Fótbolti

Þjálfari Bayern með veiruna og fluttur heim til München í sjúkraflugi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julian Nagelsmann á æfingu með Bayern München liðinu á dögunum.
Julian Nagelsmann á æfingu með Bayern München liðinu á dögunum. AP/Matthias Schrader

Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern München, stýrði ekki liði sínu í Meistaradeildinni í Lissabon í gærkvöldi þrátt fyrir að vera kominn með liðinu til Portúgals.

Klukktíma fyrir leikinn í gær var það tilkynnt að Nagelsmann yrði ekki með í leiknum. Hinn 34 ára gamli þjálfari var sagður vera með flensu en í morgun kom í ljós að hann er með kórónuveiruna.

Bayern liðið vann leikinn 4-0 en fyrsta markið kom þó ekki fyrr en á sjötugustu mínútu leiksins. Dino Toppmöller stýrði liðinu í fjarveru aðalþjálfarans. Leroy Sané skoraði tvö markanna og lagði einnig upp mark fyrir Robert Lewandowski.

Bayern staðfesti hver veikindi Nagelsmann væri í dag og að hann verði fluttur sér heim til Þýskalands.

Nagelsmann mun fljúga með sérstöku sjúkraflugi frá Lissabon og svo bíður hans einangrun heima fyrir.

Bayern byrjar vel á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Nagelsmann en liðið er með forystu í deildinni og búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni með markatölunni 12-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×