Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2021 08:21 Dynjandisfoss á Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestfjarðastofu og Íslandsstofu. Þar segir að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem muni reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt. „Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk Lonely Planet staði fyrir Best in Travel listann, sá listi fer síðan fyrir dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara frammúr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „Vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um straum ferðamanna að fossinum Dynjanda frá í september. Eiga mikið inni Haft er eftir Díönu Jóhannesdóttur hjá Vestfjarðastofu að fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fáist ekki jafn glæsileg viðurkenning og einmitt Best in Travel hjá Lonely Planet. „Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins,“ segir Díana. Ennfremur segir frá því að vestfirsk ferðaþjónusta hafi lagt mikla áherslu á sjálfbæra uppbyggingu og sé það ein af ástæðum þess að Vestfirðir séu í dag með silfurvottun frá umhverfissamtökunum EarthCheck. Náttúran og samfélögin á Vestfjörðum séu okkar helstu auðlindir og við verðum að hlúa að þeim til frambúðar. Listar Lonely Planet yfir bestu áfangastaðina 2022 Topp tíu lönd: Cookeyjar Noregur Máritíus Belís Slóvenía Angvilla Óman Nepal Malaví Egyptaland Topp tíu landsvæði Vestfirðir, Ísland Vestur-Virginía, Bandaríkin Xishuangbanna, Kína Ströndin í Kent, Bretland Púertó Ríkó Shikoku, Japan Atacama-eyðimörkin, Chile Scenic Rim, Ástralía Vancouver-eyja, Kanada Búrgúndí, Frakkland Topp tíu borgir Auckland, Nýja-Sjáland Taipei, Taívan Freiburg, Þýskaland Atlanta, Bandaríkin Lagos, Nígería Níkósía/Lefkosia, Kýpur Dublin, Írland Merida, Mexíkó Flórens, Ítalía Gyeongju, Suður-Kórea Viðurkenning fyrir þróunarstarfið Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þetta frábæra viðurkenningu fyrir það þróunarstarf sem hafi átt sér stað í ferðaþjónustu á Vestfjörðum að fá þessa útnefningu frá Lonely Planet. „Það má líka segja að þetta komi á besta tíma, nú þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni að vekja áhuga ferðamanna á Íslandi á ný í kjölfar Covid-19 þar sem við munum eiga í harðri samkeppni við önnur lönd. Íslandsstofa mun vinna vel að því að kynna þessa niðurstöðu í samstarfi við Áfangastaðastofu Vestfjarða“ segir Sigríður Dögg. Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tálknafjörður Árneshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Kaldrananeshreppur Bolungarvík Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestfjarðastofu og Íslandsstofu. Þar segir að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem muni reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt. „Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk Lonely Planet staði fyrir Best in Travel listann, sá listi fer síðan fyrir dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara frammúr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „Vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um straum ferðamanna að fossinum Dynjanda frá í september. Eiga mikið inni Haft er eftir Díönu Jóhannesdóttur hjá Vestfjarðastofu að fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fáist ekki jafn glæsileg viðurkenning og einmitt Best in Travel hjá Lonely Planet. „Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins,“ segir Díana. Ennfremur segir frá því að vestfirsk ferðaþjónusta hafi lagt mikla áherslu á sjálfbæra uppbyggingu og sé það ein af ástæðum þess að Vestfirðir séu í dag með silfurvottun frá umhverfissamtökunum EarthCheck. Náttúran og samfélögin á Vestfjörðum séu okkar helstu auðlindir og við verðum að hlúa að þeim til frambúðar. Listar Lonely Planet yfir bestu áfangastaðina 2022 Topp tíu lönd: Cookeyjar Noregur Máritíus Belís Slóvenía Angvilla Óman Nepal Malaví Egyptaland Topp tíu landsvæði Vestfirðir, Ísland Vestur-Virginía, Bandaríkin Xishuangbanna, Kína Ströndin í Kent, Bretland Púertó Ríkó Shikoku, Japan Atacama-eyðimörkin, Chile Scenic Rim, Ástralía Vancouver-eyja, Kanada Búrgúndí, Frakkland Topp tíu borgir Auckland, Nýja-Sjáland Taipei, Taívan Freiburg, Þýskaland Atlanta, Bandaríkin Lagos, Nígería Níkósía/Lefkosia, Kýpur Dublin, Írland Merida, Mexíkó Flórens, Ítalía Gyeongju, Suður-Kórea Viðurkenning fyrir þróunarstarfið Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þetta frábæra viðurkenningu fyrir það þróunarstarf sem hafi átt sér stað í ferðaþjónustu á Vestfjörðum að fá þessa útnefningu frá Lonely Planet. „Það má líka segja að þetta komi á besta tíma, nú þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni að vekja áhuga ferðamanna á Íslandi á ný í kjölfar Covid-19 þar sem við munum eiga í harðri samkeppni við önnur lönd. Íslandsstofa mun vinna vel að því að kynna þessa niðurstöðu í samstarfi við Áfangastaðastofu Vestfjarða“ segir Sigríður Dögg.
Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tálknafjörður Árneshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Kaldrananeshreppur Bolungarvík Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31