Málefnalegar ástæður fyrir því að 20 starfsmenn Landspítalans hafni bólusetningu Snorri Másson skrifar 31. október 2021 12:12 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Starfandi forstjóri Landspítalans segir að spítalinn hafi brugðist eins vel við og hann gat þegar hópsmit kom upp á hjartaskurðdeild. Hún kveðst skilja vel að aðstandendur séu sárir vegna málsins. Fimmtíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem eru ívið færri en undanfarna daga. Kann það að skýrast af því að færri einkennasýni séu tekin um helgar. Tveir eru á gjörgæslu samkvæmt nýjustu uppýsingum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala, vill að fólk viðhafi persónubundnar sóttvarnir. „Ég segi það að fara varlega, nota grímur, það er ekki íþyngjandi að nota grímu og huga að handhreinsun. Það er alveg það minnsta sem við getum gert,“ segir Guðlaug. Nýlega kom fram að 480 starfsmenn á Landspítala væru ekki bólusettir en aðeins 20 þeirra hafa hafnað bólusetningu. „Það eru sárafáir sem eru ekki bólusettir, þeir eru í kringum 20 samkvæmt síðustu úttekt og ástæða þess að þeir eru ekki bólusettir eru mjög málefnalegar,“ segir Guðlaug. Að minnsta kosti fimm greindust með veiruna á hjartaskurðdeild í liðinni viku eftir að hópsýking kom upp. Sumir voru nýbúnir í opnum skurðaðgerðum og því í viðkvæmri stöðu og aðstandendur sem fréttastofa hefur rætt við hafa ekki lýst viðbrögðum spítalans sem fullnægjandi. Aðstandendur eru auðvitað sumir sárir og sjálfir sjúklingarnir að fá þetta áfall eftir svona erfiðar aðgerðir, hvað hefurðu við það fólk að segja? „Þetta er mjög erfitt þegar svona kemur upp og ég skil það mjög vel. En svona hlutir gerast þegar það eru smit í samfélaginu. Þá getur komið smit inn á spítalann, því miður, og það gerðist í þetta skiptið, því miður,“ segir Guðlaug. Og var brugðist nógu hratt við og látið nógu snemma vita af þessu? „Já, það var algerlega brugðist mjög vel við og algerlega nógu hratt, eins vel og við getum gert, þannig að þar var í raun og veru allt gert rétt,“ segir Guðlaug Rakel. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50 600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fimmtíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem eru ívið færri en undanfarna daga. Kann það að skýrast af því að færri einkennasýni séu tekin um helgar. Tveir eru á gjörgæslu samkvæmt nýjustu uppýsingum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala, vill að fólk viðhafi persónubundnar sóttvarnir. „Ég segi það að fara varlega, nota grímur, það er ekki íþyngjandi að nota grímu og huga að handhreinsun. Það er alveg það minnsta sem við getum gert,“ segir Guðlaug. Nýlega kom fram að 480 starfsmenn á Landspítala væru ekki bólusettir en aðeins 20 þeirra hafa hafnað bólusetningu. „Það eru sárafáir sem eru ekki bólusettir, þeir eru í kringum 20 samkvæmt síðustu úttekt og ástæða þess að þeir eru ekki bólusettir eru mjög málefnalegar,“ segir Guðlaug. Að minnsta kosti fimm greindust með veiruna á hjartaskurðdeild í liðinni viku eftir að hópsýking kom upp. Sumir voru nýbúnir í opnum skurðaðgerðum og því í viðkvæmri stöðu og aðstandendur sem fréttastofa hefur rætt við hafa ekki lýst viðbrögðum spítalans sem fullnægjandi. Aðstandendur eru auðvitað sumir sárir og sjálfir sjúklingarnir að fá þetta áfall eftir svona erfiðar aðgerðir, hvað hefurðu við það fólk að segja? „Þetta er mjög erfitt þegar svona kemur upp og ég skil það mjög vel. En svona hlutir gerast þegar það eru smit í samfélaginu. Þá getur komið smit inn á spítalann, því miður, og það gerðist í þetta skiptið, því miður,“ segir Guðlaug. Og var brugðist nógu hratt við og látið nógu snemma vita af þessu? „Já, það var algerlega brugðist mjög vel við og algerlega nógu hratt, eins vel og við getum gert, þannig að þar var í raun og veru allt gert rétt,“ segir Guðlaug Rakel.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50 600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50
600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00