Getur endað með einangrun ungs fólks Sigríður Fossberg Thorlacius skrifar 22. október 2021 08:04 Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. Dæmi er um að 15 ára einstaklingur sé búinn að vera á biðlista síðan í október 2020 – eða í rúmlega ár. Sérstaklega er þessi langa bið áberandi úti á landi en á þó einnig við um höfuðborgarsvæðið. Það er ekki við talmeinafræðingana sjálfa að sakast heldur umgjörð stjórnvalda um starfsréttindi þeirra. Þetta er alvarlegt staða að mínu mati, þar sem það að stama getur haft afar djúpstæð áhrif á einstaklinga alla ævi. Stami er oft líkt við ísjaka og er því þá skipt upp í ytri og innri einkenni. Ytri einkennin eru þá það sem við heyrum og sjáum, þ.e.a.s. sýnilegi hluti ísjakans og hins vegar innri einkenni sem ekki sjást líkt og huldi hluti ísjakans. Undir yfirborðinu getur því leynst kvíði, gremja, skömm, ótti, sektarkennd, hlédrægni og jafnvel erfiðleikar í samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar við allar þær tilfinningar sem búa innra með einstaklingi sem stamar hafa margir þeirra jafnframt orðið fyrir einelti, áreitni og hæðni eða upplifað að þeir hafa ekki verið metnir að verðleikum á lífsleiðinni. Stam er oft misskilið og fólki sem stamar sagt að það þurfi að slaka aðeins á eða tala jafnvel örlítið hægar. Stam er hins vegar bara ein leið til þess að tjá sig og er mjög einstaklingsbundið og getur birst á ólíkan hátt. Stam getur sem dæmi komið fram sem hik, endurtekningar hljóða eða orða, lenging orða eða jafnvel erfiðleikar við að koma orðum út. Jafnframt geta margvíslegir kækir fylgt stami svo sem hopp, grettur, og fótastapp svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig einstaklingsbundið hvernig fólki líður með sitt stam og hvernig það nálgast það og hvort vilji er til að stjórna stami eða að reyna að draga úr því. Við sem stömum erum í raun jafn ólík og við erum mörg. Birtingarmynd stams í fjölmiðlum, eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, hefur alla jafna styrkt neikvæðar og oft og tíðum rangar hugmyndir fólks um stam. Stam hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið karaktereinkenni persóna sem eiga að vera taugaveiklaðar, stressaðar, glíma við andleg veikindi eða gagngert notað til þess að vekja upp samúð með persónu hjá áhorfanda. Jákvæð framsetning í fjölmiðlum og jákvæðar og sýnilegar fyrirmyndir sem stama eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir neikvæðar tilfinningar einstaklinga með stam og ýta undir jákvæð viðhorf og rétta mynd almennings gagnvart stami. Við erum öll ólík og mismunandi kostum gædd, stam segir ekki til um greind, hæfileika eða hæfni einstaklinga ekki frekar en tungumál, útlit, kynþáttur eða hvað annað. Það sem við segjum skiptir máli en ekki hvernig við segjum það. Til að við finnum okkar styrk til að tjá okkur getur þjónusta talmeinafræðinga skipt sköpum. Vil ég fyrir hönd minna félagsmanna, á degi vitundarvakningar um stam, hvetja stjórnvöld til að ráðast í þá vinnu að gera börnum, ungmennum og eldra fólki, það auðveldara að komast að hjá talmeinafræðingum, landsmönnum öllum til heilla. Höfundur er forman Málbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. Dæmi er um að 15 ára einstaklingur sé búinn að vera á biðlista síðan í október 2020 – eða í rúmlega ár. Sérstaklega er þessi langa bið áberandi úti á landi en á þó einnig við um höfuðborgarsvæðið. Það er ekki við talmeinafræðingana sjálfa að sakast heldur umgjörð stjórnvalda um starfsréttindi þeirra. Þetta er alvarlegt staða að mínu mati, þar sem það að stama getur haft afar djúpstæð áhrif á einstaklinga alla ævi. Stami er oft líkt við ísjaka og er því þá skipt upp í ytri og innri einkenni. Ytri einkennin eru þá það sem við heyrum og sjáum, þ.e.a.s. sýnilegi hluti ísjakans og hins vegar innri einkenni sem ekki sjást líkt og huldi hluti ísjakans. Undir yfirborðinu getur því leynst kvíði, gremja, skömm, ótti, sektarkennd, hlédrægni og jafnvel erfiðleikar í samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar við allar þær tilfinningar sem búa innra með einstaklingi sem stamar hafa margir þeirra jafnframt orðið fyrir einelti, áreitni og hæðni eða upplifað að þeir hafa ekki verið metnir að verðleikum á lífsleiðinni. Stam er oft misskilið og fólki sem stamar sagt að það þurfi að slaka aðeins á eða tala jafnvel örlítið hægar. Stam er hins vegar bara ein leið til þess að tjá sig og er mjög einstaklingsbundið og getur birst á ólíkan hátt. Stam getur sem dæmi komið fram sem hik, endurtekningar hljóða eða orða, lenging orða eða jafnvel erfiðleikar við að koma orðum út. Jafnframt geta margvíslegir kækir fylgt stami svo sem hopp, grettur, og fótastapp svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig einstaklingsbundið hvernig fólki líður með sitt stam og hvernig það nálgast það og hvort vilji er til að stjórna stami eða að reyna að draga úr því. Við sem stömum erum í raun jafn ólík og við erum mörg. Birtingarmynd stams í fjölmiðlum, eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, hefur alla jafna styrkt neikvæðar og oft og tíðum rangar hugmyndir fólks um stam. Stam hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið karaktereinkenni persóna sem eiga að vera taugaveiklaðar, stressaðar, glíma við andleg veikindi eða gagngert notað til þess að vekja upp samúð með persónu hjá áhorfanda. Jákvæð framsetning í fjölmiðlum og jákvæðar og sýnilegar fyrirmyndir sem stama eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir neikvæðar tilfinningar einstaklinga með stam og ýta undir jákvæð viðhorf og rétta mynd almennings gagnvart stami. Við erum öll ólík og mismunandi kostum gædd, stam segir ekki til um greind, hæfileika eða hæfni einstaklinga ekki frekar en tungumál, útlit, kynþáttur eða hvað annað. Það sem við segjum skiptir máli en ekki hvernig við segjum það. Til að við finnum okkar styrk til að tjá okkur getur þjónusta talmeinafræðinga skipt sköpum. Vil ég fyrir hönd minna félagsmanna, á degi vitundarvakningar um stam, hvetja stjórnvöld til að ráðast í þá vinnu að gera börnum, ungmennum og eldra fólki, það auðveldara að komast að hjá talmeinafræðingum, landsmönnum öllum til heilla. Höfundur er forman Málbjargar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar