Fótbolti

Milan ekki byrjað jafn vel síðan liðið vann titilinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
AC Milan hefur farið vel af stað á tímabilinu.
AC Milan hefur farið vel af stað á tímabilinu. Marco Luzzani/Getty Images

AC Milan vann 3-2 útisigur á Atalanta í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í kvöld. Liðið hefur ekki byrjað tímabil jafn vel síðan 2003-2004 en þá endaði það sem Ítalíumeistari.

Gestirnir frá Mílanó gátu vart byrjað betur en Davide Calabria kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Sandro Tonali tvöfaldaði svo forystuna skömmu fyrir leikhlé og gestirnir 2-0 yfir í hálfleik.

Gestirnir voru nokkuð þægilegir í síðari hálfleik og héldu eflaust að sigurinn væri kominn í hús þegar Rafael Alexandre da Conceição Leão skoraði þriðja mark þeirra á 78. mínútu.

Duvan Zapata minnkaði hins vegar muninn í 3-1 á 86. mínútu fór aðeins um heimamenn. Varamaðurinn Mario Pašalić skoraði annað mark heimamanna þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en nær komust þeir ekki og Milan vann 3-2 útisigur.

Eftir leiki dagsins er Milan í 2. sæti eftir sjö leiki með 19 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Napoli. Atalanta er í 8. sæti með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×