Geðheilbrigði í brennidepli Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 18. október 2021 19:00 Fjármagn til geðheilbrigðismála er ekki í takt við umfang málaflokksins. Skiptar skoðanir eru um áherslur og útfærslu geðheilbrigðisþjónustunnar. Stjórnvöld styðjast við niðurstöður rannsókna og þá skapast strax vandi því rannsóknir sýna að mismunandi leiðir eru batahvetjandi og hefðbundnar lausnir ekki endilega þær bestu. Það er löngu tímabært að rýna þjónustuna, meta árangurinn; á hvern hátt hún þjónar notendum, aðstandendum og samfélaginu í heild sinni. Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði í landinu (gedhjalp.is). Einn punkturinn er skipun Geðráðs. Geðhjálp hefur óskað eftir því að stjórnvöld skapi vettvang þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir mætist, skipst sé á skoðunum og mál eins og hvort þjónustan spegli meira áherslur heilbrigðisstarfsfólks í stað þeirra sem þurfa að nota þjónustuna rædd. Nauðung er dæmi um mál þar sem ólík sjónarmið eru uppi og ef reynsla notenda er að sú nálgun valdi meiri skaða en upphaflegt vandamál verður að finna aðrar betri lausnir. Hagsmunir geðheilbrigðisstétta mega ekki hamla framþróun s.s. eins og að fá alla að borðinu sem eru í vanda og finna sameiginlegar lausnir, nefnt opið samtal (open-dialogue.net). Niðurstöður þeirrar nálgunar eru þær bestu í hinum vestræna hluta heimsins. Um 75% þeirra sem fá geðrof hafa skilað sér til vinnu innan tveggja ára og aðeins 20% af hópnum var á geðrofslyfjum. Skjólshús (Safe house) er val við innlögn á geðdeild, þar sem meirihluti starfsmanna hefur notendareynslu sem og lyfjalausar geðdeildir. Stjórnvöld í Noregi settu lyfjalausa nálgun á oddinn strax 2010, sem varð síðan að veruleika með opnum lyfjalausra geðdeilda 2015. Umræðan upp á síðkastið hefur t.d. snúist um að of fáir geðlæknar séu starfandi, löng bið sé eftir þjónustu þeirra og fækkun geðlækna inni á Landspítalanum. Þegar kemur að fjölda geðlækna hér á landi miðað við höfðatölu erum við Íslendingar með þeim hæstu í Evrópu. Ef hugmyndafræðilegar áherslur breytast verður þunginn meira á sálfélags- og samfélagslegar aðgerðir. Áherslur verða meira á umhverfisþætti, þverfaglegar áherslur og þátttöku almennings við að bæta geðheilbrigði. Geðlæknastéttin sem og aðrar geðheilbrigðisstéttir munu þurfa að endurskoða sína starfshætti og nálganir á næstunni og betrumbæta menntun sína. Aðalþunginn er enn á vanda fólks í stað þess að skoða ytri áhrifaþætti s.s. ójöfnuð, fordóma, mismunun, fátækt, uppeldiskilyrði, vanrækslu, einangrun og tengslarof á geðheilsu og heilbrigði. Hefðbundnar stéttir eru ekki endilega best til þess fallnar að vera verkstjórar, samhæfa þjónustuna, hafa yfirsýn og sjá til þess samfella verði í þjónustunni. Þjónustan þróast enn miðað við þarfir og áherslur geðheilbrigðisstétta þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda að reyna að breyta þeirri nálgun; hafa notendur með í ráðum og auka fjármagn í kerfið. Þjónustan þarf að færast frá stofnunum, skrifstofum og inn á heimilin, í skólana og á vinnustaðina. Út í samfélagið. Fleiri störf þarf að skapa fyrir fólk með notendareynslu; gera reynslu þeirra eftirsóknarverða og verðmæta. Þekking á umhverfisþáttum mun breyta mikilvægi stétta. Forvarnir felast í stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu, lífsleikni, sköpunargreinum og áherslu á hæfileika nemenda í skólakerfinu, og að vinnustaðir geri sér grein fyrir að mikilvægu hlutverki sínu í eflingu geðheilbrigðis. Það er synd að okkur hafi ekki tekist að finna fjölþættari leiðir til að styðja betur við þá sem geta unnið að hluta, því það eru margir sem vilja og geta unnið en kerfið hindrar. Góð úrræði og hugmyndir öllum til góðs hafa sprottið frá fólki með reynslu. Geðrækt var komið á hér á landi fyrir atbeina notanda sem vildi efla geðheilsu allra landsmanna, Blátt áfram vegna systra sem þekktu á eigin skinni, áhrif misnotkunar á heilsu. Þá var hugmyndafræði Klúbbsins Geysis komið á þann hátt að notendur tóku málin í eigin hendur til að koma sínu fólki að á vinnumarkað og Pieta samtökin var komið á fyrir atbeina aðstandendur sem höfðu misst nákominn vegna sjálfsvígs. Kæru valdhafar, eða öllu heldur þið sem farið með þjónustuumboðið: Komið á vettvangi þar sem ólík sjónarmið mætast, þar sem þekking sem sprottinn er úr mismunandi ranni er viðurkennd, þar sem sérhagsmunir verða að víkja og ein nálgun eða stétt er ekki svarið. Ef orðræðan heldur áfram að snúast um skort og aðskilnað þá drögumst við hin inn þá umræðu og finnst við sjálf aldrei verða nóg. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Sjá meira
Fjármagn til geðheilbrigðismála er ekki í takt við umfang málaflokksins. Skiptar skoðanir eru um áherslur og útfærslu geðheilbrigðisþjónustunnar. Stjórnvöld styðjast við niðurstöður rannsókna og þá skapast strax vandi því rannsóknir sýna að mismunandi leiðir eru batahvetjandi og hefðbundnar lausnir ekki endilega þær bestu. Það er löngu tímabært að rýna þjónustuna, meta árangurinn; á hvern hátt hún þjónar notendum, aðstandendum og samfélaginu í heild sinni. Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði í landinu (gedhjalp.is). Einn punkturinn er skipun Geðráðs. Geðhjálp hefur óskað eftir því að stjórnvöld skapi vettvang þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir mætist, skipst sé á skoðunum og mál eins og hvort þjónustan spegli meira áherslur heilbrigðisstarfsfólks í stað þeirra sem þurfa að nota þjónustuna rædd. Nauðung er dæmi um mál þar sem ólík sjónarmið eru uppi og ef reynsla notenda er að sú nálgun valdi meiri skaða en upphaflegt vandamál verður að finna aðrar betri lausnir. Hagsmunir geðheilbrigðisstétta mega ekki hamla framþróun s.s. eins og að fá alla að borðinu sem eru í vanda og finna sameiginlegar lausnir, nefnt opið samtal (open-dialogue.net). Niðurstöður þeirrar nálgunar eru þær bestu í hinum vestræna hluta heimsins. Um 75% þeirra sem fá geðrof hafa skilað sér til vinnu innan tveggja ára og aðeins 20% af hópnum var á geðrofslyfjum. Skjólshús (Safe house) er val við innlögn á geðdeild, þar sem meirihluti starfsmanna hefur notendareynslu sem og lyfjalausar geðdeildir. Stjórnvöld í Noregi settu lyfjalausa nálgun á oddinn strax 2010, sem varð síðan að veruleika með opnum lyfjalausra geðdeilda 2015. Umræðan upp á síðkastið hefur t.d. snúist um að of fáir geðlæknar séu starfandi, löng bið sé eftir þjónustu þeirra og fækkun geðlækna inni á Landspítalanum. Þegar kemur að fjölda geðlækna hér á landi miðað við höfðatölu erum við Íslendingar með þeim hæstu í Evrópu. Ef hugmyndafræðilegar áherslur breytast verður þunginn meira á sálfélags- og samfélagslegar aðgerðir. Áherslur verða meira á umhverfisþætti, þverfaglegar áherslur og þátttöku almennings við að bæta geðheilbrigði. Geðlæknastéttin sem og aðrar geðheilbrigðisstéttir munu þurfa að endurskoða sína starfshætti og nálganir á næstunni og betrumbæta menntun sína. Aðalþunginn er enn á vanda fólks í stað þess að skoða ytri áhrifaþætti s.s. ójöfnuð, fordóma, mismunun, fátækt, uppeldiskilyrði, vanrækslu, einangrun og tengslarof á geðheilsu og heilbrigði. Hefðbundnar stéttir eru ekki endilega best til þess fallnar að vera verkstjórar, samhæfa þjónustuna, hafa yfirsýn og sjá til þess samfella verði í þjónustunni. Þjónustan þróast enn miðað við þarfir og áherslur geðheilbrigðisstétta þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda að reyna að breyta þeirri nálgun; hafa notendur með í ráðum og auka fjármagn í kerfið. Þjónustan þarf að færast frá stofnunum, skrifstofum og inn á heimilin, í skólana og á vinnustaðina. Út í samfélagið. Fleiri störf þarf að skapa fyrir fólk með notendareynslu; gera reynslu þeirra eftirsóknarverða og verðmæta. Þekking á umhverfisþáttum mun breyta mikilvægi stétta. Forvarnir felast í stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu, lífsleikni, sköpunargreinum og áherslu á hæfileika nemenda í skólakerfinu, og að vinnustaðir geri sér grein fyrir að mikilvægu hlutverki sínu í eflingu geðheilbrigðis. Það er synd að okkur hafi ekki tekist að finna fjölþættari leiðir til að styðja betur við þá sem geta unnið að hluta, því það eru margir sem vilja og geta unnið en kerfið hindrar. Góð úrræði og hugmyndir öllum til góðs hafa sprottið frá fólki með reynslu. Geðrækt var komið á hér á landi fyrir atbeina notanda sem vildi efla geðheilsu allra landsmanna, Blátt áfram vegna systra sem þekktu á eigin skinni, áhrif misnotkunar á heilsu. Þá var hugmyndafræði Klúbbsins Geysis komið á þann hátt að notendur tóku málin í eigin hendur til að koma sínu fólki að á vinnumarkað og Pieta samtökin var komið á fyrir atbeina aðstandendur sem höfðu misst nákominn vegna sjálfsvígs. Kæru valdhafar, eða öllu heldur þið sem farið með þjónustuumboðið: Komið á vettvangi þar sem ólík sjónarmið mætast, þar sem þekking sem sprottinn er úr mismunandi ranni er viðurkennd, þar sem sérhagsmunir verða að víkja og ein nálgun eða stétt er ekki svarið. Ef orðræðan heldur áfram að snúast um skort og aðskilnað þá drögumst við hin inn þá umræðu og finnst við sjálf aldrei verða nóg. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun