Betri hljóðvist við Miklubraut Ævar Harðarson skrifar 20. október 2021 15:30 Með því að byggja á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar eins og vinnutillögur hverfisskipulags sýna má bæta hljóðvist verulega fyrir íbúa á svæðinu. Þessar nýju byggingar geta verið hávaðaskermar samtímis sem þær mynda skjólsæla og sólríka inngarða í skjóli fyrir norðanáttinni. Í nýju byggingunum getur verið blanda af íbúða- og atvinnuhúsnæði byggt með afbragðs hljóðvörnum sem hæfa staðsetningunni. Nefna verður að um er að ræða eina bestu staðsetningu í borginni með mikilvæga þjónustukjarna eins og Austurver og Miðbæ í næsta nágrenni. Stutt er í Kringluna og Skeifan er í göngufæri með mikla þjónustu. Borgarbreiðstræti í Helsinki. Listræn sýn á hvernig borgarbreiðstræti getur liti út í Helsinki.Helsinki borg Um þessar mundir er víða um heim verið að byggja á fyrrum veghelgunarsvæðum stofnbrauta Góðar fyrirmyndir er að sækja til hinna Norðurlandanna. Í Helsinki hefur á undanförnum árum staðið yfir verkefni sem kalla mætti borgarbreiðstræti eða city Boulevard. Þar hafa borgaryfirvöld unnið að því að umbreyta um átta sambærilegum stofnbrautum og Miklabraut í borgarbreiðstræti. Þar standa nýbyggingar þétt upp við götu með blöndu af bílaumferð, almenningssamgöngum og gangandi og hjólandi vegfarendum í vel hönnuðu umhverfi með gróðri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Aðgerða þörf á þessum stað Staðan í dag er sú að að bílaumferð um Miklubraut er gífurleg. Miklabraut er verulegur farartálmi fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda en á sama tíma mjög nauðsynleg meginflutningsæð bílaumferðar. Á þeim kafla sem hér er til umfjöllunar fara um 46.000 til 52.000 ökutæki á sólarhring. Hljóðvist í íbúðum næst Miklubraut er ekki góð. Miklabraut við Háaleiti. Sniðmyndir sem sýna núverandi aðstæður og breytinguna.Trípólí arkitektar Rétt er að nefna að samkvæmt samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut austur fyrir Kringlu en Miklabrautin er umferðarþyngsta gata landsins. Ofanjarðar verður götunni breytt í borgargötu, skapað rými fyrir borgarlínu í sérrými, akstursleiðir fyrir bíla og góðir göngu- og hjólastígar beggja vegna. Hluti af þessu verkefni er að byggja á veghelgunarsvæðum sem ekki verður þörf fyrir eftir að meginumferð bíla er komin í stokk eða jarðgöng. En aðgerða er þörf á Háaleitinu sérstaklega ef Miklabrautin verður ekki sett undir jörðina á þessu svæði. Vinnutillagan sem nú er kynnt gerir ráð fyrir að Miklabrautin verði borgargata með borgarlínu í sérrými yfir Háaleitið þó svo að umferð verði ofanjarðar. 500 nýjar íbúðir Lausleg samantekt á því sem sést á meðfylgjandi mynd er að í þriggja til fimm hæða byggingum megi koma fyrir um 80 þúsund fermetrum. Ef helmingur húsnæðisins væri nýttur fyrir íbúðir mætti koma þar fyrir um 500 nýjum íbúðum. Afganginn af nýbyggingunum, eða um 40 þúsund fermetra, mætti nýta í atvinnuhúsnæði, verslanir og hótel. Þess ber að geta að blanda af íbúðum og atvinnustarfsemi stuðlar að vistvænni byggð þar sem fleiri geta búið í næsta nágrenni við vinnustaði. Þessi nýja byggð hefði mjög gott aðgengi að samgöngum og væri í göngufæri við mikilvæga þjónustu. Miðað er við að að bílastæðum fyrir byggingarnar væri komið fyrir í bílakjöllurum eins og sýnt er að sniðmyndinni. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt Fræðast má meira um þessar vinnutillögur á https://skipulag.reykjavik.is/. Einnig geta íbúar og hagsmunaðilar í Háaleiti-Bústöðum mætt á upplýsingafund fimmudaginn 21. október næstkomandi í Réttarholtskóla en fundurinn hefst kl. 19.30. Þar mun fundargestum gefast færi á að kynna sér tillögurnar, ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar og skipulagsráðgjafa og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Skipulag Reykjavík Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Með því að byggja á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar eins og vinnutillögur hverfisskipulags sýna má bæta hljóðvist verulega fyrir íbúa á svæðinu. Þessar nýju byggingar geta verið hávaðaskermar samtímis sem þær mynda skjólsæla og sólríka inngarða í skjóli fyrir norðanáttinni. Í nýju byggingunum getur verið blanda af íbúða- og atvinnuhúsnæði byggt með afbragðs hljóðvörnum sem hæfa staðsetningunni. Nefna verður að um er að ræða eina bestu staðsetningu í borginni með mikilvæga þjónustukjarna eins og Austurver og Miðbæ í næsta nágrenni. Stutt er í Kringluna og Skeifan er í göngufæri með mikla þjónustu. Borgarbreiðstræti í Helsinki. Listræn sýn á hvernig borgarbreiðstræti getur liti út í Helsinki.Helsinki borg Um þessar mundir er víða um heim verið að byggja á fyrrum veghelgunarsvæðum stofnbrauta Góðar fyrirmyndir er að sækja til hinna Norðurlandanna. Í Helsinki hefur á undanförnum árum staðið yfir verkefni sem kalla mætti borgarbreiðstræti eða city Boulevard. Þar hafa borgaryfirvöld unnið að því að umbreyta um átta sambærilegum stofnbrautum og Miklabraut í borgarbreiðstræti. Þar standa nýbyggingar þétt upp við götu með blöndu af bílaumferð, almenningssamgöngum og gangandi og hjólandi vegfarendum í vel hönnuðu umhverfi með gróðri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Aðgerða þörf á þessum stað Staðan í dag er sú að að bílaumferð um Miklubraut er gífurleg. Miklabraut er verulegur farartálmi fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda en á sama tíma mjög nauðsynleg meginflutningsæð bílaumferðar. Á þeim kafla sem hér er til umfjöllunar fara um 46.000 til 52.000 ökutæki á sólarhring. Hljóðvist í íbúðum næst Miklubraut er ekki góð. Miklabraut við Háaleiti. Sniðmyndir sem sýna núverandi aðstæður og breytinguna.Trípólí arkitektar Rétt er að nefna að samkvæmt samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut austur fyrir Kringlu en Miklabrautin er umferðarþyngsta gata landsins. Ofanjarðar verður götunni breytt í borgargötu, skapað rými fyrir borgarlínu í sérrými, akstursleiðir fyrir bíla og góðir göngu- og hjólastígar beggja vegna. Hluti af þessu verkefni er að byggja á veghelgunarsvæðum sem ekki verður þörf fyrir eftir að meginumferð bíla er komin í stokk eða jarðgöng. En aðgerða er þörf á Háaleitinu sérstaklega ef Miklabrautin verður ekki sett undir jörðina á þessu svæði. Vinnutillagan sem nú er kynnt gerir ráð fyrir að Miklabrautin verði borgargata með borgarlínu í sérrými yfir Háaleitið þó svo að umferð verði ofanjarðar. 500 nýjar íbúðir Lausleg samantekt á því sem sést á meðfylgjandi mynd er að í þriggja til fimm hæða byggingum megi koma fyrir um 80 þúsund fermetrum. Ef helmingur húsnæðisins væri nýttur fyrir íbúðir mætti koma þar fyrir um 500 nýjum íbúðum. Afganginn af nýbyggingunum, eða um 40 þúsund fermetra, mætti nýta í atvinnuhúsnæði, verslanir og hótel. Þess ber að geta að blanda af íbúðum og atvinnustarfsemi stuðlar að vistvænni byggð þar sem fleiri geta búið í næsta nágrenni við vinnustaði. Þessi nýja byggð hefði mjög gott aðgengi að samgöngum og væri í göngufæri við mikilvæga þjónustu. Miðað er við að að bílastæðum fyrir byggingarnar væri komið fyrir í bílakjöllurum eins og sýnt er að sniðmyndinni. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt Fræðast má meira um þessar vinnutillögur á https://skipulag.reykjavik.is/. Einnig geta íbúar og hagsmunaðilar í Háaleiti-Bústöðum mætt á upplýsingafund fimmudaginn 21. október næstkomandi í Réttarholtskóla en fundurinn hefst kl. 19.30. Þar mun fundargestum gefast færi á að kynna sér tillögurnar, ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar og skipulagsráðgjafa og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar