Orkuskipti – stóra tækifærið fyrir Ísland Ingólfur Guðmundsson skrifar 27. október 2021 08:01 Hagnýting jarðefnaeldsneytis hefur gegnt lykilhlutverki í samfélagsþróun síðustu tvær aldir. Nú er velferð mannkyns ógnað vegna áhrifa losunar koltvísýrings sem fylgir bruna á kolum, jarðgasi og olíu. Mörg Evrópuríki styðja rausnarlega við fjárfestingu og nýsköpun á sviði orkuskipta. Markmiðið er ekki aðeins að draga úr loftslagsvánni heldur einnig að skapa útflutningstekjur og verðmæt störf. Íslendingar, leiðandi þjóð í nýtingu vatnsafls og jarðvarma, eru eftirbátar grannríkjanna í stuðningi við nýsköpun og markaðssetningu grænna lausna. Danir ætla sér leiðandi hlutverk í orkuskiptum og líta á það sem tækifæri til að stórauka útflutningstekjur. Nýlega samþykkti danska þingið 17 milljarða króna framlag til sex verkefna á sviði grænnar orku. Þá eru stjórnvöld að vinna að sameiningu opinberra sjóða sem styrkja verkefni á sviði grænnar tækni. Fjárfestingageta þeirra verður 500 milljarðar króna fram til 2030. Sterkur stuðningur á heimamarkaði veitir dönskum fyrirtækjum ótvírætt samkeppnisforskot. Carbon Recycling International (CRI) er íslenskt hátæknifyrirtæki og hefur undanfarin 15 ár þróað og innleitt tækni til að nýta græna raforku til sjálfbærrar framleiðslu hráefna fyrir iðnað og grænt eldsneyti á skip og bíla. Nú hefur CRI landað fyrstu stóru verkefnunum erlendis. Með slíkri tækni geta Íslendingar orðið leiðandi í lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi. En sterk staða á alþjóðlegum markaði fyrir grænar lausnir, næst ekki nema að nýsköpunarfyrirtæki geti treyst á stuðning hins opinbera og sterkan heimamarkað. Til að styðja við vöxt eftirspurnar innanlands og skapa atvinnu á sviði grænna lausna, þurfa íslensk stjórnvöld að hraða orkuskiptum með hvötum í skattkerfinu, auknu fjármagni og áherslu á loftslagsmál í opinberum innkaupum. Síðan 2009 hafa notendur eldsneytis á sjó og landi greitt ríkissjóði kolefnisgjald sem ætlað var að hvetja til orkuskipta. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema nú 44.000 milljónum króna en lítið bólar á auknu fjármagni til þróunar og innleiðingar grænni lausna fyrir sjávarútveg og samgöngur. Eftir áratug orða en minni aðgerða, hlýtur næsta ríkisstjórn að spýta í lófana. Með auknum opinberum stuðningi getur íslenskur grænn iðnaður keppt á alþjóðlegum markaði og orðið öflug stoð í hagkerfinu. Valið stendur milli þess að vera leiðandi eða fylgjandi í grænu byltingunni. Loftslagsvandinn er skýr en sóknarfærin blasa einnig við. Höfundur er forstjóri CRI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hagnýting jarðefnaeldsneytis hefur gegnt lykilhlutverki í samfélagsþróun síðustu tvær aldir. Nú er velferð mannkyns ógnað vegna áhrifa losunar koltvísýrings sem fylgir bruna á kolum, jarðgasi og olíu. Mörg Evrópuríki styðja rausnarlega við fjárfestingu og nýsköpun á sviði orkuskipta. Markmiðið er ekki aðeins að draga úr loftslagsvánni heldur einnig að skapa útflutningstekjur og verðmæt störf. Íslendingar, leiðandi þjóð í nýtingu vatnsafls og jarðvarma, eru eftirbátar grannríkjanna í stuðningi við nýsköpun og markaðssetningu grænna lausna. Danir ætla sér leiðandi hlutverk í orkuskiptum og líta á það sem tækifæri til að stórauka útflutningstekjur. Nýlega samþykkti danska þingið 17 milljarða króna framlag til sex verkefna á sviði grænnar orku. Þá eru stjórnvöld að vinna að sameiningu opinberra sjóða sem styrkja verkefni á sviði grænnar tækni. Fjárfestingageta þeirra verður 500 milljarðar króna fram til 2030. Sterkur stuðningur á heimamarkaði veitir dönskum fyrirtækjum ótvírætt samkeppnisforskot. Carbon Recycling International (CRI) er íslenskt hátæknifyrirtæki og hefur undanfarin 15 ár þróað og innleitt tækni til að nýta græna raforku til sjálfbærrar framleiðslu hráefna fyrir iðnað og grænt eldsneyti á skip og bíla. Nú hefur CRI landað fyrstu stóru verkefnunum erlendis. Með slíkri tækni geta Íslendingar orðið leiðandi í lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi. En sterk staða á alþjóðlegum markaði fyrir grænar lausnir, næst ekki nema að nýsköpunarfyrirtæki geti treyst á stuðning hins opinbera og sterkan heimamarkað. Til að styðja við vöxt eftirspurnar innanlands og skapa atvinnu á sviði grænna lausna, þurfa íslensk stjórnvöld að hraða orkuskiptum með hvötum í skattkerfinu, auknu fjármagni og áherslu á loftslagsmál í opinberum innkaupum. Síðan 2009 hafa notendur eldsneytis á sjó og landi greitt ríkissjóði kolefnisgjald sem ætlað var að hvetja til orkuskipta. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema nú 44.000 milljónum króna en lítið bólar á auknu fjármagni til þróunar og innleiðingar grænni lausna fyrir sjávarútveg og samgöngur. Eftir áratug orða en minni aðgerða, hlýtur næsta ríkisstjórn að spýta í lófana. Með auknum opinberum stuðningi getur íslenskur grænn iðnaður keppt á alþjóðlegum markaði og orðið öflug stoð í hagkerfinu. Valið stendur milli þess að vera leiðandi eða fylgjandi í grænu byltingunni. Loftslagsvandinn er skýr en sóknarfærin blasa einnig við. Höfundur er forstjóri CRI.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun