Svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ástralska landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2021 13:00 Leikmenn ástralska landsliðsins þvertaka fyrir það að kynferðisleg áreitni, einelti og önnur óviðeigandi hegðun líðist innan liðsins. getty/Tim Clayton Sam Kerr og stöllur hennar í ástralska fótboltalandsliðinu hafa svarað fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og einelti innan liðsins. Lisa De Vanna, sem er næstleikjahæst og næstmarkahæst í sögu ástralska landsliðsins með 150 leiki og 47 mörk, steig fram á dögunum og greindi frá eitraðri menningu innan landsliðsins. Hún sagðist hafa verið kynferðislega áreitt, lögð í einelti og útskúfuð og svona hegðun væri enn við lýði innan landsliðsins. Núverandi leikmenn ástralska landsliðsins hafa nú svarað fyrir ásakanir De Vannas, bæði sameiginlega og í sitt hvoru lagi. Þær segja leiðinlegt að heyra að henni hafi ekki þótt hún geta stigið fram fyrr og ætla að vinna með ástralska knattspyrnusambandinu, leikmannasamtökunum og öðrum aðilum til að tryggja að leikmenn geti greint frá óviðeigandi hegðun í sinn garð. Kerr, sem er án vafa stærsta stjarna ástralska liðsins og ein besta fótboltakona heims, sagði að landsliðið hafi verið öruggur staður fyrir sig í gegnum tíðina. „Ég hef verið hluti af þessu liði í tólf stórkostleg ár, síðan ég var fimmtán ára og til dagsins í dag. Í gegnum þann tíma hefur landsliðið verið griðarstaður fyrir mig og hjálpað mér að þroskast og verða sú manneskja og sá leikmaður sem ég er í dag. Ég tel mig lánsama að vera hluti af þessum ótrúlega hóp,“ sagði Kerr sem er fyrirliði ástralska landsliðsins. Lisa de Vanna lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði. Hún bar fyrrverandi samherjum sínum í ástralska landsliðinu ekki vel söguna.getty/Craig Mercer Aðrir leikmenn ástralska liðsins sem hafa tjáð sig taka í sama streng og Kerr og sagði andrúmsloftið innan liðsins sé gott og þeim líði vel þar. Varafyrirliðinn Steph Catley segist til að mynda hafa varið meiri tíma með félögum sínum í landsliðinu en fjölskyldu sinni og það hafi hjálpað sér á þroskabrautinni. Hún segist alltaf hafa upplifað sig örugga innan landsliðsins og fundist hún tilheyra hópnum. Catley kvaðst vera stolt af því að vera hluti af þessari fjölskyldu eins og hún kallar ástralska liðið. Ástralía endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í sumar sem er besti árangur liðsins á Ólympíuleikum frá upphafi. Þarnæsta sumar verður Ástralía á heimavelli á HM. Fótbolti Ástralía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Lisa De Vanna, sem er næstleikjahæst og næstmarkahæst í sögu ástralska landsliðsins með 150 leiki og 47 mörk, steig fram á dögunum og greindi frá eitraðri menningu innan landsliðsins. Hún sagðist hafa verið kynferðislega áreitt, lögð í einelti og útskúfuð og svona hegðun væri enn við lýði innan landsliðsins. Núverandi leikmenn ástralska landsliðsins hafa nú svarað fyrir ásakanir De Vannas, bæði sameiginlega og í sitt hvoru lagi. Þær segja leiðinlegt að heyra að henni hafi ekki þótt hún geta stigið fram fyrr og ætla að vinna með ástralska knattspyrnusambandinu, leikmannasamtökunum og öðrum aðilum til að tryggja að leikmenn geti greint frá óviðeigandi hegðun í sinn garð. Kerr, sem er án vafa stærsta stjarna ástralska liðsins og ein besta fótboltakona heims, sagði að landsliðið hafi verið öruggur staður fyrir sig í gegnum tíðina. „Ég hef verið hluti af þessu liði í tólf stórkostleg ár, síðan ég var fimmtán ára og til dagsins í dag. Í gegnum þann tíma hefur landsliðið verið griðarstaður fyrir mig og hjálpað mér að þroskast og verða sú manneskja og sá leikmaður sem ég er í dag. Ég tel mig lánsama að vera hluti af þessum ótrúlega hóp,“ sagði Kerr sem er fyrirliði ástralska landsliðsins. Lisa de Vanna lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði. Hún bar fyrrverandi samherjum sínum í ástralska landsliðinu ekki vel söguna.getty/Craig Mercer Aðrir leikmenn ástralska liðsins sem hafa tjáð sig taka í sama streng og Kerr og sagði andrúmsloftið innan liðsins sé gott og þeim líði vel þar. Varafyrirliðinn Steph Catley segist til að mynda hafa varið meiri tíma með félögum sínum í landsliðinu en fjölskyldu sinni og það hafi hjálpað sér á þroskabrautinni. Hún segist alltaf hafa upplifað sig örugga innan landsliðsins og fundist hún tilheyra hópnum. Catley kvaðst vera stolt af því að vera hluti af þessari fjölskyldu eins og hún kallar ástralska liðið. Ástralía endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í sumar sem er besti árangur liðsins á Ólympíuleikum frá upphafi. Þarnæsta sumar verður Ástralía á heimavelli á HM.
Fótbolti Ástralía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira