Tækifærin eru í Fjarðabyggð: Uppbygging á grænum orkugarði á Reyðarfirði Jón Björn Hákonarson skrifar 8. október 2021 15:01 Nýlega var haldinn á Reyðarfirði fjölmennur íbúafundur vegna hugmynda sem uppi hafa verið um uppbyggingu á grænum orkugarði í Fjarðabyggð þar sem höfuðáhersla verður lögð á framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði. Í júlí sl. var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og danska fjárfestingarsjóðsins CIP um að kanna fýsileika þess að hefja slíkt verkefni á Reyðarfirði. Um er að ræða stórt og mjög spennandi verkefni sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa verið einhuga um að vinna að. En hvað þýðir uppbygging á grænum orkugarði og hvað felst í því fyrir samfélagið í Fjarðabyggð og landið allt ef því er að skipta? Risavaxið verkefni orkuskipta er framundan Framundan er risavaxið verkefni á Íslandi og heiminum öllum sem varðaer snýr að orkuskiptum. Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið og hætta brennslu á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur orðið til þess að heimurinn allur leitar nú lausna til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhvefisvæna orkugjafa og finna hagkvæmar lausnir til framleiðslu þeirra. Hluti af þessu er t.a.m. sú mikla fjölgun sem orðið hefur á rafbílum að undaförnu, tækni þeirra hefur fleytt fram á allra síðustu árum og rafmagnsbílar eru að ryðja sér til rúms sem ákjósanlegur kostur fyrir almenning. En rafmagn mun ekki henta sem orkugjafi á öllum sviðum. Í ýmsum stærri tækjum s.s. í flutningabílum, skipum og flugvélum, þarf að finna aðrar lausnir og þar kemur vetni sterkt inn sem fýsilegur orkugjafi enda ein hreinasta afurð sem völ er á. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Grænir orkugarðar skapa tækifæri – það er okkar að nýta þau Það er ekki tilviljun að Fjarðabyggð sé einn af þeim kostum sem horft er til þegar valin er staðsetning fyrir svona verkefni. Horft hefur verið til þess hve öflugir innviðir sveitarfélagsins eru, hvort sem horft er til hafnarmannvirkja, vatnsveitu eða annarra þátta. Þá býr samfélagið okkar vel að því að íbúar eru vanir að takast á við verkefni af slíkri stærðargráðu. Við höfum gert það áður og gerðum það vel. Fjarðabyggð býr vel því til staðar eru í sveitarfélaginu fjöldi öfluga og framsækinna fyrirtækja sem standa nú frammi fyrir því verkefni sem orkuskipti eru. Að undanförnu hefur átt sér stað samtal við mörg af stærstu fyrirtækjum á svæðinu og þeim kynntir þeir möguleikar sem í því felast að í Fjarðabyggð byggist upp grænn orkugarður. Ég hef fulla trú á að Fjarðabyggð eigi góða möguleika á að verða í fremstu röð þeirra staða þar sem framleiðsla og notkun á grænum orkugjöfum fer fram. Það rennir enn frekari stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er fyrir ásamt því að fjölbreytt störf munu skapast. Á það bæði við um uppbygginguna sem þarf að fara í og þau störf sem til verða við framleiðsluna sjálfa, sem og störf í þeim fyrirtækjum sem geta nýtt sér hliðarafurðirnar. Stefna Fjarðabyggðar er að verða miðstöð framleiðslu grænnrar orku á Íslandi og leggja þannig sitt af mörkum í því risavaxna verkefni sem bíður okkar allra varðandi orkuskipti. Tækifærin fyrir Fjarðabyggð í þessu verkefni eru fjölmörg – við þurfum bara að vera tilbúin að grípa þau þegar þau gefast. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Orkumál Jón Björn Hákonarson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var haldinn á Reyðarfirði fjölmennur íbúafundur vegna hugmynda sem uppi hafa verið um uppbyggingu á grænum orkugarði í Fjarðabyggð þar sem höfuðáhersla verður lögð á framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði. Í júlí sl. var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og danska fjárfestingarsjóðsins CIP um að kanna fýsileika þess að hefja slíkt verkefni á Reyðarfirði. Um er að ræða stórt og mjög spennandi verkefni sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa verið einhuga um að vinna að. En hvað þýðir uppbygging á grænum orkugarði og hvað felst í því fyrir samfélagið í Fjarðabyggð og landið allt ef því er að skipta? Risavaxið verkefni orkuskipta er framundan Framundan er risavaxið verkefni á Íslandi og heiminum öllum sem varðaer snýr að orkuskiptum. Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið og hætta brennslu á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur orðið til þess að heimurinn allur leitar nú lausna til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhvefisvæna orkugjafa og finna hagkvæmar lausnir til framleiðslu þeirra. Hluti af þessu er t.a.m. sú mikla fjölgun sem orðið hefur á rafbílum að undaförnu, tækni þeirra hefur fleytt fram á allra síðustu árum og rafmagnsbílar eru að ryðja sér til rúms sem ákjósanlegur kostur fyrir almenning. En rafmagn mun ekki henta sem orkugjafi á öllum sviðum. Í ýmsum stærri tækjum s.s. í flutningabílum, skipum og flugvélum, þarf að finna aðrar lausnir og þar kemur vetni sterkt inn sem fýsilegur orkugjafi enda ein hreinasta afurð sem völ er á. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Grænir orkugarðar skapa tækifæri – það er okkar að nýta þau Það er ekki tilviljun að Fjarðabyggð sé einn af þeim kostum sem horft er til þegar valin er staðsetning fyrir svona verkefni. Horft hefur verið til þess hve öflugir innviðir sveitarfélagsins eru, hvort sem horft er til hafnarmannvirkja, vatnsveitu eða annarra þátta. Þá býr samfélagið okkar vel að því að íbúar eru vanir að takast á við verkefni af slíkri stærðargráðu. Við höfum gert það áður og gerðum það vel. Fjarðabyggð býr vel því til staðar eru í sveitarfélaginu fjöldi öfluga og framsækinna fyrirtækja sem standa nú frammi fyrir því verkefni sem orkuskipti eru. Að undanförnu hefur átt sér stað samtal við mörg af stærstu fyrirtækjum á svæðinu og þeim kynntir þeir möguleikar sem í því felast að í Fjarðabyggð byggist upp grænn orkugarður. Ég hef fulla trú á að Fjarðabyggð eigi góða möguleika á að verða í fremstu röð þeirra staða þar sem framleiðsla og notkun á grænum orkugjöfum fer fram. Það rennir enn frekari stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er fyrir ásamt því að fjölbreytt störf munu skapast. Á það bæði við um uppbygginguna sem þarf að fara í og þau störf sem til verða við framleiðsluna sjálfa, sem og störf í þeim fyrirtækjum sem geta nýtt sér hliðarafurðirnar. Stefna Fjarðabyggðar er að verða miðstöð framleiðslu grænnrar orku á Íslandi og leggja þannig sitt af mörkum í því risavaxna verkefni sem bíður okkar allra varðandi orkuskipti. Tækifærin fyrir Fjarðabyggð í þessu verkefni eru fjölmörg – við þurfum bara að vera tilbúin að grípa þau þegar þau gefast. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun