Kennarinn er sérfræðingur Magnús Þór Jónsson skrifar 7. október 2021 12:00 Framundan eru formannskosningar í Kennarasambandi Íslands en þar er undir svo sannarlega stórt og mikilvægt hlutverk fyrir íslenskt samfélag! Kennarar er stétt sérfræðinga sem daglega vinna með tugþúsundum einstaklinga á skólastigunum þremur í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins og innan tónlistarskólanna. Kennarastarfið er sérfræðistarf á sviði uppeldis- og kennslufræða, starf þar sem viðkomandi einstaklingar hafa aflað sér þekkingar um það viðfangsefni og síðan öðlast reynslu til að koma þeirri þekkingu áfram til skjólstæðinga sinna sem munu jú stýra nútíð sem framtíð. Það að leiða hóp sérfræðinga krefst reynslu og það er afar mikilvægt að næsti formaður KÍ treysti sér í það verkefni að leiða á þann hátt að kennarar meti sig sem sérfræðingar í verkum sínum og mat samfélagsins alls spegli það. Skiptir þá engu hvaða sérfræðiþekkingar sem er krafist á mismunandi aldursstigum og til ólíkra verkefna. Íslenskt samfélag hefur á liðnum árum tekið stór skref í átt til þess að meta kennarastarfið sem sérfræðistarf en viðfangsefni formanns til næstu ára verður að sjá til þess að sérfræðihugtakið verði samfélaginu enn sýnilegra. Það að vera sérfræðingur krefst metnaðar og hugsjónar í senn þar sem verkefnin eru mörg. Eitt af því sem mikilvægt er í því ferli er að við kennarar rýnum reglulega í okkar störf, sækjum okkur stöðugt meiri þekkingu og miðlum henni áfram okkar á milli. Þannig styrkjum við þá ímynd um leið og við eflumst sem framlínufólk íslensks samfélags. Þá vinnu á formaður KÍ að leiða áfram, mig langar það mjög og tel minn starfsferil, mína færni og mína reynslu til þess fallna að gera það næstu fjögur árin. Á undanförnum árum hafa náðst margir áfangar innan aðildarfélaga KÍ þegar kemur að launa- og starfskjaramálum og er það vel. Öflug samningateymi aðildarfélaganna leiða það starf áfram líkt og skipulag Kennarasamband Íslands segir til um en að sjálfsögðu er formaður sambandsins þeirra sterkasti stuðningsmaður ef til þarf að koma, þar geta félögin sótt í langa reynslu mína úr starfi í samningamálum. Starfsánægja ræðst þó ekki einungis af útborguðum launum um hver mánaðamót. Þar skiptir máli að búa kennurum starfsaðstæður sem þeim líður vel í. Það er staðreynd að líðan er stærsta breyta í námi nemenda okkar og til að sú líðan verði góð þarf kennaranum sem leiðir það verkefni að líða vel. Þar er einfalt að benda á ótal þætti sem horfa þarf til. Ég nefni sem dæmi hópastærðir undir stjórn kennarans, húsnæði og aðbúnað, námsefni og kennslutæki en ekki síður það andrúmsloft sem ríkir í samfélagi hvers skóla. Aðstæður íslenskra skóla eru ótrúlega ólíkar. Það er þekkt staðreynd að við heyrum undir tvo vinnuveitendur. Annars vegar íslenska ríkið sem alfarið sér um umgjörð náms á öllum skólastigum með lögum og reglugerðum og er rekstraraðili framhaldsskólans og svo hins vegar sveitarfélögin sem reka leik-, grunn- og tónlistarskólana. Við greinum líka ólíka umgjörð mismunandi sveitarfélaga eða nærsamfélaga hverrar stofnunar. Öllu máli skiptir að fyrsta spurning allra skóla landsins sé hvernig starfsmönnum þeirra líði í störfum sínum. Áður er sagt að það er sjálfgefið að okkur ber að horfa til þess hjá nemendum okkar en við verðum líka að spyrja þessarar spurningar reglulega þegar kemur að kennurunum okkar og vera fullviss um það að lærdómssamfélag þeirra sé sameign kennara, stjórnenda og nærsamfélagsins. Ég hef fengið að vera hluti af mörgum slíkum lærdómssamfélögum á mínum starfsferli og mun beita mér fyrir því sem næsti formaður KÍ að líðan verði lykilhugtak í allri umræðu um íslensk skólamál. Líðan er lykill að ánægjuríku starfi skólakerfisins. Ég hlakka til næstu vikna og el þá von í brjósti að í kjölfar uppbyggilegrar baráttu um þann heiður sem fylgir embætti formanns KÍ hafi ég fengið það verkefni að leiða kennarastéttina á Íslandi til næstu áfanga á öflugri leið! Höfundur er skólastjóri Seljaskóla og býður sig fram til formannsembættis Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagasamtök Magnús Þór Jónsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Framundan eru formannskosningar í Kennarasambandi Íslands en þar er undir svo sannarlega stórt og mikilvægt hlutverk fyrir íslenskt samfélag! Kennarar er stétt sérfræðinga sem daglega vinna með tugþúsundum einstaklinga á skólastigunum þremur í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins og innan tónlistarskólanna. Kennarastarfið er sérfræðistarf á sviði uppeldis- og kennslufræða, starf þar sem viðkomandi einstaklingar hafa aflað sér þekkingar um það viðfangsefni og síðan öðlast reynslu til að koma þeirri þekkingu áfram til skjólstæðinga sinna sem munu jú stýra nútíð sem framtíð. Það að leiða hóp sérfræðinga krefst reynslu og það er afar mikilvægt að næsti formaður KÍ treysti sér í það verkefni að leiða á þann hátt að kennarar meti sig sem sérfræðingar í verkum sínum og mat samfélagsins alls spegli það. Skiptir þá engu hvaða sérfræðiþekkingar sem er krafist á mismunandi aldursstigum og til ólíkra verkefna. Íslenskt samfélag hefur á liðnum árum tekið stór skref í átt til þess að meta kennarastarfið sem sérfræðistarf en viðfangsefni formanns til næstu ára verður að sjá til þess að sérfræðihugtakið verði samfélaginu enn sýnilegra. Það að vera sérfræðingur krefst metnaðar og hugsjónar í senn þar sem verkefnin eru mörg. Eitt af því sem mikilvægt er í því ferli er að við kennarar rýnum reglulega í okkar störf, sækjum okkur stöðugt meiri þekkingu og miðlum henni áfram okkar á milli. Þannig styrkjum við þá ímynd um leið og við eflumst sem framlínufólk íslensks samfélags. Þá vinnu á formaður KÍ að leiða áfram, mig langar það mjög og tel minn starfsferil, mína færni og mína reynslu til þess fallna að gera það næstu fjögur árin. Á undanförnum árum hafa náðst margir áfangar innan aðildarfélaga KÍ þegar kemur að launa- og starfskjaramálum og er það vel. Öflug samningateymi aðildarfélaganna leiða það starf áfram líkt og skipulag Kennarasamband Íslands segir til um en að sjálfsögðu er formaður sambandsins þeirra sterkasti stuðningsmaður ef til þarf að koma, þar geta félögin sótt í langa reynslu mína úr starfi í samningamálum. Starfsánægja ræðst þó ekki einungis af útborguðum launum um hver mánaðamót. Þar skiptir máli að búa kennurum starfsaðstæður sem þeim líður vel í. Það er staðreynd að líðan er stærsta breyta í námi nemenda okkar og til að sú líðan verði góð þarf kennaranum sem leiðir það verkefni að líða vel. Þar er einfalt að benda á ótal þætti sem horfa þarf til. Ég nefni sem dæmi hópastærðir undir stjórn kennarans, húsnæði og aðbúnað, námsefni og kennslutæki en ekki síður það andrúmsloft sem ríkir í samfélagi hvers skóla. Aðstæður íslenskra skóla eru ótrúlega ólíkar. Það er þekkt staðreynd að við heyrum undir tvo vinnuveitendur. Annars vegar íslenska ríkið sem alfarið sér um umgjörð náms á öllum skólastigum með lögum og reglugerðum og er rekstraraðili framhaldsskólans og svo hins vegar sveitarfélögin sem reka leik-, grunn- og tónlistarskólana. Við greinum líka ólíka umgjörð mismunandi sveitarfélaga eða nærsamfélaga hverrar stofnunar. Öllu máli skiptir að fyrsta spurning allra skóla landsins sé hvernig starfsmönnum þeirra líði í störfum sínum. Áður er sagt að það er sjálfgefið að okkur ber að horfa til þess hjá nemendum okkar en við verðum líka að spyrja þessarar spurningar reglulega þegar kemur að kennurunum okkar og vera fullviss um það að lærdómssamfélag þeirra sé sameign kennara, stjórnenda og nærsamfélagsins. Ég hef fengið að vera hluti af mörgum slíkum lærdómssamfélögum á mínum starfsferli og mun beita mér fyrir því sem næsti formaður KÍ að líðan verði lykilhugtak í allri umræðu um íslensk skólamál. Líðan er lykill að ánægjuríku starfi skólakerfisins. Ég hlakka til næstu vikna og el þá von í brjósti að í kjölfar uppbyggilegrar baráttu um þann heiður sem fylgir embætti formanns KÍ hafi ég fengið það verkefni að leiða kennarastéttina á Íslandi til næstu áfanga á öflugri leið! Höfundur er skólastjóri Seljaskóla og býður sig fram til formannsembættis Kennarasambands Íslands.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun