„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2021 20:20 Ólafur Ragnar Grímsson í Hörpu í dag. Vísir/Egill Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. Hringborðið var sett í dag og er það fyrsti stóri alþjóðlegi viðburðurinn um málefni Norðurslóða síðan heimsfaraldurinn hófst. Yfir 100 málstofur með fleiri en 400 ræðumönnum eru á dagskrá þingsins. Leiðtogar þjóða, fyrirtækja, umhverfissamtaka, vísindastofnana o.fl. munu flytja ræður í Hörpunni. Sturgeon vakti lukku með athyglisverðri staðreynd Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands var á meðal þeirra sem héldu erindi í dag og vakti það nokkra lukku þegar hún sagði að styttra væri frá N-Skotlandi til Norðurheimskautsins en til London. Þá hlaut yfirlýsing Naaja Nathanielsen, ráðherra í ríkisstjórn Grænlands, mikið lófaklapp þegar hún tilkynnti að Grænlendingar hyggðust ekki nýta olíu- og gasauðlindir sem þar kunna að finnast. Dorrit Moussaieff var að sjálfsögðu mætt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sat við hlið hennar í Hörpu í dag.Vísir/Egill „Það hafa margar yfirlýsingar komið fram hér í dag sem sæta miklum tíðindum. Hvort sem það er þessi stefnumótun Skotlands sem að er líka mikið fagnaðarefni fyrir okkur Íslendinga og þáttaskilin sem eru að verða í Grænlandi eru slík að það verður meginverkefni okkar Íslendinga á næstu árum að taka þátt í því með Grænlendingum, færa okkur saman yfir í þessa nýju veröld,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðins í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann. Sagði Ólafur Ragnar að Ísland væri að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin kemur saman til að ræða norðurslóðir. Þetta sæist til dæmis í góðri mætingu af hálfu embættismanna Bandaríkjastjórnar. „Svo fannst mér líka skipta máli þessar ræður og svör fulltrúa Bandaríkjanna sem að hér voru. Það sýndi okkur að það hafa orðið ákveðin þáttaskil í Washington með nýrri ríkisstjórn. Hér voru allir helstu fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar ásamt öflugum öldungardeildarþingmönnum. Þannig að dagurinn í dag að heimsmyndin er að breytast og Ísland er að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin vill koma saman og ræða norðurslóðir,“ sagði Ólafur Ragnar. „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma“ Ræðu Sturgeon var beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem hún var síðasta stefnumótandi ræðan sem forsætisráðherra Skotlands flutti í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Þing Hringborðs Norðurslóða er af mörgum þátttakendum nýtt sem undirbúningur undir COP26 fundinn í Glasgow. Heimir Már spurði Ólaf Ragnar hver skilaboðin yrðu frá Hringborðinu inn á hið mikilvæga þing. Ólafur Ragnar var afar ánægður með bandarísku sendinefndina, sem sést hér upp á sviði með forsetanum fyrrverandi.Vísir/Egill „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma. Ísinn er að bráðna, jöklarnir eru að bráðna. Veðurfarið á jörðinni eru að breytast. Þeir sem ekki átta sig á því að norðurslóðir eru vitnisburður um það hvað er í húfi, þeim er eiginlega ekki viðbjargandi. Þannig að skilaboðin héðan til Glasgow eru: Nú er síðasti séns, kæru vinir til þess að sýna alvarlegar aðgerðir.“ Norðurslóðir Loftslagsmál Umhverfismál Ólafur Ragnar Grímsson COP26 Tengdar fréttir Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Hringborðið var sett í dag og er það fyrsti stóri alþjóðlegi viðburðurinn um málefni Norðurslóða síðan heimsfaraldurinn hófst. Yfir 100 málstofur með fleiri en 400 ræðumönnum eru á dagskrá þingsins. Leiðtogar þjóða, fyrirtækja, umhverfissamtaka, vísindastofnana o.fl. munu flytja ræður í Hörpunni. Sturgeon vakti lukku með athyglisverðri staðreynd Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands var á meðal þeirra sem héldu erindi í dag og vakti það nokkra lukku þegar hún sagði að styttra væri frá N-Skotlandi til Norðurheimskautsins en til London. Þá hlaut yfirlýsing Naaja Nathanielsen, ráðherra í ríkisstjórn Grænlands, mikið lófaklapp þegar hún tilkynnti að Grænlendingar hyggðust ekki nýta olíu- og gasauðlindir sem þar kunna að finnast. Dorrit Moussaieff var að sjálfsögðu mætt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sat við hlið hennar í Hörpu í dag.Vísir/Egill „Það hafa margar yfirlýsingar komið fram hér í dag sem sæta miklum tíðindum. Hvort sem það er þessi stefnumótun Skotlands sem að er líka mikið fagnaðarefni fyrir okkur Íslendinga og þáttaskilin sem eru að verða í Grænlandi eru slík að það verður meginverkefni okkar Íslendinga á næstu árum að taka þátt í því með Grænlendingum, færa okkur saman yfir í þessa nýju veröld,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðins í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann. Sagði Ólafur Ragnar að Ísland væri að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin kemur saman til að ræða norðurslóðir. Þetta sæist til dæmis í góðri mætingu af hálfu embættismanna Bandaríkjastjórnar. „Svo fannst mér líka skipta máli þessar ræður og svör fulltrúa Bandaríkjanna sem að hér voru. Það sýndi okkur að það hafa orðið ákveðin þáttaskil í Washington með nýrri ríkisstjórn. Hér voru allir helstu fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar ásamt öflugum öldungardeildarþingmönnum. Þannig að dagurinn í dag að heimsmyndin er að breytast og Ísland er að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin vill koma saman og ræða norðurslóðir,“ sagði Ólafur Ragnar. „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma“ Ræðu Sturgeon var beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem hún var síðasta stefnumótandi ræðan sem forsætisráðherra Skotlands flutti í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Þing Hringborðs Norðurslóða er af mörgum þátttakendum nýtt sem undirbúningur undir COP26 fundinn í Glasgow. Heimir Már spurði Ólaf Ragnar hver skilaboðin yrðu frá Hringborðinu inn á hið mikilvæga þing. Ólafur Ragnar var afar ánægður með bandarísku sendinefndina, sem sést hér upp á sviði með forsetanum fyrrverandi.Vísir/Egill „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma. Ísinn er að bráðna, jöklarnir eru að bráðna. Veðurfarið á jörðinni eru að breytast. Þeir sem ekki átta sig á því að norðurslóðir eru vitnisburður um það hvað er í húfi, þeim er eiginlega ekki viðbjargandi. Þannig að skilaboðin héðan til Glasgow eru: Nú er síðasti séns, kæru vinir til þess að sýna alvarlegar aðgerðir.“
Norðurslóðir Loftslagsmál Umhverfismál Ólafur Ragnar Grímsson COP26 Tengdar fréttir Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46
Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent