Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 77-86 | Grindvíkingar höfðu betur í toppslagnum Ísak Óli Traustason skrifar 28. október 2021 22:54 Grindavík vann góðan sigur gegn Tindastól í kvöld Vísir/Bára Dröfn Tindastóll fékk Grindavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Grindvíkingar sköpuðu sér forustu sem þeir létu ekki af hendi og sigruðu að lokum. Lokatölur 77-86. Leikurinn fór jafnt af stað og leiddu heimamenn að honum loknum 22-20. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta en Kristófer Breki skoraði síðustu körfu hálfleiksins og kom Grindvíkingum yfir í leiknum, staðan 41-43. Ivan var illviðráðanlegur fyrir heimamenn og var með 10 stig og 7 fráköst í hálfleik, Javon Bess var stigahæstur heimamanna með 10 stig. Grindvíkingar mættu öflugir til leiks í þriðja leikhluta og þriggja stiga skot frá Ólafi Ólafssyni kom af stað áhlaupi sem endaði með því að Grindvíkingar leiddu leikinn 57-70 undir lok leikhlutans. Tindastóll kom með áhlaup og hótuðu því að koma aftur inn í leikinn en gestirnir stóðust áhlaupið og með öguðum sóknarleik sigldu þeir sigrinum heim. Af hverju vann Grindavík? Þeir slátruðu frákastabarráttunni 50-29 og spiluðu agaðan sóknarleik, enda leikinn með 46 prósent skotnýtingu (50 prósent í tveggja stiga skotum og 40 prósent í þriggja stiga skotum). Sú staðreynd að þeir voru að frákasta svona vel vóg upp á móti því að þeir enda leikinn með 21 tapaðan bolta. Grindavík spiluðu hörku vörn hérna í leiknum og neyddu Stólana í erfið skot hvað eftir annað. Hverjir stóðu upp úr? Ivan Aurrecoechea Alcolado var besti maður vallarinn hérna í kvöld, hann endaði leikinn með 25 stig og 15 fráköst, hann hefði hæglega geta skorað meira því hann klikkaði á nokkrum galopnum skotum undir körfunni. Allir byrjunarliðsleikmenn Grindvíkinga skora yfir 10 stig, Kristinn var næst stigahæstur með 16 stig. Javon Bess var bestur heimamanna með 30 stig, þar af 6 þriggja stiga skot ofan í. Hvað hefði betur mátt fara? Leikurinn er í járnum í fyrri hálfleik en Grindvíkingar búa til forustu í þriðja leikhluta. Þá stirðnar sóknarleikur Tindastóls upp og var Javon Bess að draga vagninn. Stólarnir þurfa að fá framlag frá meiri mönnum á sóknarhelmingi vallarins og frákasta betur á báðum endum vallarins. Grindvíkingar þurfa að fækka töpuðu boltum hjá sér fyrir næsta leik. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn til Njarðvíkinga á meðan að Grindavík spila við Breiðablik á heimavelli. Baldur: Við vorum bara of flatir og þá tapar þú Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, segir að gestirnir hafi verið grimmari í kvöld.vísir/bára „Grindavík gerði vel og við þurfum að vera betri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson strax eftir leik. Grindvíkingar taka 50 fráköst á móti 29 hjá Tindastól og aðspurður út í ástæðuna fyrir því sagði Baldur að „þeir voru meira agressive en við meiri hlutan af leiknum og við reyndum aðeins að kveikja á þessu á stuttum tímapunktum í leiknum en annars vorum við bara of flatir og þá tapar þú.“ Javon Bess var frábær í liði heimamanna hér kvöld og tók Baldur undir það og bætti við að „við náðum ekki að komast í takt sóknarlega og það er bara eins og það er, við förum yfir það og bætum það.“ Tindastóll hefur unnið 3 leiki og tapað 1 í upphafi tímabils, aðspurður út í það hvort Baldur taldi það ásættanlega útkomu svarið hann játandi en bætti við að „maður vill vinna alla leiki, það er bara þannig og maður er alltaf pirraður þegar að maður tapar.“ Kristinn Pálsson: Eina sem skiptir máli í þessu er að taka sigrana og við gerðum það í kvöld Kristinn Pálsson átti flottan leik í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Kristinn Pálsson leikmaður Grindavíkur var flottur í leiknum með 16 stig og 4 fráköst. Kristinn var ánægður með sigurinn. „Við erum búnir að spila tvo erfiða leiki í röð, gangandi út með tvo sigra, við getum ekki verið ánægðari.“ Aðspurður út í byrjun Grindvíkinga á tímabilinu sagði Kristinn að hún væri búin að vera mjög góð með miklum stígandi í leik þeirra. „Við tókum Þór Akureyri heima og síðan förum við í Val og fáum smá skell þar, áttum ekki að fá neitt úr þeim leik. En síðan þá, þá finnst mér að við höfum átt að vinna alla þrjá leikina sem við erum búnir að taka eftir það. Það er búinn að vera geggjaður stígandi í þessu og það er það sem við viljum.“ Kristinn sagðist nokkuð ánægður með sitt framlag í leiknum þegar að hann var spurður út í það og bætti við að „þetta var erfiður leikur síðast fyrir mig en þá stígur maður bara upp, maður í manns stað og allt það, en eina sem skiptir máli í þessu er að taka sigrana og við gerðum það í kvöld.“ Subway-deild karla Tindastóll UMF Grindavík
Tindastóll fékk Grindavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Grindvíkingar sköpuðu sér forustu sem þeir létu ekki af hendi og sigruðu að lokum. Lokatölur 77-86. Leikurinn fór jafnt af stað og leiddu heimamenn að honum loknum 22-20. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta en Kristófer Breki skoraði síðustu körfu hálfleiksins og kom Grindvíkingum yfir í leiknum, staðan 41-43. Ivan var illviðráðanlegur fyrir heimamenn og var með 10 stig og 7 fráköst í hálfleik, Javon Bess var stigahæstur heimamanna með 10 stig. Grindvíkingar mættu öflugir til leiks í þriðja leikhluta og þriggja stiga skot frá Ólafi Ólafssyni kom af stað áhlaupi sem endaði með því að Grindvíkingar leiddu leikinn 57-70 undir lok leikhlutans. Tindastóll kom með áhlaup og hótuðu því að koma aftur inn í leikinn en gestirnir stóðust áhlaupið og með öguðum sóknarleik sigldu þeir sigrinum heim. Af hverju vann Grindavík? Þeir slátruðu frákastabarráttunni 50-29 og spiluðu agaðan sóknarleik, enda leikinn með 46 prósent skotnýtingu (50 prósent í tveggja stiga skotum og 40 prósent í þriggja stiga skotum). Sú staðreynd að þeir voru að frákasta svona vel vóg upp á móti því að þeir enda leikinn með 21 tapaðan bolta. Grindavík spiluðu hörku vörn hérna í leiknum og neyddu Stólana í erfið skot hvað eftir annað. Hverjir stóðu upp úr? Ivan Aurrecoechea Alcolado var besti maður vallarinn hérna í kvöld, hann endaði leikinn með 25 stig og 15 fráköst, hann hefði hæglega geta skorað meira því hann klikkaði á nokkrum galopnum skotum undir körfunni. Allir byrjunarliðsleikmenn Grindvíkinga skora yfir 10 stig, Kristinn var næst stigahæstur með 16 stig. Javon Bess var bestur heimamanna með 30 stig, þar af 6 þriggja stiga skot ofan í. Hvað hefði betur mátt fara? Leikurinn er í járnum í fyrri hálfleik en Grindvíkingar búa til forustu í þriðja leikhluta. Þá stirðnar sóknarleikur Tindastóls upp og var Javon Bess að draga vagninn. Stólarnir þurfa að fá framlag frá meiri mönnum á sóknarhelmingi vallarins og frákasta betur á báðum endum vallarins. Grindvíkingar þurfa að fækka töpuðu boltum hjá sér fyrir næsta leik. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn til Njarðvíkinga á meðan að Grindavík spila við Breiðablik á heimavelli. Baldur: Við vorum bara of flatir og þá tapar þú Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, segir að gestirnir hafi verið grimmari í kvöld.vísir/bára „Grindavík gerði vel og við þurfum að vera betri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson strax eftir leik. Grindvíkingar taka 50 fráköst á móti 29 hjá Tindastól og aðspurður út í ástæðuna fyrir því sagði Baldur að „þeir voru meira agressive en við meiri hlutan af leiknum og við reyndum aðeins að kveikja á þessu á stuttum tímapunktum í leiknum en annars vorum við bara of flatir og þá tapar þú.“ Javon Bess var frábær í liði heimamanna hér kvöld og tók Baldur undir það og bætti við að „við náðum ekki að komast í takt sóknarlega og það er bara eins og það er, við förum yfir það og bætum það.“ Tindastóll hefur unnið 3 leiki og tapað 1 í upphafi tímabils, aðspurður út í það hvort Baldur taldi það ásættanlega útkomu svarið hann játandi en bætti við að „maður vill vinna alla leiki, það er bara þannig og maður er alltaf pirraður þegar að maður tapar.“ Kristinn Pálsson: Eina sem skiptir máli í þessu er að taka sigrana og við gerðum það í kvöld Kristinn Pálsson átti flottan leik í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Kristinn Pálsson leikmaður Grindavíkur var flottur í leiknum með 16 stig og 4 fráköst. Kristinn var ánægður með sigurinn. „Við erum búnir að spila tvo erfiða leiki í röð, gangandi út með tvo sigra, við getum ekki verið ánægðari.“ Aðspurður út í byrjun Grindvíkinga á tímabilinu sagði Kristinn að hún væri búin að vera mjög góð með miklum stígandi í leik þeirra. „Við tókum Þór Akureyri heima og síðan förum við í Val og fáum smá skell þar, áttum ekki að fá neitt úr þeim leik. En síðan þá, þá finnst mér að við höfum átt að vinna alla þrjá leikina sem við erum búnir að taka eftir það. Það er búinn að vera geggjaður stígandi í þessu og það er það sem við viljum.“ Kristinn sagðist nokkuð ánægður með sitt framlag í leiknum þegar að hann var spurður út í það og bætti við að „þetta var erfiður leikur síðast fyrir mig en þá stígur maður bara upp, maður í manns stað og allt það, en eina sem skiptir máli í þessu er að taka sigrana og við gerðum það í kvöld.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum