Grindvíkingar hafa ekki unnið heimasigur á KR í næstum því fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 15:01 Björgvin Hafþór Ríkharðsson og félagar í Grindavík ætla sér örugglega langþráðan heimasigur á KR í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Grindvíkingar hafa fagnað mun oftar sigri í DHL-höll þeirra KR-inga á síðustu árum en þegar KR-ingar hafa heimsótt þá til Grindavíkur. Grindavíkurliðið getur bætt úr því í kvöld. Fyrsti leikur þriðju umferðar Subway-deildar karla og fyrri sjónvarpsleikur dagsins er leikur Grindavíkur og KR í HS Orku-höllinni í Grindavík í kvöld. Bæði liðin töpuðu í síðustu umferð og eru tvö af sex liðum deildarinnar með einn sigur og eitt tap í fyrstu tveimur umferðunum. KR-ingar hafa unnið þrjá síðustu deildarleiki sína í Grindavík og hafa enn fremur farið burtu með bæði stigin í sjö af síðustu átta heimsóknum sínum til Grindavíkur. Síðasti heimasigur Grindvíkinga á KR í úrvalsdeildinni var tíu stiga sigur, 94-84, 10. nóvember 2017. Jóhann Þór Ólafsson var þá þjálfari Grindavíkurliðsins og þeir Rashad Whack (28 stig, 6 stoðsendingar), Ólafur Ólafsson (20 stig), Sigurður Gunnar Þorsteinsson (14 stig, 14 fráköst) og Dagur Kár Jónsson (12 stig, 6 stoðsendingar) fóru fyrir liðinu. Aðeins Ólafur er enn að spila með Grindvíkingum. Á þessum 47 mánuðum sem eru liðnir þá hafa Grindvíkingar reyndar unnuð KR-inga tvisvar en báðir sigurleikirnir hafa komið í Vesturbænum, tveggja stiga sigur í maí síðastliðnum og tíu stiga sigur í nóvember 2018. Leikur Grindavíkur og KR hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá leik ÍR og Keflavíkur og strax eftir þann leik munu Subway-Tilþrifin gera upp alla leiki kvöldsins. Síðustu átta deildarleikir Grindavíkur og KR í Röstinni í Grindavík: 8. febrúar 2021: KR vann 12 stiga sigur (95-83) 5. janúar 2020: KR vann 3 stiga sigur (94-91) 3. mars 2019: KR vann 9 stiga sigur (103-94) 10. nóvember 2017: Grindavík vann 10 stiga sigur (94-84) 19. janúar 2917: KR vann 2 stiga sigur (80-78) 2. nóvember 2015: KR vann 20 stiga sigur (93-73) 5. febrúar 2015: KR vann 2 stiga sigur (73-71) 10. október 2013: KR vann 20 stiga sigur (94-74) Subway-deild karla KR UMF Grindavík Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira
Fyrsti leikur þriðju umferðar Subway-deildar karla og fyrri sjónvarpsleikur dagsins er leikur Grindavíkur og KR í HS Orku-höllinni í Grindavík í kvöld. Bæði liðin töpuðu í síðustu umferð og eru tvö af sex liðum deildarinnar með einn sigur og eitt tap í fyrstu tveimur umferðunum. KR-ingar hafa unnið þrjá síðustu deildarleiki sína í Grindavík og hafa enn fremur farið burtu með bæði stigin í sjö af síðustu átta heimsóknum sínum til Grindavíkur. Síðasti heimasigur Grindvíkinga á KR í úrvalsdeildinni var tíu stiga sigur, 94-84, 10. nóvember 2017. Jóhann Þór Ólafsson var þá þjálfari Grindavíkurliðsins og þeir Rashad Whack (28 stig, 6 stoðsendingar), Ólafur Ólafsson (20 stig), Sigurður Gunnar Þorsteinsson (14 stig, 14 fráköst) og Dagur Kár Jónsson (12 stig, 6 stoðsendingar) fóru fyrir liðinu. Aðeins Ólafur er enn að spila með Grindvíkingum. Á þessum 47 mánuðum sem eru liðnir þá hafa Grindvíkingar reyndar unnuð KR-inga tvisvar en báðir sigurleikirnir hafa komið í Vesturbænum, tveggja stiga sigur í maí síðastliðnum og tíu stiga sigur í nóvember 2018. Leikur Grindavíkur og KR hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá leik ÍR og Keflavíkur og strax eftir þann leik munu Subway-Tilþrifin gera upp alla leiki kvöldsins. Síðustu átta deildarleikir Grindavíkur og KR í Röstinni í Grindavík: 8. febrúar 2021: KR vann 12 stiga sigur (95-83) 5. janúar 2020: KR vann 3 stiga sigur (94-91) 3. mars 2019: KR vann 9 stiga sigur (103-94) 10. nóvember 2017: Grindavík vann 10 stiga sigur (94-84) 19. janúar 2917: KR vann 2 stiga sigur (80-78) 2. nóvember 2015: KR vann 20 stiga sigur (93-73) 5. febrúar 2015: KR vann 2 stiga sigur (73-71) 10. október 2013: KR vann 20 stiga sigur (94-74)
Síðustu átta deildarleikir Grindavíkur og KR í Röstinni í Grindavík: 8. febrúar 2021: KR vann 12 stiga sigur (95-83) 5. janúar 2020: KR vann 3 stiga sigur (94-91) 3. mars 2019: KR vann 9 stiga sigur (103-94) 10. nóvember 2017: Grindavík vann 10 stiga sigur (94-84) 19. janúar 2917: KR vann 2 stiga sigur (80-78) 2. nóvember 2015: KR vann 20 stiga sigur (93-73) 5. febrúar 2015: KR vann 2 stiga sigur (73-71) 10. október 2013: KR vann 20 stiga sigur (94-74)
Subway-deild karla KR UMF Grindavík Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira