Geislafræðingur sem ráðist var á við vinnu fær ekki bætur frá ríkinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 13:49 Árásarmaðurinn hrinti geislafræðingnum með þeim afleiðingum að hún hlaut tjón af. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum geislafræðings sem hafði við störf sín árið 2016 orðið fyrir líkamsárás. Vildi geislafræðingurinn meina að ríkið ætti að greiða henni bætur í samræmi við kjarasamninga ríkisins við Félag geislafræðinga. Geislafræðingurinn gerði þá kröfu að íslenska ríkið greiddi henni tæpar 17 milljónir króna í miskabætur. Hafði hún starfað sem geislafræðingur á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Þann 9. september 2016 hafði hún sótt sér matarbakka í matsal og var á leið aftur upp á röngtgendeild þegar hún gekk fram hjá aðstöðu öryggisvarða. Var þar staddur maður sem átti í orðaskiptum við tvo öryggisverði. Varð maðurinn æstur þegar hann fékk þær upplýsingar frá öryggisvörðunum að geðdeildhafi ekki verið opnuð. Tók hann þá á rás eftir ganginum, hljóp aftan að geislafræðingnum og hrinti henni þannig að hún hlaut tjón af. Maðurinn var sakfelldur fyrir árásina í október 2017 og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða geislafræðingnum 451 þúsund krónur í skaðabætur en það hefur ekki gengið eftir sökum fjárhagsstöðu mannsins. Engin ástæða fyrir öryggisverðina að yfirbuga árásarmanninn Geislafræðingurinn byggði mál sitt á því að hún ætti rétt til frekari bóta á grundvelli slysatrygginga samkvæmt kjarasamningi ríkisins við Félag geislfræðinga. Til vara var málið byggt á því að ríkið bæri ábyrgð á tjóninu þar sem ríkið hafi sem vinnuveitandi geislafræðingsins mistekist að tryggja öryggi hennar. Öryggisverðirnir tveir hafi til að mynda ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti þennan dag. Þá hafi aðbúnaðurinn á Landspítalanum verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Að mati dómarans stóðust ekki kröfur geislafræðingsins. Vísaði hann til þess að samkvæmt kjarasamningnum, og þeirri grein sem geislafræðingurinn vísaði til, þyrfti starfsmaðurinn að hafa orðið fyrir tjóni sínu við það að sinna einstaklingnum sem olli tjóninu. Ljóst sé að árásarmaðurinn var ekki í meðferð hjá geislafræðingnum og var hann ekki innritaður sjúklingur á Landspítala. Geislafræðingurinn hafi einnig byggt mál sitt á því að öryggi hennar hafi ekki verið tryggt og vísaði hún sérstaklega til þess að öryggisverðirnir hafi ekki sinnt störfum sínum nægilega vel. Dómurinn féllst ekki á það og taldi ekkert athugavert við að manninum hafi verið vísað inn á spítalann, en hann hafði vakið athygli öryggisvarðanna þegar hann stóð fyrir utan með sambýliskonu sinni og barni og var þar mikill æsingur. Þegar öryggisvörðurinn hafi nálgast parið hafi konan sagt að maðurinn þyrfti hjálp, öryggisvörðurinn hafi því ákveðið að vísa honum inn á spítalann. Þá hafi ekkert átt sér stað, áður en maðurinn tók á rás eftir ganginum, sem réttlætt hefði getið að öryggisverðirnir reyndu að handtaka manninn og yfirbuga hann. Þá var ekki fallist á þá athugasemd geislafræðingsins að aðbúnaður á Landspítala hafi verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Dómsmál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Geislafræðingurinn gerði þá kröfu að íslenska ríkið greiddi henni tæpar 17 milljónir króna í miskabætur. Hafði hún starfað sem geislafræðingur á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Þann 9. september 2016 hafði hún sótt sér matarbakka í matsal og var á leið aftur upp á röngtgendeild þegar hún gekk fram hjá aðstöðu öryggisvarða. Var þar staddur maður sem átti í orðaskiptum við tvo öryggisverði. Varð maðurinn æstur þegar hann fékk þær upplýsingar frá öryggisvörðunum að geðdeildhafi ekki verið opnuð. Tók hann þá á rás eftir ganginum, hljóp aftan að geislafræðingnum og hrinti henni þannig að hún hlaut tjón af. Maðurinn var sakfelldur fyrir árásina í október 2017 og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða geislafræðingnum 451 þúsund krónur í skaðabætur en það hefur ekki gengið eftir sökum fjárhagsstöðu mannsins. Engin ástæða fyrir öryggisverðina að yfirbuga árásarmanninn Geislafræðingurinn byggði mál sitt á því að hún ætti rétt til frekari bóta á grundvelli slysatrygginga samkvæmt kjarasamningi ríkisins við Félag geislfræðinga. Til vara var málið byggt á því að ríkið bæri ábyrgð á tjóninu þar sem ríkið hafi sem vinnuveitandi geislafræðingsins mistekist að tryggja öryggi hennar. Öryggisverðirnir tveir hafi til að mynda ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti þennan dag. Þá hafi aðbúnaðurinn á Landspítalanum verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Að mati dómarans stóðust ekki kröfur geislafræðingsins. Vísaði hann til þess að samkvæmt kjarasamningnum, og þeirri grein sem geislafræðingurinn vísaði til, þyrfti starfsmaðurinn að hafa orðið fyrir tjóni sínu við það að sinna einstaklingnum sem olli tjóninu. Ljóst sé að árásarmaðurinn var ekki í meðferð hjá geislafræðingnum og var hann ekki innritaður sjúklingur á Landspítala. Geislafræðingurinn hafi einnig byggt mál sitt á því að öryggi hennar hafi ekki verið tryggt og vísaði hún sérstaklega til þess að öryggisverðirnir hafi ekki sinnt störfum sínum nægilega vel. Dómurinn féllst ekki á það og taldi ekkert athugavert við að manninum hafi verið vísað inn á spítalann, en hann hafði vakið athygli öryggisvarðanna þegar hann stóð fyrir utan með sambýliskonu sinni og barni og var þar mikill æsingur. Þegar öryggisvörðurinn hafi nálgast parið hafi konan sagt að maðurinn þyrfti hjálp, öryggisvörðurinn hafi því ákveðið að vísa honum inn á spítalann. Þá hafi ekkert átt sér stað, áður en maðurinn tók á rás eftir ganginum, sem réttlætt hefði getið að öryggisverðirnir reyndu að handtaka manninn og yfirbuga hann. Þá var ekki fallist á þá athugasemd geislafræðingsins að aðbúnaður á Landspítala hafi verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér.
Dómsmál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira