Allir nema einn í stjórninni standi þétt við bak Sólveigar Önnu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 12:00 Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar segir Sólveigu njóta mikils stuðnings stjórnar Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt um afsögn sína sem formaður Eflingar. Viðar Þorsteinsson hyggst fylgja henni og ætlar að láta af störfum sem framkvæmdastjóri, en ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem stjórnin túlkar sem vantraust. Bæði þegja þau þunnu hljóði og svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook seint í gærkvöld, þar sem hún sagði trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa borið sig þungum sökum í ályktun sem samþykkt var í júní. Ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sett fram fyrir hönd starfsmanna. Efling hefur ekki viljað verða við beiðni um afhendingu ályktunarinnar en Sólveig Anna segir í færslu sinni að ályktunin hafi ekki verið sannleikanum samkvæm og skrifuð af miklu dómgreindarleysi. Viðar Þorsteinsson tilkynnti svo um afsögn sína sem framkvæmdastjóri í morgun. Hvorugt þeirra hefur svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tjáir sig ekki um framhaldið hjá sér Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segist styðja ákvörðunina en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar. „Allir í stjórninni fyrir utan einn standa þétt við bakið á Sólveigu,“ segir Agnieszka. Aðspurð hvort ákvörðun Sólveigar hafi komið henni á óvart vill hún ekki tjá sig nánar um málið. Þá vill hún ekki upplýsa um hvort hún sjálf muni fylgja Sólveigu og Viðari eftir. Og þannig hafa svör allra, bæði innan Eflingar og ASÍ verið gagnvart fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Heimildir fréttastofu herma að stjórnin hafi komið saman í gær þar sem Sólveig gerði tilraun til að fá áframhaldandi stuðning innan stéttarfélagsins. Þær tilraunir virðast ekki hafa borið árangur. Von á yfirlýsingu frá Guðmundi Upphaf málsins má rekja til ályktunarinnar í júní, þar sem Sólveig Anna er meðal annars sögð halda svokallaðan aftökulista. Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, óskaði eftir upplýsingum um málið en var neitað. Hann fór því með málið í fjölmiðla á föstudag. Sólveigu barst síðan fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Guðmundur Baldursson sagði í samtali við fréttastofu í morgun að von væri á yfirlýsingu frá honum í dag þar sem fram kæmi hans hlið á málinu. Ólga innan Eflingar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook seint í gærkvöld, þar sem hún sagði trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa borið sig þungum sökum í ályktun sem samþykkt var í júní. Ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sett fram fyrir hönd starfsmanna. Efling hefur ekki viljað verða við beiðni um afhendingu ályktunarinnar en Sólveig Anna segir í færslu sinni að ályktunin hafi ekki verið sannleikanum samkvæm og skrifuð af miklu dómgreindarleysi. Viðar Þorsteinsson tilkynnti svo um afsögn sína sem framkvæmdastjóri í morgun. Hvorugt þeirra hefur svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tjáir sig ekki um framhaldið hjá sér Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segist styðja ákvörðunina en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar. „Allir í stjórninni fyrir utan einn standa þétt við bakið á Sólveigu,“ segir Agnieszka. Aðspurð hvort ákvörðun Sólveigar hafi komið henni á óvart vill hún ekki tjá sig nánar um málið. Þá vill hún ekki upplýsa um hvort hún sjálf muni fylgja Sólveigu og Viðari eftir. Og þannig hafa svör allra, bæði innan Eflingar og ASÍ verið gagnvart fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Heimildir fréttastofu herma að stjórnin hafi komið saman í gær þar sem Sólveig gerði tilraun til að fá áframhaldandi stuðning innan stéttarfélagsins. Þær tilraunir virðast ekki hafa borið árangur. Von á yfirlýsingu frá Guðmundi Upphaf málsins má rekja til ályktunarinnar í júní, þar sem Sólveig Anna er meðal annars sögð halda svokallaðan aftökulista. Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, óskaði eftir upplýsingum um málið en var neitað. Hann fór því með málið í fjölmiðla á föstudag. Sólveigu barst síðan fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Guðmundur Baldursson sagði í samtali við fréttastofu í morgun að von væri á yfirlýsingu frá honum í dag þar sem fram kæmi hans hlið á málinu.
Ólga innan Eflingar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira