Erlent

Minnst fjórir létust í árás bogamanns í Kongsberg

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Minnst fjórir eru látnir og fleiri slasaðir.
Minnst fjórir eru látnir og fleiri slasaðir. EPA-EFE/HAKON MOSVOLD LARSEN

Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis.  Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn.

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa staðið yfir í Kongsberg í Noregi vegna manns sem skaut á eftir fólki með boga og örvum nú síðdegis. Samkvæmt nýjustu upplýsingum létust minnst fjórir í árásinni og fleiri eru slasaðir. VG greinir frá.

Margir sjúkrabílar voru sendir til aðstoðar og herinn er einnig á svæðinu. Fólk hefur verið beðið um að halda sig heima.

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa staðið yfir í Kongsberg í Noregi síðan síðdegis í dag.EPA-EFE/HAKON MOSVOLD LARSEN

Elsa Giljan, íslensk kona sem býr í bænum, segir í samtali við fréttastofu að mikil óvissa sé um stöðuna. Elsa frétti fyrst af atburðunum þegar sonur hennar hringdi í hana og lét hana vita að maður væri að skjóta á eftir fólki með boga. Lögregla var þá komin á staðinn. Að sögn Elsu var sonur hennar í um það bil hundrað og fimmtíu metra fjarlægð frá staðnum þar sem árásarmaðurinn á að hafa verið.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×