Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2021 12:01 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir til vinstri, Ingi Tryggvason fyrir miðju, Katrín Pálsdóttir og Bragi Rúnar Axelsson til hægri. Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á ákvæði kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði að talningu lokinni. Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talninguna til lögreglu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk Ingi hæstu sektargerðina er hljóðar upp á 250 þúsund krónur en hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar fengu sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru meðlimir yfirkjörstjórnar ósáttir við niðurstöðu málsins og hyggjast að minnsta kosti tveir ekki greiða sektina - og eiga ekki von á að aðrir geri það heldur. Meðlimir vísa meðal annars til þess að brotin þurfi að vera framin af ásetningi til að teljast refsiverð og telja sig í raun ekki hafa brotið af sér. Greiði fólk ekki sektina verða næstu skref hjá lögreglu að taka ákvörðun um mögulega ákæru og gæti málið í kjölfarið ratað fyrir dómstóla. Ekki var gengið frá kjörgögnum með réttum hætti á milli talninga í Norðvesturkjördæmi og atkvæðin voru skilin eftir óinnsigluð.vísir/Vilhelm Ágreiningur um talningu Að minnsta kosti tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ágreiningur innan yfirkjörstjórnarinnar um talninguna og til marks um það undirrita tveir meðlimir ekki ný svör yfirkjörstjórnar við kærum til kjörbréfanefndar. Í samtali við fréttastofu segist einn meðlimur yfirkjörstjórnar telja að fyrri talning eigi að gilda og vísar meðal annars til þess að vant talningafólk hafi séð um hana. Kjarninn greindi frá því í morgun að á öryggismyndavélum við tvo innganga í salinn þar sem óinnsigluðu kjörgögnin voru geymd að fólk sjáist ganga inn og út úr salnum á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á ákvæði kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði að talningu lokinni. Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talninguna til lögreglu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk Ingi hæstu sektargerðina er hljóðar upp á 250 þúsund krónur en hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar fengu sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru meðlimir yfirkjörstjórnar ósáttir við niðurstöðu málsins og hyggjast að minnsta kosti tveir ekki greiða sektina - og eiga ekki von á að aðrir geri það heldur. Meðlimir vísa meðal annars til þess að brotin þurfi að vera framin af ásetningi til að teljast refsiverð og telja sig í raun ekki hafa brotið af sér. Greiði fólk ekki sektina verða næstu skref hjá lögreglu að taka ákvörðun um mögulega ákæru og gæti málið í kjölfarið ratað fyrir dómstóla. Ekki var gengið frá kjörgögnum með réttum hætti á milli talninga í Norðvesturkjördæmi og atkvæðin voru skilin eftir óinnsigluð.vísir/Vilhelm Ágreiningur um talningu Að minnsta kosti tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ágreiningur innan yfirkjörstjórnarinnar um talninguna og til marks um það undirrita tveir meðlimir ekki ný svör yfirkjörstjórnar við kærum til kjörbréfanefndar. Í samtali við fréttastofu segist einn meðlimur yfirkjörstjórnar telja að fyrri talning eigi að gilda og vísar meðal annars til þess að vant talningafólk hafi séð um hana. Kjarninn greindi frá því í morgun að á öryggismyndavélum við tvo innganga í salinn þar sem óinnsigluðu kjörgögnin voru geymd að fólk sjáist ganga inn og út úr salnum á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira