Segir galið að banna fólki að borða banana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2021 13:01 Guðmundur Emil segir að nikótín hafi verið að skemma hans líf. Ísland í dag Guðmundur Emil Jóhannsson er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára. Hann hafnaði á dögunum í þriðja sæti í einni stærstu vaxtarræktakeppni heims Arnold Classic. Guðmundur Emil keppti þar í ungmennaflokki í en mótið fór fram í Birmingham í Bretlandi. Þetta var aðeins annað vaxtarræktarmót sem Guðmundur tekur þátt í. Stefán Árni Pálsson hitti hann á dögunum fyrir Ísland í dag, þar sem honum líður best, í ræktinni. „Algeng mistök sem fólk gerir er það keyrir sig út á morgnanna og er bara þreytt eftir æfingu,“ segir Guðmundur, sem sjálfur velur að ganga á hlaupabrettinu og halda brennslunni á bilinu 120 til 140. Hann tekur tvær æfingar á dag sex daga vikunnar. Hann er með bakgrunn í fótbolta þar sem hann var markmaður en segir að hann hafi ekki einfaldlega verið nógu hávaxinn. „Ég væri í landsliðinu ef ég hefði náð hæðinni, vil ég meina,“ segir Guðmundur. Eftir fótboltann byrjaði hann að lyfta og fann sig strax í því. Stressið hættulegt Árið 2017 veiktist Guðmundur illa og má segja að eftir þau veikindi hafi hann ákveðið að lifa mun heilsusamlegra lífi. „Kerfið veiktist og ég fékk blóðsýkingu og ekkert vitað af hverju.“ Hann fékk einnig lungnabólgu og var í þrjár vikur á sjúkrahúsi, sem hann segir að hafi verið gífurlegt áfall. „Eftir það hef ég pælt svo miklu meira í heilsunni,“ segir Guðmundur, sem var á fullu í prófum og vinnu þegar hann veiktist og borðaði ruslmat og drakk koffíndrykki á nóttunni til þess að komast í gegnum dagana á litlum svefni. Nú heldur hann sér í góðu jafnvægi. „Stressið er að fita fólk upp, stress er að láta fólk verða veikt.“ Trúir ekki á boð og bönn Hann segir að flestir ættu að lyfta þungu tvisvar til fjórum sinnum í viku. Guðmundur segir að töluvert sem vilja reyna að létta sig borði einfaldlega of lítið. „Brauð er ekkert óhollt, það er það sem er að fara ofan á brauðið.“ Hann trúir ekki á boð og bönn þegar kemur að mataræði. „Sumir þjálfarar segja, ekki borða banana. Það er bara mesta bullshit sem ég hef heyrt.“ Guðmundur hefur hreinlega slegið í gegn á miðlinum TikTok og þar hafa sum myndbönd hans fengið tæplega tvö hundruð þúsund áhorf. Þar gefur hann mikið af ráðum og hvetur fólk áfram. Þar er hann meðal annars að tala gegn nikótíni. „Það var alveg að skemma líf mitt. Það þrengir æðarnar, minnkar matarlyst“ Ísland í dag Heilsa Áfengi og tóbak Matur Tengdar fréttir Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn „Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957. 7. ágúst 2021 10:01 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Guðmundur Emil keppti þar í ungmennaflokki í en mótið fór fram í Birmingham í Bretlandi. Þetta var aðeins annað vaxtarræktarmót sem Guðmundur tekur þátt í. Stefán Árni Pálsson hitti hann á dögunum fyrir Ísland í dag, þar sem honum líður best, í ræktinni. „Algeng mistök sem fólk gerir er það keyrir sig út á morgnanna og er bara þreytt eftir æfingu,“ segir Guðmundur, sem sjálfur velur að ganga á hlaupabrettinu og halda brennslunni á bilinu 120 til 140. Hann tekur tvær æfingar á dag sex daga vikunnar. Hann er með bakgrunn í fótbolta þar sem hann var markmaður en segir að hann hafi ekki einfaldlega verið nógu hávaxinn. „Ég væri í landsliðinu ef ég hefði náð hæðinni, vil ég meina,“ segir Guðmundur. Eftir fótboltann byrjaði hann að lyfta og fann sig strax í því. Stressið hættulegt Árið 2017 veiktist Guðmundur illa og má segja að eftir þau veikindi hafi hann ákveðið að lifa mun heilsusamlegra lífi. „Kerfið veiktist og ég fékk blóðsýkingu og ekkert vitað af hverju.“ Hann fékk einnig lungnabólgu og var í þrjár vikur á sjúkrahúsi, sem hann segir að hafi verið gífurlegt áfall. „Eftir það hef ég pælt svo miklu meira í heilsunni,“ segir Guðmundur, sem var á fullu í prófum og vinnu þegar hann veiktist og borðaði ruslmat og drakk koffíndrykki á nóttunni til þess að komast í gegnum dagana á litlum svefni. Nú heldur hann sér í góðu jafnvægi. „Stressið er að fita fólk upp, stress er að láta fólk verða veikt.“ Trúir ekki á boð og bönn Hann segir að flestir ættu að lyfta þungu tvisvar til fjórum sinnum í viku. Guðmundur segir að töluvert sem vilja reyna að létta sig borði einfaldlega of lítið. „Brauð er ekkert óhollt, það er það sem er að fara ofan á brauðið.“ Hann trúir ekki á boð og bönn þegar kemur að mataræði. „Sumir þjálfarar segja, ekki borða banana. Það er bara mesta bullshit sem ég hef heyrt.“ Guðmundur hefur hreinlega slegið í gegn á miðlinum TikTok og þar hafa sum myndbönd hans fengið tæplega tvö hundruð þúsund áhorf. Þar gefur hann mikið af ráðum og hvetur fólk áfram. Þar er hann meðal annars að tala gegn nikótíni. „Það var alveg að skemma líf mitt. Það þrengir æðarnar, minnkar matarlyst“
Ísland í dag Heilsa Áfengi og tóbak Matur Tengdar fréttir Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn „Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957. 7. ágúst 2021 10:01 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn „Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957. 7. ágúst 2021 10:01