Segist ekki vilja velja á milli fjölskyldunnar eða fótboltans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2021 07:00 Sara Björk í einum af sínum 136 landsleikjum. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin nokkra mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Hún vill vera ein þeirra afrekskvenna sem snýr aftur eftir barnsburð og þar með sýna að konur þurfi ekki að velja milli íþróttaferilsins eða að eiga fjölskyldu. Sara Björk leikur með Lyon – einu albesta félagi heims – ásamt því að vera á samning hjá íþróttarisanum PUMA. Um helgina birti PUMA svo myndband á samfélagsmiðlum sínum þar Sara Björk fer yfir að það sé ekki annað hvort eða, að konur geti bæði átt atvinnuferil í íþróttum og fjölskyldu. It's not either or.Since the beginning of her pregnancy, PUMAFootball has followed @sarabjork18 and will keep on sharing her journey from giving birth to being back on the pitch. What an inspiration @sarabjork18 pic.twitter.com/rE3IwKSxjZ— PUMA Football (@pumafootball) October 4, 2021 „Engin kona ætti að þurfa velja á milli þess að eiga fjölskyldu eða starfsferils. Kvenkyns íþróttamenn afreka ótrúlegustu hluti í ýmsum íþróttum. Þær fæða börn og snúa svo aftur til þess eins að endurtaka afrek sín. Markmið mitt er að vera ein þeirra. Ég vil ekki velja milli fjölskyldu og fótboltans. Ég vil gera það sem ég elska. Vera til staðar í 90 mínútur eða níu mánuði,“ segir Sara Björk í myndbandi PUMA. Landsliðsfyrirliðinn birti svo myndbandið á sínum eigin Twitter-aðgangi þar sem hún ritaði eftirfarandi: „Það er ekki annað hvort eða. Að stofna fjölskyldu á sama tíma og að íþróttir eru atvinna þín er erfitt. Ég vil virkilega sýna og sanna að það sé hægt að snúa aftur eftir barnsburð og spila á hæsta mögulega getustigi. Ég vonast til að hvetja konur til að gera slíkt hið sama og sýna þar með að það þurfi ekki að velja milli þess að eignast fjölskyldu eða eiga góðan atvinnuferil, það er hægt að gera bæði.“ It's not either or. Starting a family when playing a professional sport is difficult. I really want to prove that you can come back from pregnancy and play at the top level https://t.co/q09BIhGOtm— Sara Björk (@sarabjork18) October 4, 2021 Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin átta mánuði á leið en hún á að eiga í nóvember næstkomandi. Hún hefur spilað alls 136 A-landsleiki og ef allt gengur að óskum gætu þeir orðið enn fleiri er Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tímamót Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Sara Björk leikur með Lyon – einu albesta félagi heims – ásamt því að vera á samning hjá íþróttarisanum PUMA. Um helgina birti PUMA svo myndband á samfélagsmiðlum sínum þar Sara Björk fer yfir að það sé ekki annað hvort eða, að konur geti bæði átt atvinnuferil í íþróttum og fjölskyldu. It's not either or.Since the beginning of her pregnancy, PUMAFootball has followed @sarabjork18 and will keep on sharing her journey from giving birth to being back on the pitch. What an inspiration @sarabjork18 pic.twitter.com/rE3IwKSxjZ— PUMA Football (@pumafootball) October 4, 2021 „Engin kona ætti að þurfa velja á milli þess að eiga fjölskyldu eða starfsferils. Kvenkyns íþróttamenn afreka ótrúlegustu hluti í ýmsum íþróttum. Þær fæða börn og snúa svo aftur til þess eins að endurtaka afrek sín. Markmið mitt er að vera ein þeirra. Ég vil ekki velja milli fjölskyldu og fótboltans. Ég vil gera það sem ég elska. Vera til staðar í 90 mínútur eða níu mánuði,“ segir Sara Björk í myndbandi PUMA. Landsliðsfyrirliðinn birti svo myndbandið á sínum eigin Twitter-aðgangi þar sem hún ritaði eftirfarandi: „Það er ekki annað hvort eða. Að stofna fjölskyldu á sama tíma og að íþróttir eru atvinna þín er erfitt. Ég vil virkilega sýna og sanna að það sé hægt að snúa aftur eftir barnsburð og spila á hæsta mögulega getustigi. Ég vonast til að hvetja konur til að gera slíkt hið sama og sýna þar með að það þurfi ekki að velja milli þess að eignast fjölskyldu eða eiga góðan atvinnuferil, það er hægt að gera bæði.“ It's not either or. Starting a family when playing a professional sport is difficult. I really want to prove that you can come back from pregnancy and play at the top level https://t.co/q09BIhGOtm— Sara Björk (@sarabjork18) October 4, 2021 Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin átta mánuði á leið en hún á að eiga í nóvember næstkomandi. Hún hefur spilað alls 136 A-landsleiki og ef allt gengur að óskum gætu þeir orðið enn fleiri er Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tímamót Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira