Marie Markussen kom Vålerenga eftir rúmlega stundarfjórðung og stefndi lengi vel í að það yrði eina mark fyrri hálfleiksins.
Dejana Stefanovic bætti hins vegar við öðru marki liðsins þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og staðan því 2-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Slik så det ut da @VIFDamer sikret cupgullet på Ullevaal i dag pic.twitter.com/YtUBm6mvCS
— Toppserien (@Kvinnefotball1) October 31, 2021
Marit Lund minnkaði muninn fyrir Sandviken snemma í síðari hálfleik en Ingibjörg og stöllur hennar í varnarlínu Vålerenga sáu til þess að ekki urðu fleiri mörk skoruðu og fagnaði Vålerenga því 2-1 sigri.
Er þetta annað árið í röð sem liðið verður bikarmeistari en liðið vann tvöfalt í fyrra. Í ár er liið í 4. sæti þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Ingibjörg lék allan leikinn í hjarta varnarinnar en Amanda sat á varamannabekknum frá upphafi til enda.