Þetta fullyrðir bandaríski fjölmiðillinn The Verge í nótt og hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni með tengsl við málið.
Reiknað er með að nýja nafninu sé ætlað að endurspegla áherslur félagsins á að smíða sýndarheim á netinu, svokallað metaverse. Sér Zuckerberg fyrir sér að meta-heiminn sem arftaka farsímanetsins, þannig að fólk verði virkir þátttakendur í stað þess að horfa á skjá. Verði það til dæmis með gleraugum þar sem í að er að finna innbyggða sýndarveruleikatækni.
Verge segir að búist sé við að Zuckerberg muni ræða málið á árlegri Connect-ráðstefnu félagsins á fimmtudaginn í næstu viku, 28. október, þó að svo kunni að fara að nafnabreytingin verði kynnt fyrr.
Móðurfélagið myndi þá fá nafnabreytingu og samfélagsmiðlarnir Facebook, Instagram, WhatsApp, Oculus allir áfram heyra undir það.
Í frétt The Verge segir að fulltrúar Facebook hafi ekki viljað tjá sig um málið.