Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. október 2021 11:36 Formenn Ríkisstjórnarinnar hittast og ræða málin eftir kosningar í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Viðræðurnar hafa verið sagðar óformlegar hingað til og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þreifingar enn standa yfir. „Við tökum síðan kannski stöðuna eftir morgundaginn eða eitthvað slíkt en höldum bara áfram að þreifa á þeim málum sem við sjáum fyrir okkur að séu viðfangsefni næstu fjögurra ára,“ er hann hélt inn á fund í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fundaði með ráðherrunum í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að til stæði að fara með honum yfir efnahagsmál. „Við vorum að fara yfir stöðu ríkisfjármála á föstudag og ætlum að halda áfram að fara yfir efnhags- og ríkisfjármál í dag.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hún sagði góðan gang í viðræðunum sem gætu tekið nokkrar vikur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þau ekki vera farin að skipta ráðuneytum á milli flokkanna. „Höfum bara svona lauslega rætt rammann fyrir það og erum að velta því fyrir okkur hvort við myndum ná meiri árangri með því að gera einhverjar breytingar í stjórnarráðinu, eins og að færa til verkefni og sameina undir einn ráðherra eðlislík mál, þannig hann nái meiri árangri í sínum störfum.“ Hvaða mál gætu það verið? „Það fer eftir því hvernig við sjáum fyrir okkur að beita kröftum okkar á komandi kjörtímabili. Við erum meðal annars að reyna auka fjölbreytni í atvinnusköpun í landinu og það getur kallað á ákveðnar áherslubreytingar.“ Ríkisstjórnarflokkarnir styrku meirihluta sinn í kosningunum en þingstyrkur þeirra er þó annar en fyrir síðasta kjörtímabil. Vinstri græn töpuðu þingsæti en Framsókn bætti við sig fimm. Sigurður Ingi vill engu svara um hvort hann geri kröfu um stól forsætisráðherra í ljósi þess. „Við erum bara að ræða hlutina holt og bolt. Það kemur í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Viðræðurnar hafa verið sagðar óformlegar hingað til og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þreifingar enn standa yfir. „Við tökum síðan kannski stöðuna eftir morgundaginn eða eitthvað slíkt en höldum bara áfram að þreifa á þeim málum sem við sjáum fyrir okkur að séu viðfangsefni næstu fjögurra ára,“ er hann hélt inn á fund í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fundaði með ráðherrunum í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að til stæði að fara með honum yfir efnahagsmál. „Við vorum að fara yfir stöðu ríkisfjármála á föstudag og ætlum að halda áfram að fara yfir efnhags- og ríkisfjármál í dag.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hún sagði góðan gang í viðræðunum sem gætu tekið nokkrar vikur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þau ekki vera farin að skipta ráðuneytum á milli flokkanna. „Höfum bara svona lauslega rætt rammann fyrir það og erum að velta því fyrir okkur hvort við myndum ná meiri árangri með því að gera einhverjar breytingar í stjórnarráðinu, eins og að færa til verkefni og sameina undir einn ráðherra eðlislík mál, þannig hann nái meiri árangri í sínum störfum.“ Hvaða mál gætu það verið? „Það fer eftir því hvernig við sjáum fyrir okkur að beita kröftum okkar á komandi kjörtímabili. Við erum meðal annars að reyna auka fjölbreytni í atvinnusköpun í landinu og það getur kallað á ákveðnar áherslubreytingar.“ Ríkisstjórnarflokkarnir styrku meirihluta sinn í kosningunum en þingstyrkur þeirra er þó annar en fyrir síðasta kjörtímabil. Vinstri græn töpuðu þingsæti en Framsókn bætti við sig fimm. Sigurður Ingi vill engu svara um hvort hann geri kröfu um stól forsætisráðherra í ljósi þess. „Við erum bara að ræða hlutina holt og bolt. Það kemur í ljós,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira