Fyrrum markvörður Man Utd á leið til Íslendingaliðs Venezia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2021 18:16 Sergio Romero er á leið til Venezia. Michael Regan/Getty Images Argentíski markvörðurinn Sergio Romero er að ganga í raðir ítalska félagsins Venezia. Þrír Íslendingar eru á mála hjá félaginu. Venezia - nýliði í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni - er sem stendur í 17. sæti deildarinnar með fimm stig að loknum sjö leikjum. Liðið hefur fengið á sig 12 mörk í leikjunum sjö og hefur nú leitað á það ráð að fá nýjan markvörð til liðsins. Unnendur enska boltans þekkja til kappans en hann var varamarkvörður Manchester United um árabil og lengi vel talinn sá besti á þeim vettvangi. Það er einn traustasti varamarkvörður síðari ára. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að hinn 34 ára gamli Romero sé á leið til Venezia og samningar verði undirritaðir á morgun, þriðjudag. Argentinian goalkeeper Sergio Romero had his medical with Venezia today. Former Man Utd player is expected to sign his contract tomorrow - final details to be fixed then he ll join Venezia as free agent. #transfersChelsea were considering Romero before signing Bettinelli. https://t.co/L6lfBzkA79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2021 Romero hefur verið án félags síðan samningur hans við Man United rann út í sumar. Hann þekkir vel til ítalska boltans eftir að hafa leikið með Sampdoria frá 2011 til 2015. Þrátt fyrir að hafa verið varamarkvörður undanfarin ár er Romero einkar reynslumikill eftir að hafa spilað í Argentínu, Hollandi, Ítalíu, Frakklandi og Englandi. Þá var hann lengi vel fastamaður í argentíska landsliðinu en hann á alls að baki 96 landsleiki fyrir þjóð sína. Til að mynda stóð hann í markinu er Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014. Venezia er sannkallað Íslendingalið en Bjarki Steinn Bjarkason og Arnór Sigurðsson eru í leikmannahóp liðsins í dag, sá síðarnefndi er á láni frá CSKA Moskvu. Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Siena í Serie C um þessar mundir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Venezia - nýliði í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni - er sem stendur í 17. sæti deildarinnar með fimm stig að loknum sjö leikjum. Liðið hefur fengið á sig 12 mörk í leikjunum sjö og hefur nú leitað á það ráð að fá nýjan markvörð til liðsins. Unnendur enska boltans þekkja til kappans en hann var varamarkvörður Manchester United um árabil og lengi vel talinn sá besti á þeim vettvangi. Það er einn traustasti varamarkvörður síðari ára. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að hinn 34 ára gamli Romero sé á leið til Venezia og samningar verði undirritaðir á morgun, þriðjudag. Argentinian goalkeeper Sergio Romero had his medical with Venezia today. Former Man Utd player is expected to sign his contract tomorrow - final details to be fixed then he ll join Venezia as free agent. #transfersChelsea were considering Romero before signing Bettinelli. https://t.co/L6lfBzkA79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2021 Romero hefur verið án félags síðan samningur hans við Man United rann út í sumar. Hann þekkir vel til ítalska boltans eftir að hafa leikið með Sampdoria frá 2011 til 2015. Þrátt fyrir að hafa verið varamarkvörður undanfarin ár er Romero einkar reynslumikill eftir að hafa spilað í Argentínu, Hollandi, Ítalíu, Frakklandi og Englandi. Þá var hann lengi vel fastamaður í argentíska landsliðinu en hann á alls að baki 96 landsleiki fyrir þjóð sína. Til að mynda stóð hann í markinu er Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014. Venezia er sannkallað Íslendingalið en Bjarki Steinn Bjarkason og Arnór Sigurðsson eru í leikmannahóp liðsins í dag, sá síðarnefndi er á láni frá CSKA Moskvu. Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Siena í Serie C um þessar mundir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira