Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2021 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Arctic Circle, lofar heljarinnar fögnuði á ráðstefnunni sem fer fram í næstu viku. Vísir/Vilhelm Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. „Fögnum saman. Loksins! Við höldum partý 14. – 17. október. Allir velkomnir,“ segir Ólafur Ragnar í auglýsingunni. Auglýsinguna má sjá í meðfylgjandi spilara: Á Arctic Circle eru málefni Norðurslóða rædd og ráðstefnan hingað til, allavega út á við, ekki verið þekkt sem mikið partý. Og þá vekur þessi auglýsing sannarlega athygli fyrir þær sakir að það hafa ekki verið mörg risa partý haldin á Íslandi undanfarið ár, en þúsund manns eru væntanleg á ráðstefnuna frá 50 löndum og allir sagðir velkomnir, svo lengi sem þeir skrái sig. Allt er þetta skipulagt með hliðsjón af gildandi sóttvarnareglum. Það er ekki laust við að maður hafi heyrt glott færast yfir andlit Ólafs Ragnars þegar hann er spurður í gegnum síma út í þetta Arctic Circle partý sem hann boðar í auglýsingunni. „Arctic Circle er í senn umræðuvettvangur og gleðisamkoma,“ segir Ólafur Ragnar. „Þar er ekki bara setið á fundum heldur skemmtir fólk sér og hittir mann og annan.“ Ólafur þylur upp að fyrir nokkrum árum hafi verið haldið glæsilegt „Kína-kvöld“ og þá var Grænlandssamkvæmi fyrir tveimur árum. Fyrir fáeinum árum voru frumbyggjar með mikla samkomu. Hér má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi þar sem Ólafur ræðir málefnin sem verða undir á Arctic Circle: Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki hefur verið hægt að halda ráðstefnuna undanfarin tvö ár. „Og okkur fannst að það væri ekki bara ástæða til að mæta á ráðstefnuna og ræða málefnin og skiptast á skoðunum, heldur líka til að koma saman og fagna og gleðjast saman á ný á stærsta alþjóðlega vettvangi norðurslóða sem þessi þing eru,“ segir Ólafur Ragnar. Og þegar Ólafur Ragnar talar um partý, þá er það í þeim almenna og góða skilningi sem fólk leggur í það orð. „Það verða ýmsir sem tryggja það að tónlist muni létta mönnum lundina,“ segir Ólafur Ragnar spurður hvaða tónlistaatriði verða á ráðstefnunni. „Grænlendingar munu koma með tónlistarmenn. Síðast þegar Grænlendingar héldu Grænlendingakvöld þá mættu 900 manns.“ Grænlendingakvöldið fer fram á laugardagskvöldinu 16. október þar sem vinsælasta hljómsveit Grænlendinga, Nanook, mun koma fram. Ráðstefnan fer fram dagana 14. - 17. október en á meðal þeirra sem halda erindi er Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. Norðurslóðir Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
„Fögnum saman. Loksins! Við höldum partý 14. – 17. október. Allir velkomnir,“ segir Ólafur Ragnar í auglýsingunni. Auglýsinguna má sjá í meðfylgjandi spilara: Á Arctic Circle eru málefni Norðurslóða rædd og ráðstefnan hingað til, allavega út á við, ekki verið þekkt sem mikið partý. Og þá vekur þessi auglýsing sannarlega athygli fyrir þær sakir að það hafa ekki verið mörg risa partý haldin á Íslandi undanfarið ár, en þúsund manns eru væntanleg á ráðstefnuna frá 50 löndum og allir sagðir velkomnir, svo lengi sem þeir skrái sig. Allt er þetta skipulagt með hliðsjón af gildandi sóttvarnareglum. Það er ekki laust við að maður hafi heyrt glott færast yfir andlit Ólafs Ragnars þegar hann er spurður í gegnum síma út í þetta Arctic Circle partý sem hann boðar í auglýsingunni. „Arctic Circle er í senn umræðuvettvangur og gleðisamkoma,“ segir Ólafur Ragnar. „Þar er ekki bara setið á fundum heldur skemmtir fólk sér og hittir mann og annan.“ Ólafur þylur upp að fyrir nokkrum árum hafi verið haldið glæsilegt „Kína-kvöld“ og þá var Grænlandssamkvæmi fyrir tveimur árum. Fyrir fáeinum árum voru frumbyggjar með mikla samkomu. Hér má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi þar sem Ólafur ræðir málefnin sem verða undir á Arctic Circle: Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki hefur verið hægt að halda ráðstefnuna undanfarin tvö ár. „Og okkur fannst að það væri ekki bara ástæða til að mæta á ráðstefnuna og ræða málefnin og skiptast á skoðunum, heldur líka til að koma saman og fagna og gleðjast saman á ný á stærsta alþjóðlega vettvangi norðurslóða sem þessi þing eru,“ segir Ólafur Ragnar. Og þegar Ólafur Ragnar talar um partý, þá er það í þeim almenna og góða skilningi sem fólk leggur í það orð. „Það verða ýmsir sem tryggja það að tónlist muni létta mönnum lundina,“ segir Ólafur Ragnar spurður hvaða tónlistaatriði verða á ráðstefnunni. „Grænlendingar munu koma með tónlistarmenn. Síðast þegar Grænlendingar héldu Grænlendingakvöld þá mættu 900 manns.“ Grænlendingakvöldið fer fram á laugardagskvöldinu 16. október þar sem vinsælasta hljómsveit Grænlendinga, Nanook, mun koma fram. Ráðstefnan fer fram dagana 14. - 17. október en á meðal þeirra sem halda erindi er Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands.
Norðurslóðir Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41