Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2021 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Arctic Circle, lofar heljarinnar fögnuði á ráðstefnunni sem fer fram í næstu viku. Vísir/Vilhelm Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. „Fögnum saman. Loksins! Við höldum partý 14. – 17. október. Allir velkomnir,“ segir Ólafur Ragnar í auglýsingunni. Auglýsinguna má sjá í meðfylgjandi spilara: Á Arctic Circle eru málefni Norðurslóða rædd og ráðstefnan hingað til, allavega út á við, ekki verið þekkt sem mikið partý. Og þá vekur þessi auglýsing sannarlega athygli fyrir þær sakir að það hafa ekki verið mörg risa partý haldin á Íslandi undanfarið ár, en þúsund manns eru væntanleg á ráðstefnuna frá 50 löndum og allir sagðir velkomnir, svo lengi sem þeir skrái sig. Allt er þetta skipulagt með hliðsjón af gildandi sóttvarnareglum. Það er ekki laust við að maður hafi heyrt glott færast yfir andlit Ólafs Ragnars þegar hann er spurður í gegnum síma út í þetta Arctic Circle partý sem hann boðar í auglýsingunni. „Arctic Circle er í senn umræðuvettvangur og gleðisamkoma,“ segir Ólafur Ragnar. „Þar er ekki bara setið á fundum heldur skemmtir fólk sér og hittir mann og annan.“ Ólafur þylur upp að fyrir nokkrum árum hafi verið haldið glæsilegt „Kína-kvöld“ og þá var Grænlandssamkvæmi fyrir tveimur árum. Fyrir fáeinum árum voru frumbyggjar með mikla samkomu. Hér má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi þar sem Ólafur ræðir málefnin sem verða undir á Arctic Circle: Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki hefur verið hægt að halda ráðstefnuna undanfarin tvö ár. „Og okkur fannst að það væri ekki bara ástæða til að mæta á ráðstefnuna og ræða málefnin og skiptast á skoðunum, heldur líka til að koma saman og fagna og gleðjast saman á ný á stærsta alþjóðlega vettvangi norðurslóða sem þessi þing eru,“ segir Ólafur Ragnar. Og þegar Ólafur Ragnar talar um partý, þá er það í þeim almenna og góða skilningi sem fólk leggur í það orð. „Það verða ýmsir sem tryggja það að tónlist muni létta mönnum lundina,“ segir Ólafur Ragnar spurður hvaða tónlistaatriði verða á ráðstefnunni. „Grænlendingar munu koma með tónlistarmenn. Síðast þegar Grænlendingar héldu Grænlendingakvöld þá mættu 900 manns.“ Grænlendingakvöldið fer fram á laugardagskvöldinu 16. október þar sem vinsælasta hljómsveit Grænlendinga, Nanook, mun koma fram. Ráðstefnan fer fram dagana 14. - 17. október en á meðal þeirra sem halda erindi er Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. Norðurslóðir Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
„Fögnum saman. Loksins! Við höldum partý 14. – 17. október. Allir velkomnir,“ segir Ólafur Ragnar í auglýsingunni. Auglýsinguna má sjá í meðfylgjandi spilara: Á Arctic Circle eru málefni Norðurslóða rædd og ráðstefnan hingað til, allavega út á við, ekki verið þekkt sem mikið partý. Og þá vekur þessi auglýsing sannarlega athygli fyrir þær sakir að það hafa ekki verið mörg risa partý haldin á Íslandi undanfarið ár, en þúsund manns eru væntanleg á ráðstefnuna frá 50 löndum og allir sagðir velkomnir, svo lengi sem þeir skrái sig. Allt er þetta skipulagt með hliðsjón af gildandi sóttvarnareglum. Það er ekki laust við að maður hafi heyrt glott færast yfir andlit Ólafs Ragnars þegar hann er spurður í gegnum síma út í þetta Arctic Circle partý sem hann boðar í auglýsingunni. „Arctic Circle er í senn umræðuvettvangur og gleðisamkoma,“ segir Ólafur Ragnar. „Þar er ekki bara setið á fundum heldur skemmtir fólk sér og hittir mann og annan.“ Ólafur þylur upp að fyrir nokkrum árum hafi verið haldið glæsilegt „Kína-kvöld“ og þá var Grænlandssamkvæmi fyrir tveimur árum. Fyrir fáeinum árum voru frumbyggjar með mikla samkomu. Hér má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi þar sem Ólafur ræðir málefnin sem verða undir á Arctic Circle: Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki hefur verið hægt að halda ráðstefnuna undanfarin tvö ár. „Og okkur fannst að það væri ekki bara ástæða til að mæta á ráðstefnuna og ræða málefnin og skiptast á skoðunum, heldur líka til að koma saman og fagna og gleðjast saman á ný á stærsta alþjóðlega vettvangi norðurslóða sem þessi þing eru,“ segir Ólafur Ragnar. Og þegar Ólafur Ragnar talar um partý, þá er það í þeim almenna og góða skilningi sem fólk leggur í það orð. „Það verða ýmsir sem tryggja það að tónlist muni létta mönnum lundina,“ segir Ólafur Ragnar spurður hvaða tónlistaatriði verða á ráðstefnunni. „Grænlendingar munu koma með tónlistarmenn. Síðast þegar Grænlendingar héldu Grænlendingakvöld þá mættu 900 manns.“ Grænlendingakvöldið fer fram á laugardagskvöldinu 16. október þar sem vinsælasta hljómsveit Grænlendinga, Nanook, mun koma fram. Ráðstefnan fer fram dagana 14. - 17. október en á meðal þeirra sem halda erindi er Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands.
Norðurslóðir Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41