„Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 13:29 Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands. Vísir Dósent í stjórnsýslurétti segir að það verði að vera ljóst að ágalli á meðferð kjörgagna hafi raunverulega haft áhrif á niðurstöðu kosninganna, ef hrófla eigi við niðurstöðunni. Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, telur að líta þurfi til þess hvað gerðist í raun og veru á sunnudeginum örlagaríka, 26. september í Norðvesturkjördæmi. Skoða þurfi hvað gerðist frá fyrri talningu þangað til að endurtalning fór fram. „Það eru ágallar á því hvernig þessi salur var vaktaður, eða honum lokað og hvernig haldið var utan um kjörgögnin þarna. Það eru ágallar á því,“ segir Trausti. Ágallarnir þurfi að hafa haft áhrif á niðurstöðu Niðurstaðan ráðist af því hvort meðferð á kjörgögnum hafi í raun leitt til þess að seinni talningin hafi ekki verið marktæk. Ágallarnir sem fyrir liggja á meðferð atkvæðanna er ekki næg ástæða til að hrófla við niðurstöðunni ein og sér. „Það að vera töluverður vafi. Það verður að vera eitthvað sem bendir til að meðferð kjörgagnanna hafi ekki verið í lagi með þeim hætti að það hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna,“ segir Trausti. Ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram Trausti segir mikilvægt að kerfið bjóði upp á að hægt sé að fara í uppkosningu, það sé lykilatriði í kosningakerfum að geta brugðist við galla. Á sama tíma sé líka mikilvægt að niðurstöður kosningar standi: „Það sé ekki hægt með einhverjum aðferðum að kasta rýrð á þær [kosningarnar] og þurfa að fara að kjósa aftur, bara af því einhver er ósáttur. Það myndi vinna algerlega gegn tilgangi og festu í þessu lýðræðislega kerfi,“ segir Trausti en ítrekar þó að ekki megi forðast endurkosningu vegna óhagræðis, ef verður komist að þeirri niðurstöðu. Næstu dagar undirbúningskjörbréfanefndar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Trausti telur að þingmenn eigi stórt verk fyrir höndum. „Prófið sem að þingmennirnir standa fyrir er hvort þingmenn geti litið tiltölulega hlutlægt á þessi gögn öllsömul og komist að niðurstöðu sem að stenst einhverja prófun almennrar skynsemi eða hvort þeir láta pólitíska stundarhagsmuni ráða því að einhverju leyti hvernig þau greiða atkvæði. Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar,“ segir Trausti en telur þó ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram við úrlausn verkefnisins. Trausti Fannar Valsson var í viðtali á Sprengisandi í dag en viðtalið má hlusta á hér að neðan. Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, telur að líta þurfi til þess hvað gerðist í raun og veru á sunnudeginum örlagaríka, 26. september í Norðvesturkjördæmi. Skoða þurfi hvað gerðist frá fyrri talningu þangað til að endurtalning fór fram. „Það eru ágallar á því hvernig þessi salur var vaktaður, eða honum lokað og hvernig haldið var utan um kjörgögnin þarna. Það eru ágallar á því,“ segir Trausti. Ágallarnir þurfi að hafa haft áhrif á niðurstöðu Niðurstaðan ráðist af því hvort meðferð á kjörgögnum hafi í raun leitt til þess að seinni talningin hafi ekki verið marktæk. Ágallarnir sem fyrir liggja á meðferð atkvæðanna er ekki næg ástæða til að hrófla við niðurstöðunni ein og sér. „Það að vera töluverður vafi. Það verður að vera eitthvað sem bendir til að meðferð kjörgagnanna hafi ekki verið í lagi með þeim hætti að það hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna,“ segir Trausti. Ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram Trausti segir mikilvægt að kerfið bjóði upp á að hægt sé að fara í uppkosningu, það sé lykilatriði í kosningakerfum að geta brugðist við galla. Á sama tíma sé líka mikilvægt að niðurstöður kosningar standi: „Það sé ekki hægt með einhverjum aðferðum að kasta rýrð á þær [kosningarnar] og þurfa að fara að kjósa aftur, bara af því einhver er ósáttur. Það myndi vinna algerlega gegn tilgangi og festu í þessu lýðræðislega kerfi,“ segir Trausti en ítrekar þó að ekki megi forðast endurkosningu vegna óhagræðis, ef verður komist að þeirri niðurstöðu. Næstu dagar undirbúningskjörbréfanefndar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Trausti telur að þingmenn eigi stórt verk fyrir höndum. „Prófið sem að þingmennirnir standa fyrir er hvort þingmenn geti litið tiltölulega hlutlægt á þessi gögn öllsömul og komist að niðurstöðu sem að stenst einhverja prófun almennrar skynsemi eða hvort þeir láta pólitíska stundarhagsmuni ráða því að einhverju leyti hvernig þau greiða atkvæði. Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar,“ segir Trausti en telur þó ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram við úrlausn verkefnisins. Trausti Fannar Valsson var í viðtali á Sprengisandi í dag en viðtalið má hlusta á hér að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41
Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01
Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45