Laufléttir gervihnettir á stærð við þvottavél skoða Reykjanesgosið Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2021 19:21 Samstarf Veðurstofu Íslands og finnska gervihnattafyrirtækisins ICEYE hefur skilað nákvæmari gögnum um eldgosið á Reykjanesi en áður hefur verið aflað um eldgos hér á landi. Vísir/Vilhelm Fjórtán gervihnettir á stærð við þvottavél auðvelduðu íslenskum vísindamönnum að meta umfang og hegðun eldgossins á Reykjanesi betur en fyrri eldgos. Tæknin getur einnig nýst vð mat á áhrifum loftslagsbreytiinganna. Fulltrúar finnska einkafyrirtækisins ICEYE kynntu þjónustu sína á Hringborði norðurslóða um nýliðna helgi. Fyrirtækið á og rekur litla og um hundrað kílóa gervihnetti sem nýttust við mat vísindamanna á Veðurstofunni á umfangi eldgossins við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Shay Strong framkvæmdastjóri greininga hjá ICEYE segir hnettina á stærð við þvottavél. Smæð þeirra og léttleiki auðveldi fyrirtækinu fjárhagslega að koma gervihnöttum sínum á sporbaug. „Það er hlutfallslega mjög ódýrt og til þess að gera auðvelt að kom þeim út í geiminn. Þannig að við höfum komið upp neti fjórtán gervihnatta. Þetta eru radarhnettir og það skemmtilega við þá er að við getum séð í gegn um alls kyns veður. Ský, móðu, reyk og hvað sem er hvort sem er að degi eða nóttu,” segir Strong. Fyrirtækið hafi sveigjanleika til að færa gervihnetti sína til á sporbaug með litlum fyrirvara. Þannig hafi ICEYE getað útvegað Veðurstofu Íslands myndir sem teknar voru af sama staðnum dag eftir dag. Shay Strong segir mikinn kost hvað gervihnettir ICEYE eru léttir og litlir og þess vegna auðvelt að færa þá til á sporbaug um jörðu eftir óskum viðskiptavina.Sröð 2/Egill „Þá færðu þetta dásmlega samhengi í gögnunum sem gerir okkur kleift að greina breytingar á yfirborði landslags upp á nokkra millimetra. Með því að bera þessi gögn saman við mælingar frá tækjum Veðurstofunnar á jörðu niðri getum við skilið mun betur hvað er að gerast í eldfjallinu og hvernig hraunið streymir neðanjarðar,” segir Strong. Gögnin hafi nýst vísindamönnum við að spá fyrir um hegðun eldgossins og hvert hraunflæðið stefndi. „Í síðasta gosinu við Fagradalsfjall í apríl gátum við greint sjö nýjar sprungur að opnast. Mjög mikilvægar upplýsingar vegna ferðamanna og öryggis almennings. Þegar þú safnar svona miklu magni af upplýsingum getur þú spáð fyrir um hvar nýjar gosrásir muni opnast,“ segir Strong. Þessa tækni megi líka nýta til að fylgjast með áhrifum loftlagsbreytinganna á jökla. „Að sjálfsögðu í þeirri von að það geri okkur mögulegt að bregðast með öðrum hætti en ella við því sem er að gerast eða skapað grunn að frekari rannsóknum. Ég tel að þetta gefi frábært tækifæri til að safna mjög mikilvægum upplýsingum í tímaröð,“ segir Shay Strong. Hringborð norðurslóða Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Horft til Íslands og Grænlands eftir rafeldsneyti Á meðan leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða hvert Ísland skuli stefna í nýtingu grænnar orku voru þau mál ofarlega á baugi á Arctic Circle. 19. október 2021 09:17 Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00 Sér mikinn hag í þéttara samstarfi Íslands og Grænlands Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. 15. október 2021 14:50 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Fulltrúar finnska einkafyrirtækisins ICEYE kynntu þjónustu sína á Hringborði norðurslóða um nýliðna helgi. Fyrirtækið á og rekur litla og um hundrað kílóa gervihnetti sem nýttust við mat vísindamanna á Veðurstofunni á umfangi eldgossins við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Shay Strong framkvæmdastjóri greininga hjá ICEYE segir hnettina á stærð við þvottavél. Smæð þeirra og léttleiki auðveldi fyrirtækinu fjárhagslega að koma gervihnöttum sínum á sporbaug. „Það er hlutfallslega mjög ódýrt og til þess að gera auðvelt að kom þeim út í geiminn. Þannig að við höfum komið upp neti fjórtán gervihnatta. Þetta eru radarhnettir og það skemmtilega við þá er að við getum séð í gegn um alls kyns veður. Ský, móðu, reyk og hvað sem er hvort sem er að degi eða nóttu,” segir Strong. Fyrirtækið hafi sveigjanleika til að færa gervihnetti sína til á sporbaug með litlum fyrirvara. Þannig hafi ICEYE getað útvegað Veðurstofu Íslands myndir sem teknar voru af sama staðnum dag eftir dag. Shay Strong segir mikinn kost hvað gervihnettir ICEYE eru léttir og litlir og þess vegna auðvelt að færa þá til á sporbaug um jörðu eftir óskum viðskiptavina.Sröð 2/Egill „Þá færðu þetta dásmlega samhengi í gögnunum sem gerir okkur kleift að greina breytingar á yfirborði landslags upp á nokkra millimetra. Með því að bera þessi gögn saman við mælingar frá tækjum Veðurstofunnar á jörðu niðri getum við skilið mun betur hvað er að gerast í eldfjallinu og hvernig hraunið streymir neðanjarðar,” segir Strong. Gögnin hafi nýst vísindamönnum við að spá fyrir um hegðun eldgossins og hvert hraunflæðið stefndi. „Í síðasta gosinu við Fagradalsfjall í apríl gátum við greint sjö nýjar sprungur að opnast. Mjög mikilvægar upplýsingar vegna ferðamanna og öryggis almennings. Þegar þú safnar svona miklu magni af upplýsingum getur þú spáð fyrir um hvar nýjar gosrásir muni opnast,“ segir Strong. Þessa tækni megi líka nýta til að fylgjast með áhrifum loftlagsbreytinganna á jökla. „Að sjálfsögðu í þeirri von að það geri okkur mögulegt að bregðast með öðrum hætti en ella við því sem er að gerast eða skapað grunn að frekari rannsóknum. Ég tel að þetta gefi frábært tækifæri til að safna mjög mikilvægum upplýsingum í tímaröð,“ segir Shay Strong.
Hringborð norðurslóða Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Horft til Íslands og Grænlands eftir rafeldsneyti Á meðan leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða hvert Ísland skuli stefna í nýtingu grænnar orku voru þau mál ofarlega á baugi á Arctic Circle. 19. október 2021 09:17 Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00 Sér mikinn hag í þéttara samstarfi Íslands og Grænlands Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. 15. október 2021 14:50 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Horft til Íslands og Grænlands eftir rafeldsneyti Á meðan leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða hvert Ísland skuli stefna í nýtingu grænnar orku voru þau mál ofarlega á baugi á Arctic Circle. 19. október 2021 09:17
Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00
Sér mikinn hag í þéttara samstarfi Íslands og Grænlands Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. 15. október 2021 14:50
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?