Zayn kærður fyrir að hafa beitt frænku Gigi ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 16:31 Zayn og Gigi eru sögð hafa hætt saman. Getty/Raymond Hall Zayn Malik hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn frænku barsmóður sinnar, Gigi Hadid. Malik hefur tilkynnt dómstóli að hann muni ekki mótmæla kærunni. Dómstóll í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur sagt að tónlistarmaðurinn, sem áður var í strákasveitinni One Direction, hafi játað í fjórum ákæruliðum fyrir dómstóli í fyrradag, 27. október. Söngvarinn hefur þó sjálfur gefið út að hann hafi ekki gert það heldur hafi hann ákveðið að mótmæla kærunni ekki. Kæruna segir hann tengjast rifrildi við ættingja Gigi Hadid, barsmóður sinnar og fyrirsætu. Malik hefur jafnframt verið sakaður um að hafa barið Yolanda Hadid, móður Gigi, en hann neitar þeim ásökunum. Ekki hefur verið lögð fram kæra í því máli. Sú ákvörðun Maliks að mótmæla ekki kærunni (e. no contest plea) þýðir að málið fari ekki fyrir dómstóla en honum geti verið refsað eins og ef hann hefði verið sakfelldur. Þar sem hann verður hvorki sakfelldur í málinu né að hann hafi játað verður ekki hægt að vísa til málsins í öðrum kærumálum, ef hann verður kærður fyrir annað. Malik, 28 ára, og Hadid, 26 ára, eiga saman ársgamla dóttur og hófst samband þeirra árið 2015. Samkvæmt heimildum slúðurblaðsins TMZ hafa leiðir þeirra skilið. pic.twitter.com/Idwdx1PZdB— zayn (@zaynmalik) October 28, 2021 Samkvæmt dómsgögnum á rifrildið við frænku Hadid að hafa átt sér stað 29. september síðastliðinn. Malik segir í yfirlýsingu á Twitter að hann vilji ekki tjá sig mikið um málið. Hann sé hlédrægur og vilji ekki að fjölskyldumál séu í kastljósi fyrir alheiminn að skoða. Dóttir hans eigi skilið að alast upp við eðlilegar aðstæður. „Í von um að vernda hana ákvað ég að mótmæla ekki kærunni, sem tengist rifrildi við ættingja maka míns. Hún kom inn á heimili okkar á meðan maki minn var ekki heima fyrir nokkrum vikum.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Dómstóll í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur sagt að tónlistarmaðurinn, sem áður var í strákasveitinni One Direction, hafi játað í fjórum ákæruliðum fyrir dómstóli í fyrradag, 27. október. Söngvarinn hefur þó sjálfur gefið út að hann hafi ekki gert það heldur hafi hann ákveðið að mótmæla kærunni ekki. Kæruna segir hann tengjast rifrildi við ættingja Gigi Hadid, barsmóður sinnar og fyrirsætu. Malik hefur jafnframt verið sakaður um að hafa barið Yolanda Hadid, móður Gigi, en hann neitar þeim ásökunum. Ekki hefur verið lögð fram kæra í því máli. Sú ákvörðun Maliks að mótmæla ekki kærunni (e. no contest plea) þýðir að málið fari ekki fyrir dómstóla en honum geti verið refsað eins og ef hann hefði verið sakfelldur. Þar sem hann verður hvorki sakfelldur í málinu né að hann hafi játað verður ekki hægt að vísa til málsins í öðrum kærumálum, ef hann verður kærður fyrir annað. Malik, 28 ára, og Hadid, 26 ára, eiga saman ársgamla dóttur og hófst samband þeirra árið 2015. Samkvæmt heimildum slúðurblaðsins TMZ hafa leiðir þeirra skilið. pic.twitter.com/Idwdx1PZdB— zayn (@zaynmalik) October 28, 2021 Samkvæmt dómsgögnum á rifrildið við frænku Hadid að hafa átt sér stað 29. september síðastliðinn. Malik segir í yfirlýsingu á Twitter að hann vilji ekki tjá sig mikið um málið. Hann sé hlédrægur og vilji ekki að fjölskyldumál séu í kastljósi fyrir alheiminn að skoða. Dóttir hans eigi skilið að alast upp við eðlilegar aðstæður. „Í von um að vernda hana ákvað ég að mótmæla ekki kærunni, sem tengist rifrildi við ættingja maka míns. Hún kom inn á heimili okkar á meðan maki minn var ekki heima fyrir nokkrum vikum.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira