Forráðamenn Kolstad vilja búa til sannkallað ofurlið á næstu árum eins og Álaborg í Danmörku er að gera. Fjölmargir öflugir leikmenn hafa verið orðaðir við Kolstad, þar á meðal íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Guðjónsson.
Stærsta nafnið sem hefur verið orðað við Kolstad er samt Sagosen sem hóf feril sinn með Þrándheimsliðinu. Og samkvæmt heimildum Instagram-síðunnar Handball Leaks hefur Sagosen náð samkomulagi við Kolstad um að ganga í raðir liðsins frá Kiel sumarið 2023.
Several rumors about Sander Sagosen joining his former Norwegian League club Kolstad Håndball lately.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) October 4, 2021
Now, handball.leaks (Instagram) learns - according to unconfirmed information - that the Norwegian star returns to Norway from the summer of 2023!#handball pic.twitter.com/AkwWr2v3dC
Sagosen, sem er 26 ára, kom til Kiel frá Paris Saint-Germain í fyrra. Þar áður lék hann með Álaborg, meðal annars undir stjórn Arons Kristjánssonar.
Kolstad vill fá Christian Berge, þjálfara norska karlalandsliðsins, til að stýra liðinu. Forráðamenn norska handknattleikssambandsins eru ekki hrifnir af því að hann sinni tveimur störfum samtímis og segja að hann verði að velja á milli landsliðsins eða Kolstad.