Fótbolti

Bayern heldur toppsætinu eftir sjö marka leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Robert Lewandowski skoraði fyrstu tvö mörk Bayern í dag.
Robert Lewandowski skoraði fyrstu tvö mörk Bayern í dag. Boris Streubel/Getty Images

Nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka í tíundu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Robert Lewandowski var enn eina ferðina á skotskónum er Bayern München vann 4-2 sigur gegn Union Berlin.

Lewandowski kom Bayern yfir af vítapunktinum á 15. mínútu, og hann var aftur á ferðinni átta mínútum síðar þegar hann tvöfaldaði forystu gestanna eftir stoðsendingu frá Thomas Müller.

Leroy Sane breytti stöðunni í 3-0 tíu mínútum fyrir hálfleik, áður en Niko Giesselmann minnkaði muninn stuttu fyrir hlé.

Staðan var því 3-1 þegar gengið var til búningsherbergja en Kingsley Coman kom gestunum í 4-1 eftir rúmlega klukkutíma leik. 

Julian Ryerson hafði einungis verið í um mínútu inni á vellinum þegar hann minnkaði muninn á ný fyrir heimamenn áður en Thomas Müller tryggði gestunum 5-2 sigur tíu mínútum fyrir leikslok.

Sigurinn þýðir að Bayern heldur toppsæti deildarinnar, en liðið er nú með 25 stig eftir tíu leiki.

Thorgan Hazard og Steffen Tigges sáu um markaskorun Dortmund er liðið vann 2-0 sigur gegn FC Cologne, en með sigrinum halda liðsmenn Dortmund sér aðeins einu stigi á eftir Bayern í öðru sæti deildarinnar.

Öll úrslit dagsins hingað til:

Arminia Bielefeld 1-2 Mainz

Bayer Leverkusen 0-2 Wolfsburg

Borussia Dortmund 2-0 FC Cologne

Freiburg 3-1 Greuther Fuerth

Union Berlin 2-5 Bayern München




Fleiri fréttir

Sjá meira


×