Erlent

Lestir skullu saman á Eng­landi

Árni Sæberg skrifar
Lestin á myndinni tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Lestin á myndinni tengist efni fréttarinnar ekki beint. William Barton/Getty Images

Tvær lestir skullu saman á milli bæjanna Andover og Salisbury á Englandi í kvöld. Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang en litlar upplýsingar liggja fyrir um slys á fólki, lögregla hefur þó gefið út að enginn hafi látist.

Talsmaður Great Western Railway lestafyrirtækisins staðfestir slysið í tilkynningu og segir lestarlínuna vera lokaða á meðan viðbragðaðilar eru að störfum.

Að sögn The Guardian eru um fimmtíu slökkviliðsmenn mættir á vettvang.

Þá segir að lestarstjóri annarar lestarinnar hafi setið fastur í stjórnklefa hennar. Hann sé þó laus og ekki alvarlega slasaður.

Breska umferðarlögreglan mun birta upplýsingar um málið á Twitter-síðu sinni. Í nýjustu færslu hennar segir að þónokkrir séu slasaðir en enginn látinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×