Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 21:47 Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk á skrifstofu Eflingar hafa vitað af ofbeldishótunum starfsmanns í sinn garð en þagað um þær. Vísir/Vilhelm Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. Sólveig Anna hefur ekki látið fjölmiðla ná í sig í dag eftir að hún tilkynnti skyndilega um afsögn sína í Facebook-færslu í gærkvöldi. Hún vísaði til þess að starfsfólk á skrifstofu hefði lýst yfir vantrausti á hana með ályktun í sumar þar sem það gerði athugasemdir við stjórnarhætti hennar. Starfsfólk Eflingar hefur heldur ekki viljað ræða við fjölmiðla undir nafni í dag. Vísir hafði þó eftir ónafngreindum starfsmanni þar að starfsfólk væri óánægt með að Sólveig Anna hefði gefið út „skotleyfi“ á það með yfirlýsingu sinni í gær. Sólveig Anna bregst við þeim ummælum í langri Facebook-færslu sem hún birti nú á tíunda tímanum. Þar segir hún að henni hafi verið greint frá orðum karlkyns starfsmanns á skrifstofu Eflingar sem hafi lýst því við annan starfsmann um að hann væri að hugsa um að fara heim til hennar og vinna henni skaða „sem var ekki lýst nánar en voru augljóslega einhvers konar ofbeldi“. Henni hafi verið sagt frá þessu á fundi fyrir ríflega tveimur vikum. „Hann lét fylgja sögunni, þegar hann lýsti ofbeldishótunum sínum gegn mér, að hann hefði í tvö ár rispað bíl manns sem honum var illa við. Það sannaði að honum væri alvara og að hann væri fær um að fremja glæp. Hann bætti því við, að hann hefði ekki áhyggjur af að verða dæmdur í fangelsi vegna þess sem hann kynni gera mér, af því að jafnvel þó að hann yrði dæmdur þá þyrfti hann aldrei að sitja inni, þar sem hann væri með hreint sakavottorð,“ skrifar Sólveig Anna sem kannast ekki við að hafa gert nokkuð á hlut mannsins. Náinn fyrrum stjórnendum Sólveig Anna nafngreinir manninn ekki í færslu sinni en segir að sér skiljist að hann sé óánægður með að annar starfsmaður hafi fengið stöðuhækkun sem hann hafi talið sig eiga rétt á. Þá sé „alvitað“ að maðurinn sé náinn fyrrum stjórnendum á skrifstofu Eflingar sem hafi farið með lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn sér. „Þetta dæmi, sem er staðfest með skriflegum vitnisburði sem liggur inni hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar, er aðeins eitt af mörgum um það ofstæki og þá heift sem þótt hefur eðlilegt að ég sitji undir af hálfu starfsfólks Eflingar frá þeim degi sem ég var kosin sem formaður Eflingar.“ Gefur Sólveig Anna í skyn að hún hafi tilkynnt lögreglu um orðfæri mannsins og að starfsmenn á skrifstofunni hafi vitað af því og rætt það sín á milli. „Þeir munu eflaust ekki kannast lengur við neitt.“ Fullyrðir hún að trúnaðarmaður sem hafi gengið harðast fram í „glórulausum ásökunum gegn mér“ hafi haft vitneskju um það sem hún kallar „hótanir“ mannsins. Standi hjá meðan hún sé beitt ofbeldi Endurtekur Sólveig Anna svo fyrri lýsingar sínar á starfsmannafundi á föstudag þar sem hún gerði starfsfólki að velja á milli þessa að draga ályktun sína frá því í sumar til baka eða að hún segði af sér sem formaður. „Ég hef tekið mína ákvörðun og við hana stend ég. Ég er ekki hlaupast undan merkjum. Ég er einungis að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum hverjar takmarkanir mínar sem manneskju eru, þegar fólk sem ég þarf að geta treyst hefur lýst sig reiðubúið að svipta mig ærunni opinberlega en stendur þögult hjá á meðan ég er sjálf beitt ofbeldi fyrir framan augun á þeim,“ skrifar Sólveig Anna. Ólga innan Eflingar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Sólveig Anna hefur ekki látið fjölmiðla ná í sig í dag eftir að hún tilkynnti skyndilega um afsögn sína í Facebook-færslu í gærkvöldi. Hún vísaði til þess að starfsfólk á skrifstofu hefði lýst yfir vantrausti á hana með ályktun í sumar þar sem það gerði athugasemdir við stjórnarhætti hennar. Starfsfólk Eflingar hefur heldur ekki viljað ræða við fjölmiðla undir nafni í dag. Vísir hafði þó eftir ónafngreindum starfsmanni þar að starfsfólk væri óánægt með að Sólveig Anna hefði gefið út „skotleyfi“ á það með yfirlýsingu sinni í gær. Sólveig Anna bregst við þeim ummælum í langri Facebook-færslu sem hún birti nú á tíunda tímanum. Þar segir hún að henni hafi verið greint frá orðum karlkyns starfsmanns á skrifstofu Eflingar sem hafi lýst því við annan starfsmann um að hann væri að hugsa um að fara heim til hennar og vinna henni skaða „sem var ekki lýst nánar en voru augljóslega einhvers konar ofbeldi“. Henni hafi verið sagt frá þessu á fundi fyrir ríflega tveimur vikum. „Hann lét fylgja sögunni, þegar hann lýsti ofbeldishótunum sínum gegn mér, að hann hefði í tvö ár rispað bíl manns sem honum var illa við. Það sannaði að honum væri alvara og að hann væri fær um að fremja glæp. Hann bætti því við, að hann hefði ekki áhyggjur af að verða dæmdur í fangelsi vegna þess sem hann kynni gera mér, af því að jafnvel þó að hann yrði dæmdur þá þyrfti hann aldrei að sitja inni, þar sem hann væri með hreint sakavottorð,“ skrifar Sólveig Anna sem kannast ekki við að hafa gert nokkuð á hlut mannsins. Náinn fyrrum stjórnendum Sólveig Anna nafngreinir manninn ekki í færslu sinni en segir að sér skiljist að hann sé óánægður með að annar starfsmaður hafi fengið stöðuhækkun sem hann hafi talið sig eiga rétt á. Þá sé „alvitað“ að maðurinn sé náinn fyrrum stjórnendum á skrifstofu Eflingar sem hafi farið með lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn sér. „Þetta dæmi, sem er staðfest með skriflegum vitnisburði sem liggur inni hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar, er aðeins eitt af mörgum um það ofstæki og þá heift sem þótt hefur eðlilegt að ég sitji undir af hálfu starfsfólks Eflingar frá þeim degi sem ég var kosin sem formaður Eflingar.“ Gefur Sólveig Anna í skyn að hún hafi tilkynnt lögreglu um orðfæri mannsins og að starfsmenn á skrifstofunni hafi vitað af því og rætt það sín á milli. „Þeir munu eflaust ekki kannast lengur við neitt.“ Fullyrðir hún að trúnaðarmaður sem hafi gengið harðast fram í „glórulausum ásökunum gegn mér“ hafi haft vitneskju um það sem hún kallar „hótanir“ mannsins. Standi hjá meðan hún sé beitt ofbeldi Endurtekur Sólveig Anna svo fyrri lýsingar sínar á starfsmannafundi á föstudag þar sem hún gerði starfsfólki að velja á milli þessa að draga ályktun sína frá því í sumar til baka eða að hún segði af sér sem formaður. „Ég hef tekið mína ákvörðun og við hana stend ég. Ég er ekki hlaupast undan merkjum. Ég er einungis að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum hverjar takmarkanir mínar sem manneskju eru, þegar fólk sem ég þarf að geta treyst hefur lýst sig reiðubúið að svipta mig ærunni opinberlega en stendur þögult hjá á meðan ég er sjálf beitt ofbeldi fyrir framan augun á þeim,“ skrifar Sólveig Anna.
Ólga innan Eflingar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira