Sameinuðu þjóðirnar áforma neyðarfund í Öryggisráðinu síðar í dag.
Almenningur hefur víða hlýtt kalli lýðræðissinna í Súdan og mótmælt var á götum úti í alla nótt og hafa fregnir borist af því að herinn hafi skotið á mótmælendur. Tölur um manntjón eru þó á reiki.
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmdi atburðina harðlega og krafðist þess að forsætisráðherra landsins, sem nú er í haldi, verði sleppt tafarlaust og landinu komið undir lýðræðisstjórn á ný.
Bandaríkin hafa einnig ákveðið að fresta greiðslu um 700 milljóna dollara sem áttu að fara til aðstoðar í Súdan.