Bogmaðurinn vistaður á heilbrigðisstofnun Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 08:37 Íbúar í Kongsberg hafa lagt blóm og kerti í miðborginni til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Vísir/EPA Ákvörðun var tekin í gær um að vista karlmann sem varð fimm manns að bana í Kongsberg í Noregi á heilbrigðisstofnun. Lögregla krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir honum. Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur lögreglunnar, segir norska ríkisútvarpinu að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að maðurinn var skoðaður. Vistun hans á heilbrigðisstofnun hafi engin áhrif á gæsluvarðhaldskröfu sem tekin var fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. „Þetta hefur aðeins þýðingu fyrir hvar hann verður vistaður á meðan hann er í haldi,“ segir hún. Esper Andersen Bråthen, 37 ára gamall Dani sem var búsettur í Kongsberg, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en braust einnig inn í íbúð og framdi morð þar. Lögreglan krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir Bråthen og að hann verði látinn sæta bréfa- og heimsóknarbanni. Hann verði í einangrun og fjölmiðlabanni fyrstu tvær vikurnar. Ekkert bendir til þess að Bråthen hafi skipulagt árásina fyrir fram, að sögn lögreglu. Ekkert hafi heldur komið fram sem bendi til þess að eitthvað hafi gerst í versluninni sem hratt atburðarásinni af stað. Virtist ekki vita mikið um trúna þegar hann heimsótti moskuna Komið hefur fram að Bråthen snerist til íslamstrúar og höfðu lögreglu borist ábendingar um að hann hefði hneigst að öfgahyggju. Hann var með nokkra dóma á bakinu og var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur nánum ættingjum eftir að hann hótaði öðrum þeirra lífláti í fyrra. Oussama Tlili, stjórnarformaður Íslamsks menningarseturs í Kongsberg, segir að Bråthen hafi heimsótt mosku í borginni nokkrum sinnum fyrir fjórum til fimm árum. Hann hafi ekki komið til að biðja og ekki virst vita mikið um trúna. „Hann vildi greina frá einhvers konar opinberun sem hann hafði fengið og vildi að ég hjálpaði honum að koma henni á framfæri. Ég útskýrði fyrir honum að ég gæti ekki hjálpað honum með það,“ segir Tlili við NRK. Bråthen hafi ekki verið ógnandi og ekki virst öfgasinnaður. Tlili segir að sér hafi virst að hann þyrfti mögulega á hjálp að halda. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita af honum en á endanum taldi hann sig ekki hafa neitt í höndunum til þess. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur lögreglunnar, segir norska ríkisútvarpinu að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að maðurinn var skoðaður. Vistun hans á heilbrigðisstofnun hafi engin áhrif á gæsluvarðhaldskröfu sem tekin var fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. „Þetta hefur aðeins þýðingu fyrir hvar hann verður vistaður á meðan hann er í haldi,“ segir hún. Esper Andersen Bråthen, 37 ára gamall Dani sem var búsettur í Kongsberg, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en braust einnig inn í íbúð og framdi morð þar. Lögreglan krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir Bråthen og að hann verði látinn sæta bréfa- og heimsóknarbanni. Hann verði í einangrun og fjölmiðlabanni fyrstu tvær vikurnar. Ekkert bendir til þess að Bråthen hafi skipulagt árásina fyrir fram, að sögn lögreglu. Ekkert hafi heldur komið fram sem bendi til þess að eitthvað hafi gerst í versluninni sem hratt atburðarásinni af stað. Virtist ekki vita mikið um trúna þegar hann heimsótti moskuna Komið hefur fram að Bråthen snerist til íslamstrúar og höfðu lögreglu borist ábendingar um að hann hefði hneigst að öfgahyggju. Hann var með nokkra dóma á bakinu og var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur nánum ættingjum eftir að hann hótaði öðrum þeirra lífláti í fyrra. Oussama Tlili, stjórnarformaður Íslamsks menningarseturs í Kongsberg, segir að Bråthen hafi heimsótt mosku í borginni nokkrum sinnum fyrir fjórum til fimm árum. Hann hafi ekki komið til að biðja og ekki virst vita mikið um trúna. „Hann vildi greina frá einhvers konar opinberun sem hann hafði fengið og vildi að ég hjálpaði honum að koma henni á framfæri. Ég útskýrði fyrir honum að ég gæti ekki hjálpað honum með það,“ segir Tlili við NRK. Bråthen hafi ekki verið ógnandi og ekki virst öfgasinnaður. Tlili segir að sér hafi virst að hann þyrfti mögulega á hjálp að halda. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita af honum en á endanum taldi hann sig ekki hafa neitt í höndunum til þess.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31