Moderna-þegar þurfa ekki að óttast aftur í tímann Snorri Másson skrifar 8. október 2021 19:36 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill Þórólfs Guðnasonar, sem ákvað í dag að hætta notkun Moderna. Vísir Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi í bili. Óttast er að bólusetningin valdi aukinni tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu en ekki er talin ástæða til að skoða tilvik aftur í tímann. Embætti sóttvarnalæknis byggir þessa ákvörðun á gögnum frá Norðurlöndunum sem virðast gefa til kynna marktækan mun á Moderna og öðrum bóluefnum þegar kemur að hjartabólgu og gollurshússbólgu. „Þetta er eitthvað sem við höfum líka séð hér á Íslandi sem betur fer ekki mörg tilvik,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sem bætir við að þetta geti verið lífshættulegar aukaverkanir. Oftar eru þær það þó ekki. „Oft er þetta eitthvað sem gengur yfir án meðferðar með hvíld og einhverjum bólgueyðandi lyfjum en þetta er eitthvað sem þarf alltaf að taka alvarlega,“ segir Kamilla. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur ef maður fékk Moderna á sínum tíma - hættan er mest fljótlega eftir bólusetningu. „Þetta virðist vera algengast á fyrstu þremur til fjórum dögunum eftir seinni bólusetninguna en eftirlitstíminn hjá Lyfjastofnun varðandi þetta er í kringum fjórar vikur,“ segir Kamilla. Mögulegt sé að Moderna verði í kjölfarið notað í öðrum skömmtum eða á aðra hópa en enn er beðið eftir frekari gögnum, meðal annars frá Lyfjastofnun Evrópu. „Þetta er eitthvað sem er ekki hægt að vita fyrirfram. Það er ekki hægt að komast að þessu nema það séu bólusettir nógu margir til að mjög sjaldgæfir atburðir geti átt sér stað. Þá verður samt líka að bregðast á viðeigandi hátt við og fara varlega.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Embætti sóttvarnalæknis byggir þessa ákvörðun á gögnum frá Norðurlöndunum sem virðast gefa til kynna marktækan mun á Moderna og öðrum bóluefnum þegar kemur að hjartabólgu og gollurshússbólgu. „Þetta er eitthvað sem við höfum líka séð hér á Íslandi sem betur fer ekki mörg tilvik,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sem bætir við að þetta geti verið lífshættulegar aukaverkanir. Oftar eru þær það þó ekki. „Oft er þetta eitthvað sem gengur yfir án meðferðar með hvíld og einhverjum bólgueyðandi lyfjum en þetta er eitthvað sem þarf alltaf að taka alvarlega,“ segir Kamilla. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur ef maður fékk Moderna á sínum tíma - hættan er mest fljótlega eftir bólusetningu. „Þetta virðist vera algengast á fyrstu þremur til fjórum dögunum eftir seinni bólusetninguna en eftirlitstíminn hjá Lyfjastofnun varðandi þetta er í kringum fjórar vikur,“ segir Kamilla. Mögulegt sé að Moderna verði í kjölfarið notað í öðrum skömmtum eða á aðra hópa en enn er beðið eftir frekari gögnum, meðal annars frá Lyfjastofnun Evrópu. „Þetta er eitthvað sem er ekki hægt að vita fyrirfram. Það er ekki hægt að komast að þessu nema það séu bólusettir nógu margir til að mjög sjaldgæfir atburðir geti átt sér stað. Þá verður samt líka að bregðast á viðeigandi hátt við og fara varlega.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8. október 2021 14:55