Morð þingmannsins minni óþægilega mikið á morðið á Jo Cox Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 14:16 Eiríkur Bergmann segir morðið á David Amess í gær minna á morðið á Jo Cox fyrir fimm árum. Stjórnmálafræðingur segir morðið á breska þingmanninum David Amess geta haft gífurleg, og alvarleg, áhrif á stjórnmál í Bretlandi og víðar. Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morðið sem hryðjuverk en Amess var stunginn til bana á kjördæmisskrifstofu sinni í Essex í gær. Aðeins fimm ár eru liðin síðan að þingmaðurinn Jo Cox var myrt í aðdraganda Brexit kosninganna 2016. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að í gegnum tíðina hafi bresk stjórnmál verið mjög opin en morðið á Cox hafi takmarkað aðgengi kjósenda á þingmönnum. Slíkt gæti gerst ný með morðinu á Amess en Eiríkur segir margt líkt með morðinu á Cox fyrir fimm árum og morðinu á Amess í gær. Amess var þingmaður íhaldsflokksins en Cox þingmaður verkamannaflokksins. „Þessi atburður [í gær] minnir eiginlega óþægilega mikið á [morðið á Cox], í báðum tilvikum var um að ræða þingmenn á leiðinni til fundar við fólk í kjördæmi sínu,“ segir Eiríkur. „Eftir að Cox var myrt jókst öryggisgæsla verulega við þingmenn og það má gera ráð fyrir að hún eigi eftir að aukast enn meira við þennan viðburð.“ „Þannig ein afleiðingin gæti verið erfiðara aðgengi almennings að þingmönnum sínum sem væri mjög slæmt fyrir breska stjórnmálamenningu sem hefur, þrátt fyrir allt, verið mjög opin hvað þetta varðar,“ segir Eiríkur. Lögregla er nú með 25 ára gamlan breskan karlmann af sómölskum uppruna í haldi og er hann grunaður um verknaðinn. „Svona skelfilegur viðburður hefur gjarnan þær afleiðingar að kalla fram ákveðna andúð á tilteknum þjóðfélagshópum heima fyrir og verður svona til þess að þessi samfélög pólaríserast meira og getur orðið algjört eitur í samfélögum,“ segir Eiríkur. Aðspurður um hvaða áhrif morð á þingmanni í vestrænu samfélagi hefur segir Eiríkur það erfitt að segja. „Svona atburðir eiga það til að kalla á viðbrögð og þá ekki alltaf þau ákjósanlegustu en það er engin leið til að segja fyrir fram hvað gerist,“ segir Eiríkur. Bretland Morðið á Sir David Amess England Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Aðeins fimm ár eru liðin síðan að þingmaðurinn Jo Cox var myrt í aðdraganda Brexit kosninganna 2016. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að í gegnum tíðina hafi bresk stjórnmál verið mjög opin en morðið á Cox hafi takmarkað aðgengi kjósenda á þingmönnum. Slíkt gæti gerst ný með morðinu á Amess en Eiríkur segir margt líkt með morðinu á Cox fyrir fimm árum og morðinu á Amess í gær. Amess var þingmaður íhaldsflokksins en Cox þingmaður verkamannaflokksins. „Þessi atburður [í gær] minnir eiginlega óþægilega mikið á [morðið á Cox], í báðum tilvikum var um að ræða þingmenn á leiðinni til fundar við fólk í kjördæmi sínu,“ segir Eiríkur. „Eftir að Cox var myrt jókst öryggisgæsla verulega við þingmenn og það má gera ráð fyrir að hún eigi eftir að aukast enn meira við þennan viðburð.“ „Þannig ein afleiðingin gæti verið erfiðara aðgengi almennings að þingmönnum sínum sem væri mjög slæmt fyrir breska stjórnmálamenningu sem hefur, þrátt fyrir allt, verið mjög opin hvað þetta varðar,“ segir Eiríkur. Lögregla er nú með 25 ára gamlan breskan karlmann af sómölskum uppruna í haldi og er hann grunaður um verknaðinn. „Svona skelfilegur viðburður hefur gjarnan þær afleiðingar að kalla fram ákveðna andúð á tilteknum þjóðfélagshópum heima fyrir og verður svona til þess að þessi samfélög pólaríserast meira og getur orðið algjört eitur í samfélögum,“ segir Eiríkur. Aðspurður um hvaða áhrif morð á þingmanni í vestrænu samfélagi hefur segir Eiríkur það erfitt að segja. „Svona atburðir eiga það til að kalla á viðbrögð og þá ekki alltaf þau ákjósanlegustu en það er engin leið til að segja fyrir fram hvað gerist,“ segir Eiríkur.
Bretland Morðið á Sir David Amess England Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32
Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14
Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12