Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2021 19:20 Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni. Stöð 2/Arnar Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. Samkvæmt Þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í gær þyrftu átján hundruð fullbúnar íbúðir að koma á markað í landinu að jafnaði á hverju ári. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til í borgarstjórn að nú þegar yrði ráðist í byggingu þrjú þúsund íbúða á Keldnalandinu, í Úlfarsárdal og hér við Umferðarmiðstöðina, steinsnar frá Reykjavíkurflugvelli. Meirihlutinn felldi þá tillögu í gær. Í Pallborðinu í dag sagði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að íbúðir á þéttingarsvæðum væru bæði fáar og mjög dýrar. „Við erum að segja; byggjum á þessum stöðum þar sem það er hagkvæmt. Ekki bara á dýru stöðunum. Þetta þarf að gera. Við sjáum að húsnæði hefur hækkað gríðarlega. Um fimmtán til sextán prósent að jafnaði og sérbýlið um yfir tuttugu prósent á tólf mánuðum á Íslandi. Þannig að það er augljóst að eftirspurnin er mikil og framboðið of lítið,“ sagði Eyþór. Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi.Stöð 2/Arnar Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á þéttingu byggðar á undanförnum árum og nýjar íbúðir hafa sprottið upp hér og þar miðsvæðis í borginni. Eftir að Seðlabankinn tók að lækka vexti jókst eftirspurnin eftir húsnæði mjög mikið um mitt síðasta ár og verðið rauk upp úr öllu valdi. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs sagði Sjálfstæðismenn tala eins og ekkert hefði verið byggt þegar algert met hafi verið slegið með þúsund íbúðum 2019 og fimmtán hundruð í fyrra. Tillaga þeirra kæmi frá klofnasta flokki í skipulagsmálum á byggðu bóli. „Þið eruð að reyna, vegna þess að þið eruð ósammála um þéttingu. Þið eruð ósammála um flugvöllinn, þið eruð ósammála um þéttingu og hvort byggja eigi í Skerjafirði. Þess vegna dróguð þið fram tillögu um einu reitina í borginni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er innbyrðis sammála um að þar eigi að byggja,“ sagði Pawel. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins sagði meirihlutaflokkana í borginni haldna ótrúlegri forræðishyggju. Mikið vantaði upp á að ólíkir hópar fólks stæðu jafnfætis varðandi aðgang að húsnæði. Margir eyddu stórum hluta tekna sinna í húsaleigu. „Ég vil bara meira. Byggja alls staðar þar sem hægt er að byggja fyrir allt fólk. Sama hvernig efnahagur er. Það þurfa allir þak yfir höfuðið. Það þarf að spýta í lófana núna og það strax á morgun,“ sagði Kolbrún. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni. Reykjavík Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Pallborðið Tengdar fréttir Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Samkvæmt Þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í gær þyrftu átján hundruð fullbúnar íbúðir að koma á markað í landinu að jafnaði á hverju ári. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til í borgarstjórn að nú þegar yrði ráðist í byggingu þrjú þúsund íbúða á Keldnalandinu, í Úlfarsárdal og hér við Umferðarmiðstöðina, steinsnar frá Reykjavíkurflugvelli. Meirihlutinn felldi þá tillögu í gær. Í Pallborðinu í dag sagði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að íbúðir á þéttingarsvæðum væru bæði fáar og mjög dýrar. „Við erum að segja; byggjum á þessum stöðum þar sem það er hagkvæmt. Ekki bara á dýru stöðunum. Þetta þarf að gera. Við sjáum að húsnæði hefur hækkað gríðarlega. Um fimmtán til sextán prósent að jafnaði og sérbýlið um yfir tuttugu prósent á tólf mánuðum á Íslandi. Þannig að það er augljóst að eftirspurnin er mikil og framboðið of lítið,“ sagði Eyþór. Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi.Stöð 2/Arnar Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á þéttingu byggðar á undanförnum árum og nýjar íbúðir hafa sprottið upp hér og þar miðsvæðis í borginni. Eftir að Seðlabankinn tók að lækka vexti jókst eftirspurnin eftir húsnæði mjög mikið um mitt síðasta ár og verðið rauk upp úr öllu valdi. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs sagði Sjálfstæðismenn tala eins og ekkert hefði verið byggt þegar algert met hafi verið slegið með þúsund íbúðum 2019 og fimmtán hundruð í fyrra. Tillaga þeirra kæmi frá klofnasta flokki í skipulagsmálum á byggðu bóli. „Þið eruð að reyna, vegna þess að þið eruð ósammála um þéttingu. Þið eruð ósammála um flugvöllinn, þið eruð ósammála um þéttingu og hvort byggja eigi í Skerjafirði. Þess vegna dróguð þið fram tillögu um einu reitina í borginni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er innbyrðis sammála um að þar eigi að byggja,“ sagði Pawel. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins sagði meirihlutaflokkana í borginni haldna ótrúlegri forræðishyggju. Mikið vantaði upp á að ólíkir hópar fólks stæðu jafnfætis varðandi aðgang að húsnæði. Margir eyddu stórum hluta tekna sinna í húsaleigu. „Ég vil bara meira. Byggja alls staðar þar sem hægt er að byggja fyrir allt fólk. Sama hvernig efnahagur er. Það þurfa allir þak yfir höfuðið. Það þarf að spýta í lófana núna og það strax á morgun,“ sagði Kolbrún. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni.
Reykjavík Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Pallborðið Tengdar fréttir Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20