Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 69-83 | Fyrsti sigur nýliðanna Atli Arason skrifar 10. október 2021 19:56 Robbi Ryan átti flottan leik í kvöld. Vísir/Jónína guðbjörg Nýliðar Grindavíkur unnu sinn fyrsta sigur í Subway-deild kvenna þegar að liðið heimsótti Breiðablik í kvöld. Lokatölur 83-69, en Blikar eru enn án sigurs. Gestirnir úr Grindavík komu mun ákveðnari inn í leik liðanna í kvöld. Grindvíkingar skoruðu fjögur fyrstu stig leiksins á meðan Blikum gekk illa að hitta. Grindavík komst snemma í 6 stiga forystu, 1-7 þegar einungis ein og hálf mínúta var liðin af leiknum. Gestirnir gáfu þetta forskot í raun aldrei eftir. Grindavík gekk á lagið eftir því sem leið á fyrsta leikhluta og bættu hægt og rólega í stigasöfnunina og var Edyta Ewa og Robbi Ryan þar fremstar í flokki. Edyta var með 9 stig í fyrsta leikhluta en Robbi með 11 stig sem olli því að Grindavík vann fyrsta fjórðung með alls 16 stiga mun, 12-28. Blikar komu sterkari út í annan leikhluta miðað við hvað þær sýndu í þeim fyrsta. Blikum tekst hægt og rólega að minnka mismuninn og minnst fer hann í 7 stig, í tvígang, þegar annar leikhluti er rétt svo hálfnaður. Í stöðunni 28-35 kveikja gestirnir þó aftur á vélinni og taka öll völd á leiknum. Það sem eftir lifði leikhlutans skoruðu gestirnir 14 stig gegn aðeins tveimur frá Breiðablik og fór því svo að Grindavík vann annan leikhluta líka, í þetta sinn þó með þremur stigum og liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 30-49. Úr leiknum í Smáranum.vísir/jónína guðbjörg Grindavík byrjaði þriðja leikhluta vel en þær settu 9 stig á töfluna gegn aðeins tveimur frá heimakonum og náðu þar með 26 stiga forskoti, sem var mesti munur milli liðanna í leiknum. Blikum tókst að minnka forskot Grindvíkinga aðeins það sem eftir lifði leikhlutans en gestirnir hleyptu Blikum þó ekki mikið inn í leikinn en þriðji leikhlutinn var sá jafnasti í leiknum til þessa en honum lauk með jafntefli, 16-16, og staðan fyrir loka fjórðunginn var því 46-65 Grindavík í vil. Blikar byrjuðu síðasta leikhlutann mjög vel og Telma Lind komst í stuð. Telma setti fjögur fyrstu stigin en hún skoraði alls 11 stig í fjórða leikhluta. Þrátt fyrir flottan leik Telmu þá náði Grindavík alltaf að halda Blikum í olnboga fjarlægð. Breiðablik var þó skrefi á undan í loka leikhlutanum sem þær unnu 23-18, það var þó ekki nóg til að vinna upp forskotið sem Grindvíkingar voru búnar að byggja upp og lokatölur því 69-83 fyrir gestina úr Grindavík. Afhverju vann Grindavík? Sóknarleikur Grindavíkur var mjög góður og tókst þeim vel að finna svör á varnarleik Breiðabliks. Frábær byrjun á leiknum hjá Grindavík skóp sigurinn en þær leiddu leikinn allan tímann, frá upphafi til endis. Hverjar stóðu upp úr? Robbi Ryan, leikmaður Grindavíkur, var besti leikmaður vallarins með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar sem gera alls 28 framlagspunkta. Edyta Ewa var einnig flott í liði Grindavíkur með 18 stig og 11 fráköst. Hjá Blikum var Telma Lind best með 20 stig, en rúmlega helmingur þeirra kom í loka leikhlutanum. Hvað gerist næst? Breiðablik fer næst í heimsókn til Vals á Hlíðarenda á meðan Grindavík tekur á móti Njarðvík í nágranna slag. Bjarni Geir: Spilum yfirleitt mikið betur gegn góðu liðunum Bjarni Geir Gunnarsson, styrktarþjálfari og brágðabirgða þjálfari Breiðabliks.Vísir/Jónína guðbjörg Bjarni Geir, styrktarþjálfari Breiðabliks, var að stýra sínum öðrum leik hjá liðinu en Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðsins, er í sóttkví. „Þetta var bara svekkjandi. Við náðum ekki alveg að gera hlutina sem við ætluðum okkur að gera. Þær grilluðu okkur sóknarlega og við áttum fá svör og sérstaklega í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins yfir í svæði og náðum aðeins að halda stöðunni jafnri en við náum bara ekki að skora almennilega. Við klikkuðum á opnum sniðskotum og opnum þristum sem stelpurnar vanalega setja niður,“ sagði Bjarni í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var almennt jafn framan af, að fyrsta leikhluta frátöldum þar sem gestirnir unnu 16 stiga sigur. Bjarni hafði nokkrar kenningar fyrir slæmri byrjun Breiðabliks. „Ég held að spennustigið hafi verið svolítið hátt. Okkur fannst við vera með betra lið fyrir fram en Grindavík kom hingað og voru bara drullu góðar. Við náum bara ekki að ‘match-a’ þær í ákefðinni. Þær áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ Annan leikinn í röð eru Blikar að missa leikmann í meiðsli. Aftur virðist það vera ökklameiðsli en Iva Georgieva fór meidd af leikvelli í lokaleikhlutanum. Aðspurður um stöðuna á Ivu kveðst Bjarni eiga eftir að skoða meiðslin betur. „Það er leiðinlegt að missa Ivu i meiðsli við vonum að það sé ekkert alvarlegt.“ „Hún var allavegana með klaka á ökklanum, ég veit ekki hvernig staðan á meiðslunum er en við tökum stöðuna betur á eftir. Ég efast um að þetta sé eitthvað alvarlegt, hugsanlega einhver tognun,“ svaraði Bjarni Breiðablik er búið að sækja Kana en það á þó enn þá eftir að fá leikhemild fyrir hana. Bjarni vonast til þess að það verði klárað fyrir næsta leik gegn Valskonum. „Ég veit ekki hvernig staðan á því er. Vonandi verður það komið í lag fyrir næsta leik.“ „Við höfum engu að tapa [í næsta leik gegn Val]. Við mætum full af orku og gerum okkar besta. Við spilum yfirleitt mikið betur gegn góðu liðunum. Við unnum Val í fyrra.“ Þorleifur: Lentum í smá basli á móti svæðinu Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var virkilega sáttur í leikslok.Vísir/Jónína guðbjörg Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni í leikslok eftir sigurinn í kvöld. „Ég er virkilega sáttur með allt liðið í dag. Við vorum ákveðnar frá upphafi, við lentum í smá basli á móti svæðinu sem er bara eðlilegt en í heildina þá spiluðum við virkilega vel sem lið og það var kraftur í leiknum sem skilaði fyrir okkur,“ sagði Þorleifur í viðtali við Vísi eftir leik. Robbi Ryan átti stórleik eins og nefnt var hér að ofan. Þorleifur er mjög sáttur með það hvernig Ryan kemur inn í Grindavíkur liðið. „Hún er virkilega góður atvinnumaður. Hún leggur mikið á sig en hún er að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennskunni og vil komast langt. Ég er virkilega ánægður með hana,“ svaraði Þorleifur aðspurður út í Robbi Ryan. Næsti leikur Grindavíkur er nágranna slagur við Njarðvík og Þorleifur kveðst spenntur fyrir þeim leik, en það er hægt að búast við hörku leik milli þessara tveggja nýliða í deildinni. „Ég er mjög spenntur fyrir næsta leik sem og öllum leikjum, Njarðvík vann Hauka í fyrsta leik þannig við þurfum að mæta virkilega klárar í þann leik,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, að lokum. Subway-deild kvenna Breiðablik UMF Grindavík
Nýliðar Grindavíkur unnu sinn fyrsta sigur í Subway-deild kvenna þegar að liðið heimsótti Breiðablik í kvöld. Lokatölur 83-69, en Blikar eru enn án sigurs. Gestirnir úr Grindavík komu mun ákveðnari inn í leik liðanna í kvöld. Grindvíkingar skoruðu fjögur fyrstu stig leiksins á meðan Blikum gekk illa að hitta. Grindavík komst snemma í 6 stiga forystu, 1-7 þegar einungis ein og hálf mínúta var liðin af leiknum. Gestirnir gáfu þetta forskot í raun aldrei eftir. Grindavík gekk á lagið eftir því sem leið á fyrsta leikhluta og bættu hægt og rólega í stigasöfnunina og var Edyta Ewa og Robbi Ryan þar fremstar í flokki. Edyta var með 9 stig í fyrsta leikhluta en Robbi með 11 stig sem olli því að Grindavík vann fyrsta fjórðung með alls 16 stiga mun, 12-28. Blikar komu sterkari út í annan leikhluta miðað við hvað þær sýndu í þeim fyrsta. Blikum tekst hægt og rólega að minnka mismuninn og minnst fer hann í 7 stig, í tvígang, þegar annar leikhluti er rétt svo hálfnaður. Í stöðunni 28-35 kveikja gestirnir þó aftur á vélinni og taka öll völd á leiknum. Það sem eftir lifði leikhlutans skoruðu gestirnir 14 stig gegn aðeins tveimur frá Breiðablik og fór því svo að Grindavík vann annan leikhluta líka, í þetta sinn þó með þremur stigum og liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 30-49. Úr leiknum í Smáranum.vísir/jónína guðbjörg Grindavík byrjaði þriðja leikhluta vel en þær settu 9 stig á töfluna gegn aðeins tveimur frá heimakonum og náðu þar með 26 stiga forskoti, sem var mesti munur milli liðanna í leiknum. Blikum tókst að minnka forskot Grindvíkinga aðeins það sem eftir lifði leikhlutans en gestirnir hleyptu Blikum þó ekki mikið inn í leikinn en þriðji leikhlutinn var sá jafnasti í leiknum til þessa en honum lauk með jafntefli, 16-16, og staðan fyrir loka fjórðunginn var því 46-65 Grindavík í vil. Blikar byrjuðu síðasta leikhlutann mjög vel og Telma Lind komst í stuð. Telma setti fjögur fyrstu stigin en hún skoraði alls 11 stig í fjórða leikhluta. Þrátt fyrir flottan leik Telmu þá náði Grindavík alltaf að halda Blikum í olnboga fjarlægð. Breiðablik var þó skrefi á undan í loka leikhlutanum sem þær unnu 23-18, það var þó ekki nóg til að vinna upp forskotið sem Grindvíkingar voru búnar að byggja upp og lokatölur því 69-83 fyrir gestina úr Grindavík. Afhverju vann Grindavík? Sóknarleikur Grindavíkur var mjög góður og tókst þeim vel að finna svör á varnarleik Breiðabliks. Frábær byrjun á leiknum hjá Grindavík skóp sigurinn en þær leiddu leikinn allan tímann, frá upphafi til endis. Hverjar stóðu upp úr? Robbi Ryan, leikmaður Grindavíkur, var besti leikmaður vallarins með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar sem gera alls 28 framlagspunkta. Edyta Ewa var einnig flott í liði Grindavíkur með 18 stig og 11 fráköst. Hjá Blikum var Telma Lind best með 20 stig, en rúmlega helmingur þeirra kom í loka leikhlutanum. Hvað gerist næst? Breiðablik fer næst í heimsókn til Vals á Hlíðarenda á meðan Grindavík tekur á móti Njarðvík í nágranna slag. Bjarni Geir: Spilum yfirleitt mikið betur gegn góðu liðunum Bjarni Geir Gunnarsson, styrktarþjálfari og brágðabirgða þjálfari Breiðabliks.Vísir/Jónína guðbjörg Bjarni Geir, styrktarþjálfari Breiðabliks, var að stýra sínum öðrum leik hjá liðinu en Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðsins, er í sóttkví. „Þetta var bara svekkjandi. Við náðum ekki alveg að gera hlutina sem við ætluðum okkur að gera. Þær grilluðu okkur sóknarlega og við áttum fá svör og sérstaklega í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins yfir í svæði og náðum aðeins að halda stöðunni jafnri en við náum bara ekki að skora almennilega. Við klikkuðum á opnum sniðskotum og opnum þristum sem stelpurnar vanalega setja niður,“ sagði Bjarni í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var almennt jafn framan af, að fyrsta leikhluta frátöldum þar sem gestirnir unnu 16 stiga sigur. Bjarni hafði nokkrar kenningar fyrir slæmri byrjun Breiðabliks. „Ég held að spennustigið hafi verið svolítið hátt. Okkur fannst við vera með betra lið fyrir fram en Grindavík kom hingað og voru bara drullu góðar. Við náum bara ekki að ‘match-a’ þær í ákefðinni. Þær áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ Annan leikinn í röð eru Blikar að missa leikmann í meiðsli. Aftur virðist það vera ökklameiðsli en Iva Georgieva fór meidd af leikvelli í lokaleikhlutanum. Aðspurður um stöðuna á Ivu kveðst Bjarni eiga eftir að skoða meiðslin betur. „Það er leiðinlegt að missa Ivu i meiðsli við vonum að það sé ekkert alvarlegt.“ „Hún var allavegana með klaka á ökklanum, ég veit ekki hvernig staðan á meiðslunum er en við tökum stöðuna betur á eftir. Ég efast um að þetta sé eitthvað alvarlegt, hugsanlega einhver tognun,“ svaraði Bjarni Breiðablik er búið að sækja Kana en það á þó enn þá eftir að fá leikhemild fyrir hana. Bjarni vonast til þess að það verði klárað fyrir næsta leik gegn Valskonum. „Ég veit ekki hvernig staðan á því er. Vonandi verður það komið í lag fyrir næsta leik.“ „Við höfum engu að tapa [í næsta leik gegn Val]. Við mætum full af orku og gerum okkar besta. Við spilum yfirleitt mikið betur gegn góðu liðunum. Við unnum Val í fyrra.“ Þorleifur: Lentum í smá basli á móti svæðinu Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var virkilega sáttur í leikslok.Vísir/Jónína guðbjörg Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni í leikslok eftir sigurinn í kvöld. „Ég er virkilega sáttur með allt liðið í dag. Við vorum ákveðnar frá upphafi, við lentum í smá basli á móti svæðinu sem er bara eðlilegt en í heildina þá spiluðum við virkilega vel sem lið og það var kraftur í leiknum sem skilaði fyrir okkur,“ sagði Þorleifur í viðtali við Vísi eftir leik. Robbi Ryan átti stórleik eins og nefnt var hér að ofan. Þorleifur er mjög sáttur með það hvernig Ryan kemur inn í Grindavíkur liðið. „Hún er virkilega góður atvinnumaður. Hún leggur mikið á sig en hún er að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennskunni og vil komast langt. Ég er virkilega ánægður með hana,“ svaraði Þorleifur aðspurður út í Robbi Ryan. Næsti leikur Grindavíkur er nágranna slagur við Njarðvík og Þorleifur kveðst spenntur fyrir þeim leik, en það er hægt að búast við hörku leik milli þessara tveggja nýliða í deildinni. „Ég er mjög spenntur fyrir næsta leik sem og öllum leikjum, Njarðvík vann Hauka í fyrsta leik þannig við þurfum að mæta virkilega klárar í þann leik,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum