Ný Airpods og uppfærð MacBook Pro á kynningu Apple Árni Sæberg skrifar 18. október 2021 20:52 Apple segir nýja MacBook Pro vera þá bestu frá upphafi. Apple Tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar með mikilli viðhöfn í dag. Mest fór fyrir nýjum Airpods 3 heyrnartólum og nýrri kynslóð MacBook Pro fartölvunnar. Nýjustu heyrnartólum Apple er ætlað að brúa bilið milli venjulegra Airpods og hinna dýrari Airpods Pro. Útlit þeirra er líkar Airpods Pro en eldri heyrnartólin hafa ekki verið talin mikið augnakonfekt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5y2YqrlOr4">watch on YouTube</a> Í tilkynningunni segir að heyrnartólin séu mótuð með það í huga að þau passi betur í eyru flestra. Þá séu þau gædd tækni sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfishljóðum til að bæta hljómgæði. Rafhlaða Airpods 3 á að duga til sex klukkutíma afspilunar og hulstur þeirra dugar til fjögurra endurhleðsna og styður þráðlausa hleðslu. Heyrnartólin munu koma til með að kosta 179 Bandaríkjadali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9tobL8U7dQo">watch on YouTube</a> Ný MacBook Pro muni „breyta leiknum“ Apple fullyrðir að nýjasta flaggskip þeirra á fartölvumarkaði sé það besta á markaðnum. „Við einsettum okkur að búa til heimsins bestu fartölvu. Við erum spennt að kynna til leiks glænýja MacBook Pro með M1 Pro og M1 Max örgjörvum. Tölvan er leikbreytandi (e. game-changing) samsetning af öflugri vinnslu, óviðjafnanlegri rafhlöðuendingu og byltingarkenndum eiginleikum,“ sagði Greg Joswiak, yfirmaður í markaðsdeild Apple, á kynningunni í dag. Tölvan inniheldur meðal annars glænýjan XDR skjá, 1080 pixla myndavél, Magsafe 3 hleðslutæki og sex hátalara hljóðkerfi. „Nýja MacBook Pro á sér einfaldlega engan jafningja og er langbesta fartölvan sem við höfum nokkurn tímann framleitt,“ sagði Joswiak. MacBook Pro með fjórtán tommu skjá mun kosta 1.999 Bandaríkjadali en með sextán tommu skjá mun hún kosta 2.499 dali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=861Dt8Fy0IA">watch on YouTube</a> Litríkari HomePod Mini og ódýrari Apple Music Apple tilkynnti einnig að snjallhátalarinn HomePod Mini muni fást í fleiri litum en áður. Litirnir eigi að vera „djarfir og skemmtilegir.“ Þá var einnig kynnt til sögunnar ódýrari útgáfa af tónlistarstreymisveitunni Apple Music. Sú ber heitið Apple Music Voice og mun einungis vera aðgengileg í gegnum Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple. Áskrift að veitunni mun kosta fimm Bandaríkjadali á mánuði. Apple Tækni Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýjustu heyrnartólum Apple er ætlað að brúa bilið milli venjulegra Airpods og hinna dýrari Airpods Pro. Útlit þeirra er líkar Airpods Pro en eldri heyrnartólin hafa ekki verið talin mikið augnakonfekt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5y2YqrlOr4">watch on YouTube</a> Í tilkynningunni segir að heyrnartólin séu mótuð með það í huga að þau passi betur í eyru flestra. Þá séu þau gædd tækni sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfishljóðum til að bæta hljómgæði. Rafhlaða Airpods 3 á að duga til sex klukkutíma afspilunar og hulstur þeirra dugar til fjögurra endurhleðsna og styður þráðlausa hleðslu. Heyrnartólin munu koma til með að kosta 179 Bandaríkjadali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9tobL8U7dQo">watch on YouTube</a> Ný MacBook Pro muni „breyta leiknum“ Apple fullyrðir að nýjasta flaggskip þeirra á fartölvumarkaði sé það besta á markaðnum. „Við einsettum okkur að búa til heimsins bestu fartölvu. Við erum spennt að kynna til leiks glænýja MacBook Pro með M1 Pro og M1 Max örgjörvum. Tölvan er leikbreytandi (e. game-changing) samsetning af öflugri vinnslu, óviðjafnanlegri rafhlöðuendingu og byltingarkenndum eiginleikum,“ sagði Greg Joswiak, yfirmaður í markaðsdeild Apple, á kynningunni í dag. Tölvan inniheldur meðal annars glænýjan XDR skjá, 1080 pixla myndavél, Magsafe 3 hleðslutæki og sex hátalara hljóðkerfi. „Nýja MacBook Pro á sér einfaldlega engan jafningja og er langbesta fartölvan sem við höfum nokkurn tímann framleitt,“ sagði Joswiak. MacBook Pro með fjórtán tommu skjá mun kosta 1.999 Bandaríkjadali en með sextán tommu skjá mun hún kosta 2.499 dali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=861Dt8Fy0IA">watch on YouTube</a> Litríkari HomePod Mini og ódýrari Apple Music Apple tilkynnti einnig að snjallhátalarinn HomePod Mini muni fást í fleiri litum en áður. Litirnir eigi að vera „djarfir og skemmtilegir.“ Þá var einnig kynnt til sögunnar ódýrari útgáfa af tónlistarstreymisveitunni Apple Music. Sú ber heitið Apple Music Voice og mun einungis vera aðgengileg í gegnum Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple. Áskrift að veitunni mun kosta fimm Bandaríkjadali á mánuði.
Apple Tækni Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira