Innlent

Þau eru til­nefnd til Ís­lensku mennta­verð­launanna

Atli Ísleifsson skrifar
Verðlaunin verða veitt í þremur flokkum - Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, Framúrskarandi kennari og Framúrskarandi þróunarverkefni.
Verðlaunin verða veitt í þremur flokkum - Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, Framúrskarandi kennari og Framúrskarandi þróunarverkefni. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna í tilefni af Alþjóðlega kennaradeginum í gær.   

Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.

Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum: Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennari og framúrskarandi þróunarverkefni. 

Verðlaunahafarnir verða síðan tilkynntir 10. nóvember næstkomandi.

Að neðan má sjá þá upplýsingar um þau sem tilnefnd eru, en nánar má fræðast um verkefnin með því að smella á nöfnin. 

 A. Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur

B. Framúrskarandi kennari

  • Anna Gréta Guðmundsdóttir, kennari við leikskólann Sæborg, fyrir skapandi og lýðræðislegt leikskólastarf
  • Garðar Geirfinnsson, kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn, er tilnefndur fyrir áhugaverða og skapandi náttúrufræðikennslu
  • Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari við Klettaskóla, er tilnefnd fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, meðal annars fyrir að þróa nýjar leiðir til tjáskipta
  • Heiðrún Hámundar, kennari við Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólann á Akranesi, er tilnefnd fyrir metnaðarfulla og árangursríka tónmennta- og tónlistarkennslu
  • Hilmar Friðjónsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er tilnefndur fyrir að þróa frjóar og áhugavekjandi leiðir í stærðfræðikennslu

C. Framúrskarandi þróunarverkefni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×