Forsætisráðherra Spánar heitir því að banna vændi á ný Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2021 07:21 Konur mótmæla frumvarpi gegn sölu vændis á götum úti árið 2014. epa/Luca Piergiovanni Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hét því í gær að banna vændi í landinu. Í ræðu sinni undir lok þriggja daga ráðstefnu Sósíalistaflokksins sagði hann vændi gera konur að þrælum en rannsóknir benda til að 30 til 40 spænskra karla hafi greitt fyrir kynlíf. Vændi var afglæpavætt árið 1995 og árið 2016 áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að veltan í „greininni“ næmi um 3,7 milljörðum evra. Könnun árið 2009 leiddi í ljós að allt að einn af hverjum þremur spænskum körlum hefði greitt fyrir kynlíf en önnur rannsókn benti til þess að hlutfallið væri allt að 39 prósent. Þá var Spánn sagður þriðja stærsta miðstöð vændis í heiminum í skýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 2011. Í fyrsta og öðru sæti voru Taíland og Puerto Rico. Fá lög og reglur gilda um vændi á Spáni nema að þriðja aðila er bannað að hagnast á viðskiptunum. Talið er að um 300.000 konur hafi tekjur af vændi á Spáni en stuðningsmenn núverandi kerfis segja það hafa skapað öruggara umhverfi en þegar vændi var ólöglegt. Sósíalistaflokkur Sanchez hét því árið 2019 að gera vændi ólöglegt en ekkert hefur borið á aðgerðum. Var loforðið almennt talið þáttur í tilraun flokksins til að ná til kvenkyns kjósenda. Undanfarin ár hafa áhyggjur aukist af því að mansal sé að aukast samhliða vændinu. Árið 2017 sagðist lögregla hafa frelsað 13.000 konur í aðgerðum gegn mansali og sagði að minnsta kosti 80 prósent þeirra hafa verið neydd í vændi af þriðja aðila. BBC greindi frá. Spánn Vændi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Vændi var afglæpavætt árið 1995 og árið 2016 áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að veltan í „greininni“ næmi um 3,7 milljörðum evra. Könnun árið 2009 leiddi í ljós að allt að einn af hverjum þremur spænskum körlum hefði greitt fyrir kynlíf en önnur rannsókn benti til þess að hlutfallið væri allt að 39 prósent. Þá var Spánn sagður þriðja stærsta miðstöð vændis í heiminum í skýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 2011. Í fyrsta og öðru sæti voru Taíland og Puerto Rico. Fá lög og reglur gilda um vændi á Spáni nema að þriðja aðila er bannað að hagnast á viðskiptunum. Talið er að um 300.000 konur hafi tekjur af vændi á Spáni en stuðningsmenn núverandi kerfis segja það hafa skapað öruggara umhverfi en þegar vændi var ólöglegt. Sósíalistaflokkur Sanchez hét því árið 2019 að gera vændi ólöglegt en ekkert hefur borið á aðgerðum. Var loforðið almennt talið þáttur í tilraun flokksins til að ná til kvenkyns kjósenda. Undanfarin ár hafa áhyggjur aukist af því að mansal sé að aukast samhliða vændinu. Árið 2017 sagðist lögregla hafa frelsað 13.000 konur í aðgerðum gegn mansali og sagði að minnsta kosti 80 prósent þeirra hafa verið neydd í vændi af þriðja aðila. BBC greindi frá.
Spánn Vændi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira