Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2021 22:50 Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfu Tindastóls gegn KR. vísir/bára Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Shawn Glover skoraði 23 stig gegn sínum gömlu félögum í kvöld. Hann kom KR yfir, 82-80, þegar átján sekúndur voru eftir af leiknum. Tindastóll fór í sókn og boltinn endaði úti í horninu á Sigtryggi Arnari Björnssyni sem setti niður þriggja stiga skot, 82-83, þegar sex sekúndur voru eftir. KR fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokasókn sinni. Boltinn barst á Glover sem tókst að slíta sig lausan en skot hans geigaði og Tindastóll fagnaði sigri í hörkuleik. Javon Bess skoraði 27 stig fyrir Tindastól. Tawio Badmus var með sextán stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson fimmtán. Stólarnir hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu á meðan KR-ingar eru með tvö stig. Dani Koljanin og Adama Darbo skoruðu sautján stig hvor fyrir KR. Javon Bess var stigahæstur á vellinum með 27 stig.vísir/bára Bæði lið voru verulega ryðguð í sókninni í 1. leikhluta. Hvorugt þeirra hitti neitt og þá töpuðu KR-ingar boltanum sjö sinnum. Tindastóll leiddi með þremur stigum, 13-16, eftir 1. leikhluta. KR-ingar spiluðu stórvel í 2. leikhluta sem þeir unnu, 31-18. Björn Kristjánsson og Koljanin áttu góðar rispur og KR náði mest 11 stiga forskoti, 34-23. Brynjar Þór Björnsson kórónaði svo flottan leikhluta KR-inga þegar hann setti niður flautukörfu undir lok fyrri hálfleiks, 44-34. Það voru einu stig Brynjars í fyrri hálfleik. Stuðningsmenn KR fagna eftir að Brynjar Þór Björnsson skoraði flautukörfu undir lok fyrri hálfleiks.vísir/bára Eftir að hafa tapað boltanum sjö sinnum í 1. leikhluta gerðu KR-ingar það aðeins þrisvar í 2. leikhluta. Stólarnir voru áfram ískaldir fyrir utan og voru aðeins með tíu prósent þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti, leiddir áfram af Sigurði á báðum endum vallarins. Stólarnir spiluðu frábæra vörn og KR-ingar skoruðu aðeins fjórtán stig í 3. leikhluta. Á meðan varð sóknarleikur Stólanna skilvirkari þótt þeir héldu áfram að hitta illa fyrir utan. Þeir settu þó niður tvær þriggja stiga körfur í röð og komust fjórum stigum yfir, 53-57, undir lok 3. leikhluta. Þá kviknaði á Glover sem skoraði fimm stig í röð og KR leiddi því með einu stigi, 58-57, fyrir lokaleikhlutann. Shawn Glover leggur boltann í körfuna.vísir/bára Þessi rispa Glovers sló Stólana ekki út af laginu og þeir héldu áfram þar sem frá var horfið í 3. leikhluta. Vörnin var áfram þétt og þeir byrjuðu að setja niður skot fyrir utan. Stólarnir komust mest sjö stigum yfir og virtust of sterkir fyrir KR-inga. En heimamenn gáfust ekki upp og jöfnuðu í 74-74 þegar tvær mínútur voru eftir. Darbo kom KR yfir, 76-74, en Bess minnkaði muninn í eitt stig af vítalínunni. KR-ingar fengu boltann þegar um fjörutíu sekúndur voru eftir en ruðningur var dæmdur á Þóri. Brynjar var ekki sáttur með dóminn, mótmælti og uppskar sína aðra tæknivillu og því brottrekstur út úr húsi. Bess setti vítið niður, jafnaði í 76-76, og Stólarnir fengu boltann þegar 37 sekúndur voru eftir. Boltinn endaði í höndunum hjá Bess sem reyndi skot þegar sjö sekúndur voru eftir en Koljanin varði það. KR fékk tækifæri til að vinna leikinn en skot Björns geigaði og því þurfti að framlengja. Dani Koljnain lék vel í liði KR.vísir/bára Liðin virkuðu ansi lúin í framlengingunni og gekk illa að setja stig á töfluna. Fyrsta karfan kom ekki fyrr en eftir tæpar þrjár mínútur af framlengingunni en þá kom Badmus Stólunum yfir, 76-78. Koljanin setti svo niður eitt vítaskot eftir að Thomas Kalmeba-Massamba fékk óíþróttamannslega villu en Bess kom Tindastóli þremur stigum yfir af vítalínunni, 76-79. Darbo svaraði með þriggja stiga körfu og jafnaði í 80-80 þegar mínúta var eftir. Sigurður fékk svo dæmdar á sig þrjár sekúndur og Glover kom KR-ingum yfir, 82-80. En þeir gleymdu sér illa í næstu sókn og skildu Sigtrygg Arnar eftir opinn í horninu. Hann refsaði og tryggði Tindastóli sigurinn, 82-83. Sigurður Gunnar Þorsteinsson fagnar með stuðningsmönnum Tindastóls.vísir/bára Af hverju vann Tindastóll? Lítið bar liðanna í milli í kvöld. KR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik en Stólarnir náðu undirtökunum með frábærri vörn í seinni hálfleik. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn en sigurinn féll Tindastólsmegin. Hverjir stóðu upp úr? Bess var besti maður vallarins, skoraði 27 stig og var langhættulegasti sóknarmaður Tindastóls. Badmus átti góða kafla og Sigurður var öflugur, sérstaklega í 3. leikhluta. Koljanin stóð upp úr hjá KR. Hann skoraði sautján stig og hitti úr sjö af ellefu skotum sínum. Darbo var góður og Glover átti sína spretti þótt hann hafi oft spilað betur. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stólanna í fyrri hálfleik var afleitur. Liðinu gekk bölvanlega að skora og hitti aðeins úr tveimur af tuttugu þriggja stiga skotum sínum. Í seinni hálfleik átti KR svo í miklum vandræðum í sókninni, sérstaklega í 3. leikhluta. Þórir hefur oft átt betri leik en í kvöld. Hann tók vissulega þrettán fráköst en skoraði sex stig úr níu skotum og tapaði boltanum átta sinnum. Þá fékk KR aðeins fimm stig af bekknum gegn tólf hjá Tindastóli. Miðið hjá Kalmeba-Massamba var ekki stillt í kvöld en hann brenndi af öllum níu þriggja stiga skotum sínum og sum voru ekki nálægt því að fara ofan í. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn mætir Tindastóll Skallagrími í Borgarnesi í 32-liða úrslitum VÍS-bikarsins. Eftir viku sækir KR Grindavík heim í 3. umferð Subway-deildarinnar á meðan Tindastóll fær nýliða Breiðabliks í heimsókn. Þetta eru fyrsti útileikur KR-inga og fyrsti heimaleikur Stólanna. Helgi Már: Fannst við eiga að taka þetta Ísak Ernir Kristinsson hendir Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi.vísir/bára Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, sagði að það hafi verið sárt að kyngja tapinu fyrir Tindastóli í framlengdum leik í kvöld. „Þetta var hörkuleikur. Við hefðum getað tekið þetta og mér fannst við eiga að taka þetta en við lokuðum ekki leiknum og gerðum varnarmistök sem gerðu það að verkum að Sigtryggur endaði með opinn þrist,“ sagði Helgi og vísaði til þess þegar Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfu Tindastóls. KR-ingar voru mistækir í sókninni og gerðu mörg mistök. „Við töpuðum boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið sem fyrir gott úrvalsdeildarlið,“ sagði Helgi. KR lék mjög vel í 2. leikhluta sem liðið vann, 31-18. „Við vorum ákveðnir í vörninni, héldum skipulaginu og þröngvuðum þá í þau skot sem við lögðum upp með,“ sagði Helgi. Stólarnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. En KR-ingar gáfu sig ekki, jöfnuðu og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Helgi hefði viljað sjá sína menn svara ágengni Stólanna betur. „Þeir voru ákveðnir í vörninni og fengu að komast upp með að setja hendur á menn og þá þarf maður að bregðast við. Þú þarft að vera sá ágengi, ekki sá sem lúffar. Þeir náðu áhlaupi og það kom smá fát á okkur,“ sagði Helgi. „Þetta var hörkuleikur og við hefðum getað lokað þessu. En svo kom framlengingin. Stólarnir eru rosalega góðir og gerðu þetta vel.“ Undir lok leiksins henti Ísak Ernir Kristinsson Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi þegar hann gaf honum sína aðra tæknivillu. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm. „Ég spurði hann og hann sagði að hann hefði tvisvar verið ágengur. Ég veit ekki. Persónulega finnst mér að undir lok leikja sé allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir. En það er eins og það er. Þeir fengu líka óíþróttamannslega villu sem ég sá ekki. Kannski núllast þetta út á endanum,“ sagði Helgi. „Ég var meira ósáttur við ruðninginn sem Thomas Kalmeba-Massamba fékk. Hann gerði mjög mikið úr þessari snertingu þegar hann var nýbúinn að fá aðvörun. En mögulega var þetta ruðningur.“ Baldur: Litum út fyrir að vera með orku í framlengingunni Baldur Þór Ragnarsson segir sínum mönnum til.vísir/bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var glaðbeittur eftir sigurinn á KR í kvöld. Stólarnir fögnuðu stigunum tveimur vel og innilega. „Framlenging og jafn leikur. Það er gaman að vinna og menn fagna, sérstaklega í KR-heimilinu,“ sagði Baldur eftir leik. „Það er svo sterk deild. Það eru svo mörg góð lið í henni og það verða fullt af svona leikjum í vetur. Þetta verður stál í stál.“ Tindastóll var tíu stigum undir, 44-34, í hálfleik en tók sig taki eftir hlé, sérstaklega á varnarhelmingnum. „Þeir gerðu vel að sækja á okkur í 2. leikhluta. Á sama tíma vorum við í vandræðum, bæði í vörn og sókn. Við gáfum í varnarlega en KR-ingar gerðu líka vel varnarmegin. Ég tek sigurinn,“ sagði Baldur. Hann var sáttur með eitt og annað í leik Tindastóls í kvöld, sérstaklega úthaldið sem hans menn sýndu. „Við litum út fyrir að vera með orku í framlengingunni og spiluðum áfram þegar allir voru orðnir þreyttir,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deild karla KR Tindastóll
Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Shawn Glover skoraði 23 stig gegn sínum gömlu félögum í kvöld. Hann kom KR yfir, 82-80, þegar átján sekúndur voru eftir af leiknum. Tindastóll fór í sókn og boltinn endaði úti í horninu á Sigtryggi Arnari Björnssyni sem setti niður þriggja stiga skot, 82-83, þegar sex sekúndur voru eftir. KR fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokasókn sinni. Boltinn barst á Glover sem tókst að slíta sig lausan en skot hans geigaði og Tindastóll fagnaði sigri í hörkuleik. Javon Bess skoraði 27 stig fyrir Tindastól. Tawio Badmus var með sextán stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson fimmtán. Stólarnir hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu á meðan KR-ingar eru með tvö stig. Dani Koljanin og Adama Darbo skoruðu sautján stig hvor fyrir KR. Javon Bess var stigahæstur á vellinum með 27 stig.vísir/bára Bæði lið voru verulega ryðguð í sókninni í 1. leikhluta. Hvorugt þeirra hitti neitt og þá töpuðu KR-ingar boltanum sjö sinnum. Tindastóll leiddi með þremur stigum, 13-16, eftir 1. leikhluta. KR-ingar spiluðu stórvel í 2. leikhluta sem þeir unnu, 31-18. Björn Kristjánsson og Koljanin áttu góðar rispur og KR náði mest 11 stiga forskoti, 34-23. Brynjar Þór Björnsson kórónaði svo flottan leikhluta KR-inga þegar hann setti niður flautukörfu undir lok fyrri hálfleiks, 44-34. Það voru einu stig Brynjars í fyrri hálfleik. Stuðningsmenn KR fagna eftir að Brynjar Þór Björnsson skoraði flautukörfu undir lok fyrri hálfleiks.vísir/bára Eftir að hafa tapað boltanum sjö sinnum í 1. leikhluta gerðu KR-ingar það aðeins þrisvar í 2. leikhluta. Stólarnir voru áfram ískaldir fyrir utan og voru aðeins með tíu prósent þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti, leiddir áfram af Sigurði á báðum endum vallarins. Stólarnir spiluðu frábæra vörn og KR-ingar skoruðu aðeins fjórtán stig í 3. leikhluta. Á meðan varð sóknarleikur Stólanna skilvirkari þótt þeir héldu áfram að hitta illa fyrir utan. Þeir settu þó niður tvær þriggja stiga körfur í röð og komust fjórum stigum yfir, 53-57, undir lok 3. leikhluta. Þá kviknaði á Glover sem skoraði fimm stig í röð og KR leiddi því með einu stigi, 58-57, fyrir lokaleikhlutann. Shawn Glover leggur boltann í körfuna.vísir/bára Þessi rispa Glovers sló Stólana ekki út af laginu og þeir héldu áfram þar sem frá var horfið í 3. leikhluta. Vörnin var áfram þétt og þeir byrjuðu að setja niður skot fyrir utan. Stólarnir komust mest sjö stigum yfir og virtust of sterkir fyrir KR-inga. En heimamenn gáfust ekki upp og jöfnuðu í 74-74 þegar tvær mínútur voru eftir. Darbo kom KR yfir, 76-74, en Bess minnkaði muninn í eitt stig af vítalínunni. KR-ingar fengu boltann þegar um fjörutíu sekúndur voru eftir en ruðningur var dæmdur á Þóri. Brynjar var ekki sáttur með dóminn, mótmælti og uppskar sína aðra tæknivillu og því brottrekstur út úr húsi. Bess setti vítið niður, jafnaði í 76-76, og Stólarnir fengu boltann þegar 37 sekúndur voru eftir. Boltinn endaði í höndunum hjá Bess sem reyndi skot þegar sjö sekúndur voru eftir en Koljanin varði það. KR fékk tækifæri til að vinna leikinn en skot Björns geigaði og því þurfti að framlengja. Dani Koljnain lék vel í liði KR.vísir/bára Liðin virkuðu ansi lúin í framlengingunni og gekk illa að setja stig á töfluna. Fyrsta karfan kom ekki fyrr en eftir tæpar þrjár mínútur af framlengingunni en þá kom Badmus Stólunum yfir, 76-78. Koljanin setti svo niður eitt vítaskot eftir að Thomas Kalmeba-Massamba fékk óíþróttamannslega villu en Bess kom Tindastóli þremur stigum yfir af vítalínunni, 76-79. Darbo svaraði með þriggja stiga körfu og jafnaði í 80-80 þegar mínúta var eftir. Sigurður fékk svo dæmdar á sig þrjár sekúndur og Glover kom KR-ingum yfir, 82-80. En þeir gleymdu sér illa í næstu sókn og skildu Sigtrygg Arnar eftir opinn í horninu. Hann refsaði og tryggði Tindastóli sigurinn, 82-83. Sigurður Gunnar Þorsteinsson fagnar með stuðningsmönnum Tindastóls.vísir/bára Af hverju vann Tindastóll? Lítið bar liðanna í milli í kvöld. KR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik en Stólarnir náðu undirtökunum með frábærri vörn í seinni hálfleik. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn en sigurinn féll Tindastólsmegin. Hverjir stóðu upp úr? Bess var besti maður vallarins, skoraði 27 stig og var langhættulegasti sóknarmaður Tindastóls. Badmus átti góða kafla og Sigurður var öflugur, sérstaklega í 3. leikhluta. Koljanin stóð upp úr hjá KR. Hann skoraði sautján stig og hitti úr sjö af ellefu skotum sínum. Darbo var góður og Glover átti sína spretti þótt hann hafi oft spilað betur. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stólanna í fyrri hálfleik var afleitur. Liðinu gekk bölvanlega að skora og hitti aðeins úr tveimur af tuttugu þriggja stiga skotum sínum. Í seinni hálfleik átti KR svo í miklum vandræðum í sókninni, sérstaklega í 3. leikhluta. Þórir hefur oft átt betri leik en í kvöld. Hann tók vissulega þrettán fráköst en skoraði sex stig úr níu skotum og tapaði boltanum átta sinnum. Þá fékk KR aðeins fimm stig af bekknum gegn tólf hjá Tindastóli. Miðið hjá Kalmeba-Massamba var ekki stillt í kvöld en hann brenndi af öllum níu þriggja stiga skotum sínum og sum voru ekki nálægt því að fara ofan í. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn mætir Tindastóll Skallagrími í Borgarnesi í 32-liða úrslitum VÍS-bikarsins. Eftir viku sækir KR Grindavík heim í 3. umferð Subway-deildarinnar á meðan Tindastóll fær nýliða Breiðabliks í heimsókn. Þetta eru fyrsti útileikur KR-inga og fyrsti heimaleikur Stólanna. Helgi Már: Fannst við eiga að taka þetta Ísak Ernir Kristinsson hendir Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi.vísir/bára Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, sagði að það hafi verið sárt að kyngja tapinu fyrir Tindastóli í framlengdum leik í kvöld. „Þetta var hörkuleikur. Við hefðum getað tekið þetta og mér fannst við eiga að taka þetta en við lokuðum ekki leiknum og gerðum varnarmistök sem gerðu það að verkum að Sigtryggur endaði með opinn þrist,“ sagði Helgi og vísaði til þess þegar Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfu Tindastóls. KR-ingar voru mistækir í sókninni og gerðu mörg mistök. „Við töpuðum boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið sem fyrir gott úrvalsdeildarlið,“ sagði Helgi. KR lék mjög vel í 2. leikhluta sem liðið vann, 31-18. „Við vorum ákveðnir í vörninni, héldum skipulaginu og þröngvuðum þá í þau skot sem við lögðum upp með,“ sagði Helgi. Stólarnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. En KR-ingar gáfu sig ekki, jöfnuðu og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Helgi hefði viljað sjá sína menn svara ágengni Stólanna betur. „Þeir voru ákveðnir í vörninni og fengu að komast upp með að setja hendur á menn og þá þarf maður að bregðast við. Þú þarft að vera sá ágengi, ekki sá sem lúffar. Þeir náðu áhlaupi og það kom smá fát á okkur,“ sagði Helgi. „Þetta var hörkuleikur og við hefðum getað lokað þessu. En svo kom framlengingin. Stólarnir eru rosalega góðir og gerðu þetta vel.“ Undir lok leiksins henti Ísak Ernir Kristinsson Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi þegar hann gaf honum sína aðra tæknivillu. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm. „Ég spurði hann og hann sagði að hann hefði tvisvar verið ágengur. Ég veit ekki. Persónulega finnst mér að undir lok leikja sé allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir. En það er eins og það er. Þeir fengu líka óíþróttamannslega villu sem ég sá ekki. Kannski núllast þetta út á endanum,“ sagði Helgi. „Ég var meira ósáttur við ruðninginn sem Thomas Kalmeba-Massamba fékk. Hann gerði mjög mikið úr þessari snertingu þegar hann var nýbúinn að fá aðvörun. En mögulega var þetta ruðningur.“ Baldur: Litum út fyrir að vera með orku í framlengingunni Baldur Þór Ragnarsson segir sínum mönnum til.vísir/bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var glaðbeittur eftir sigurinn á KR í kvöld. Stólarnir fögnuðu stigunum tveimur vel og innilega. „Framlenging og jafn leikur. Það er gaman að vinna og menn fagna, sérstaklega í KR-heimilinu,“ sagði Baldur eftir leik. „Það er svo sterk deild. Það eru svo mörg góð lið í henni og það verða fullt af svona leikjum í vetur. Þetta verður stál í stál.“ Tindastóll var tíu stigum undir, 44-34, í hálfleik en tók sig taki eftir hlé, sérstaklega á varnarhelmingnum. „Þeir gerðu vel að sækja á okkur í 2. leikhluta. Á sama tíma vorum við í vandræðum, bæði í vörn og sókn. Við gáfum í varnarlega en KR-ingar gerðu líka vel varnarmegin. Ég tek sigurinn,“ sagði Baldur. Hann var sáttur með eitt og annað í leik Tindastóls í kvöld, sérstaklega úthaldið sem hans menn sýndu. „Við litum út fyrir að vera með orku í framlengingunni og spiluðum áfram þegar allir voru orðnir þreyttir,“ sagði Baldur að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum