Telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni skaða kvennaknattspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 23:00 Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar allt þangað til undir lok árs 2022 en ef ákveðið verður að fjölga mótum verða nýir heimsmeistarar krýndir annað hvert ár. Matthias Hangst/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, samtök knattspyrnufélaga í Evrópu sem og fjöldi landssambanda telja að fjölgun heimsmeistaramóta geti haft slæmar afleiðingar fyrir kvennafótboltann í heild sinni. Arsène Wenger, fyrrverandi stjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur leitt rannsókn á vegum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, þar sem hefur skoðað hvort það sé fýsilegt að halda HM – karla og kvenna megin – á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og hefur tíðkast undanfarna áratugi. Ekki ríkir fullkomin sátt með hugmyndina og hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett sig upp á móti henni. UEFA hefur ásamt samtökum knattspyrnufélaga í Evrópu (ECA) ásamt landssamböndum Danmerkur, Englands, Þýskalands, Finnlands, Ítalíu, Hollands, Rúmeníu Svíþjóðar og Sviss sett sig upp á móti hugmyndinni þar sem þau telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni hafa skaðleg áhrif á kvennaknattspyrnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sambandanna og samtakanna segir að áætlanir FIFA séu ekki nægilega vel ígrundaðar og muni því ekki ganga upp. Áhrif þess að halda HM á tveggja ára fresti muni ekki hjálpa kvennaknattspyrnu á neinn átt og huga þurfi vel að öllum hliðum knattspyrnunnar þegar svona ákvarðanir eru teknar. Á það við um atvinnu- og áhugafólk ásamt grasrótarliðum jafnt og félags- og landsliðum. Óskað er eftir fundi með öllum þeim sem koma að mögulegir ákvörðun FIFA svo hægt sé að ræða áhrifin sem fjölgun heimsmeistaramóta myndi hafa á kvennaknattspyrnu ásamt þeim afleiðingum sem ákvörðunin myndi hafa á knattspyrnu um heim allan. Talið er að fjölgunin gæti haft skaðleg áhrif á sýnileika kvennaknattspyrnu, bæði félags- og landslið þar sem fleiri karlaleikir væru á dagatalinu. Meiðslahætta yrði meiri þar sem leikmenn fengju minna frí og þá gæti þetta haft töluverð áhrif á andalega heilsu leikmanna. The proposed plans by FIFA to stage both the men s and women s World Cup tournaments every two years will have detrimental sporting, economic, societal and many other impacts that will fundamentally alter the course and development of the women s game.Full statement: — UEFA (@UEFA) October 4, 2021 Ákvörðun sem þessi myndi minnka líkur fámennra landa að komast á HM þar sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn eða þær grunnstoðir sem þarf til að taka þátt í undankeppni eftir undankeppni án töluverðs tíma þar á milli. Að lokum er biðlað til rannsakenda að skoða hvaða áhrif ákvörðun sem þessi myndi hafa á kvennadeildir um heim allan. Í kvennaknattspyrnu nútímans eru enn frekar fáar deildir sem hægt er að kalla atvinnumannadeildir. Með því að fjölga heimsmeistaramótum og auka þar með fjölda landsleikja ár hvert gæti verið að koma í veg fyrir að atvinnumannadeildum kvenna megin myndi fjölga. Á vef UEFA má finna yfirlýsinguna í heild sinni sem og undirskrift þeirra sambanda og samtaka sem þar koma að. Nú er bara að bíða og sjá hvort FIFA taki mark á UEFA eða leyfi peningagræðginni að ráða. Fótbolti FIFA UEFA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Arsène Wenger, fyrrverandi stjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur leitt rannsókn á vegum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, þar sem hefur skoðað hvort það sé fýsilegt að halda HM – karla og kvenna megin – á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og hefur tíðkast undanfarna áratugi. Ekki ríkir fullkomin sátt með hugmyndina og hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett sig upp á móti henni. UEFA hefur ásamt samtökum knattspyrnufélaga í Evrópu (ECA) ásamt landssamböndum Danmerkur, Englands, Þýskalands, Finnlands, Ítalíu, Hollands, Rúmeníu Svíþjóðar og Sviss sett sig upp á móti hugmyndinni þar sem þau telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni hafa skaðleg áhrif á kvennaknattspyrnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sambandanna og samtakanna segir að áætlanir FIFA séu ekki nægilega vel ígrundaðar og muni því ekki ganga upp. Áhrif þess að halda HM á tveggja ára fresti muni ekki hjálpa kvennaknattspyrnu á neinn átt og huga þurfi vel að öllum hliðum knattspyrnunnar þegar svona ákvarðanir eru teknar. Á það við um atvinnu- og áhugafólk ásamt grasrótarliðum jafnt og félags- og landsliðum. Óskað er eftir fundi með öllum þeim sem koma að mögulegir ákvörðun FIFA svo hægt sé að ræða áhrifin sem fjölgun heimsmeistaramóta myndi hafa á kvennaknattspyrnu ásamt þeim afleiðingum sem ákvörðunin myndi hafa á knattspyrnu um heim allan. Talið er að fjölgunin gæti haft skaðleg áhrif á sýnileika kvennaknattspyrnu, bæði félags- og landslið þar sem fleiri karlaleikir væru á dagatalinu. Meiðslahætta yrði meiri þar sem leikmenn fengju minna frí og þá gæti þetta haft töluverð áhrif á andalega heilsu leikmanna. The proposed plans by FIFA to stage both the men s and women s World Cup tournaments every two years will have detrimental sporting, economic, societal and many other impacts that will fundamentally alter the course and development of the women s game.Full statement: — UEFA (@UEFA) October 4, 2021 Ákvörðun sem þessi myndi minnka líkur fámennra landa að komast á HM þar sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn eða þær grunnstoðir sem þarf til að taka þátt í undankeppni eftir undankeppni án töluverðs tíma þar á milli. Að lokum er biðlað til rannsakenda að skoða hvaða áhrif ákvörðun sem þessi myndi hafa á kvennadeildir um heim allan. Í kvennaknattspyrnu nútímans eru enn frekar fáar deildir sem hægt er að kalla atvinnumannadeildir. Með því að fjölga heimsmeistaramótum og auka þar með fjölda landsleikja ár hvert gæti verið að koma í veg fyrir að atvinnumannadeildum kvenna megin myndi fjölga. Á vef UEFA má finna yfirlýsinguna í heild sinni sem og undirskrift þeirra sambanda og samtaka sem þar koma að. Nú er bara að bíða og sjá hvort FIFA taki mark á UEFA eða leyfi peningagræðginni að ráða.
Fótbolti FIFA UEFA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira