Ræður fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2021 21:00 Hanna María Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ. Pug-hundar, eins og sá sem sést á myndinni til hægri, glíma sumir við alvarleg heilsufarsvandamál vegna óvarlegrar ræktunar. Vísir/Arnar Örkumlun og styttri lífími er á meðal þess sem getur fylgt flötu trýni, sem ræktað hefur verið upp í ýmsum gæludýrategundum. Dýralæknir ræður fólki frá því að fá sér slík dýr og kallar eftir stefnubreytingu hjá ræktendum. Pug-hundar eins og sá sem fréttamaður heldur á í meðfylgjandi myndskeiði eru ein vinsælasta hundategund á Íslandi. Þeir eru þekktir fyrir afbragðsgott geðslag en geta glímt við alvarlega heilsukvilla. Þar má nefna öndunarerfiðleika, vandræði með húðfellingar, tennur og hitastjórnun. Þetta má helst rekja til þess að trýni hundanna, sem og annarra vinsælla tegunda á borð við boxer, bolabíta og suma persneska ketti, hefur verið ræktað til að vera óeðlilega stutt og klesst. Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknaspítalanum í Garðabæ segir þessa ræktunarstefnu stefna velferð dýranna í voða - en tekur þó fram að ræktendur vilji flestir vel. „Sumir þessara hunda fá svokallað hemivertibrae og þeir hljóta örkuml, þeir geta lamast inn á milli, lamast varanlega og þetta eru dýr sem eru eins til fjögurra ára sem er náttúrulega enginn líftími.“ Fimm sentímetra trýni myndi breyta miklu Vandinn liggi í því að dýr með stutt og kubbsleg trýni fái framgang á sýningum - og þannig framgang í ræktun. Hanna bendir á að Evrópusambandið hafi unnið að tillögum, þar sem ekki megi rækta undan dýrum með ýkt útlitseinkenni sem hafi áhrif á heilsu þeirra. „Við hljótum að vilja skoða þetta mjög ígrundað, þannig að við getum öll allavega gengið út frá því að við eigum dýrin okkar í að minnsta kosti átta til tólf ár,“ segir Hanna. „Það myndi breyta miklu fyrir þessi dýr að hafa þó ekki nema fimm til sjö sentímetra trýni, versus jafnvel innfallið trýni sem maður sér í „extreme“ tilfellum.“ Evrópskir dýralæknar lýstu í vikunni yfir áhyggjum af stöðunni og biðluðu til fólks að kaupa ekki flatnefja gæludýr. Hanna tekur heilshugar undir þetta. „Með því að kaupa þau ertu að viðhalda ræktuninni á þeim. Vertu gagnrýninn,“ segir Hanna. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Pug-hundar eins og sá sem fréttamaður heldur á í meðfylgjandi myndskeiði eru ein vinsælasta hundategund á Íslandi. Þeir eru þekktir fyrir afbragðsgott geðslag en geta glímt við alvarlega heilsukvilla. Þar má nefna öndunarerfiðleika, vandræði með húðfellingar, tennur og hitastjórnun. Þetta má helst rekja til þess að trýni hundanna, sem og annarra vinsælla tegunda á borð við boxer, bolabíta og suma persneska ketti, hefur verið ræktað til að vera óeðlilega stutt og klesst. Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknaspítalanum í Garðabæ segir þessa ræktunarstefnu stefna velferð dýranna í voða - en tekur þó fram að ræktendur vilji flestir vel. „Sumir þessara hunda fá svokallað hemivertibrae og þeir hljóta örkuml, þeir geta lamast inn á milli, lamast varanlega og þetta eru dýr sem eru eins til fjögurra ára sem er náttúrulega enginn líftími.“ Fimm sentímetra trýni myndi breyta miklu Vandinn liggi í því að dýr með stutt og kubbsleg trýni fái framgang á sýningum - og þannig framgang í ræktun. Hanna bendir á að Evrópusambandið hafi unnið að tillögum, þar sem ekki megi rækta undan dýrum með ýkt útlitseinkenni sem hafi áhrif á heilsu þeirra. „Við hljótum að vilja skoða þetta mjög ígrundað, þannig að við getum öll allavega gengið út frá því að við eigum dýrin okkar í að minnsta kosti átta til tólf ár,“ segir Hanna. „Það myndi breyta miklu fyrir þessi dýr að hafa þó ekki nema fimm til sjö sentímetra trýni, versus jafnvel innfallið trýni sem maður sér í „extreme“ tilfellum.“ Evrópskir dýralæknar lýstu í vikunni yfir áhyggjum af stöðunni og biðluðu til fólks að kaupa ekki flatnefja gæludýr. Hanna tekur heilshugar undir þetta. „Með því að kaupa þau ertu að viðhalda ræktuninni á þeim. Vertu gagnrýninn,“ segir Hanna.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“