum meisturum í vor og þar spilaði slæm fjárhagsstaða stóra rullu. Félagið seldi líka tvo stjörnuleikmenn í sumar, Achraf Hakimi fór til PSG fyrir 70 milljónir evra og Romelu Lukaku fór til Chelsea fyrir 115 milljónir evra. Inter mun þurfa að taka stór lán til að redda rekstrinum og það mun síðan örugglega hafa hamlandi áhrif á félagið í framtíðinni.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira