Leggja drög að stjórnarsáttmála Birgir Olgeirsson og Snorri Másson skrifa 25. október 2021 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hittust á fundi í ráðherrabústaðanum í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa formennirnir sett texta á blað um þau málefni sem hafa náðst sátt um en þó er ekki svo að samkomulag ríki um öll atriði. Fréttastofa hefur sjálfstæðar heimildir fyrir því að formönnunum hafi orðið nokkuð ágengt og að allt stefni í að stjórnarsáttmáli geti tekið á sig heildstæða mynd frá og með næstu viku. Í millitíðinni eru þó fyrirhugaðar utanlandsferðir af hálfu ráðherranna og svo er til þess að taka að stjórnarsáttmálinn verður kynntur flokkunum áður en gengið er frá honum. „Verið að setja texta niður á blað“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir aðspurður að viðræðurnar ganga vel en vill ekki þó ganga svo langt að segja að leiðtogarnir séu farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála. „Við höfum auðvitað verið að setja niður texta á blað en það kemur að því að við munum komast á þann stað,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Allt sé undir í þessum viðræðum. „Við erum bara að vinna að þessu áfram með allt undir en erum ekki komin á endastöð. En smátt og smátt skýrist myndin,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir hafa áður gefið út að stjórnarmyndun sé ólíkleg fyrr en búið væri að leysa úr þeim ágreiningi sem er uppi varðandi endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar, hefur sagt að það sé gerlegt að nefndin klári sína vinnu í næstu viku. Flokkarnir nái sömu sýn Sigurður Ingi segir mikilvægt að vanda til verka og skapa traustan grundvöll fyrir samstarf. Rammaáætlun og frekari orkuvinnsla standi út af borðinu, en þar eru mikil tækifæri að mati Sigurðar Inga. „En við þurfum auðvitað að finna lausnir á því að þessir þrír flokkar nái sömu sýn á því að efla samfélagið með grænum fjárfestingum og grænni orku því þar liggja gríðarleg tækifæri hjá okkur á Íslandi.“ Hann er vongóður að flokkarnir þrír nái saman. „Og við sitjum auðvitað ekki við á hverjum degi nema af því við trúum að það sé skynsamlegt og við sjáum hag okkar og þjóðarinnar best borgið í því að við vinnum saman áfram.“ Verðbólgan áskorun Ein af áskorunum sem ríkisstjórnin horfir á er að halda verðbólgu í skefjum næstu misseri. Hrávöruverð hefur hækkað um allan heim en Sigurður Ingi segir mikilvægt að ríkisstjórnin ýti ekki undir verðbólguna með sínum aðgerðum. Hann telur þó skynsamlegt að viðhalda fjárfestingastiginu til að viðhalda störfum í landinu. Bensínverð hefur hækkað mikið og kallað eftir að ríkið lækki álögur tímabundið en Sigurður bendir á að ríkissjóður sé rekinn með tapi. „Ef hann er rekinn með miklu tapi þá mun hann hafa áhrif á verðbólguna. Það er heildarmyndin sem þarf að horfa á. Ríkissjóður býr ekki svo vel að geta gengið í einhverja sjóði. Við erum í taprekstri og erum að snúa því við með því að efla atvinnulífið. Þess vegna held ég að sé skynsamlegt að viðhalda opinberri fjárfestingu áfram og jafnvel auka hana ef hægt er. En á sama tíma þurfum við að gæta okkar í öðrum útgjöldum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hittust á fundi í ráðherrabústaðanum í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa formennirnir sett texta á blað um þau málefni sem hafa náðst sátt um en þó er ekki svo að samkomulag ríki um öll atriði. Fréttastofa hefur sjálfstæðar heimildir fyrir því að formönnunum hafi orðið nokkuð ágengt og að allt stefni í að stjórnarsáttmáli geti tekið á sig heildstæða mynd frá og með næstu viku. Í millitíðinni eru þó fyrirhugaðar utanlandsferðir af hálfu ráðherranna og svo er til þess að taka að stjórnarsáttmálinn verður kynntur flokkunum áður en gengið er frá honum. „Verið að setja texta niður á blað“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir aðspurður að viðræðurnar ganga vel en vill ekki þó ganga svo langt að segja að leiðtogarnir séu farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála. „Við höfum auðvitað verið að setja niður texta á blað en það kemur að því að við munum komast á þann stað,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Allt sé undir í þessum viðræðum. „Við erum bara að vinna að þessu áfram með allt undir en erum ekki komin á endastöð. En smátt og smátt skýrist myndin,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir hafa áður gefið út að stjórnarmyndun sé ólíkleg fyrr en búið væri að leysa úr þeim ágreiningi sem er uppi varðandi endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar, hefur sagt að það sé gerlegt að nefndin klári sína vinnu í næstu viku. Flokkarnir nái sömu sýn Sigurður Ingi segir mikilvægt að vanda til verka og skapa traustan grundvöll fyrir samstarf. Rammaáætlun og frekari orkuvinnsla standi út af borðinu, en þar eru mikil tækifæri að mati Sigurðar Inga. „En við þurfum auðvitað að finna lausnir á því að þessir þrír flokkar nái sömu sýn á því að efla samfélagið með grænum fjárfestingum og grænni orku því þar liggja gríðarleg tækifæri hjá okkur á Íslandi.“ Hann er vongóður að flokkarnir þrír nái saman. „Og við sitjum auðvitað ekki við á hverjum degi nema af því við trúum að það sé skynsamlegt og við sjáum hag okkar og þjóðarinnar best borgið í því að við vinnum saman áfram.“ Verðbólgan áskorun Ein af áskorunum sem ríkisstjórnin horfir á er að halda verðbólgu í skefjum næstu misseri. Hrávöruverð hefur hækkað um allan heim en Sigurður Ingi segir mikilvægt að ríkisstjórnin ýti ekki undir verðbólguna með sínum aðgerðum. Hann telur þó skynsamlegt að viðhalda fjárfestingastiginu til að viðhalda störfum í landinu. Bensínverð hefur hækkað mikið og kallað eftir að ríkið lækki álögur tímabundið en Sigurður bendir á að ríkissjóður sé rekinn með tapi. „Ef hann er rekinn með miklu tapi þá mun hann hafa áhrif á verðbólguna. Það er heildarmyndin sem þarf að horfa á. Ríkissjóður býr ekki svo vel að geta gengið í einhverja sjóði. Við erum í taprekstri og erum að snúa því við með því að efla atvinnulífið. Þess vegna held ég að sé skynsamlegt að viðhalda opinberri fjárfestingu áfram og jafnvel auka hana ef hægt er. En á sama tíma þurfum við að gæta okkar í öðrum útgjöldum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira