Biðjast afsökunar á að hafa óvart sýnt frá Emil í höndum sjúkrafólks Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2021 08:01 Emil er samningsbundinn Sarpsborg í Noregi en að láni hjá Sogndal. MYND/SARPSBORG08.NO Sjónvarpsstöðin Discovery hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá því þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að Emil Pálssyni sem fór í hjartastopp í fótboltaleik með Sogndal í Noregi í gær. Endurlífgunartilraunir báru árangur og Emil var með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland-spítalann þar sem hlúð er að honum. Fjöldi fólks hefur í gegnum samfélagsmiðla sent Emil hlýlegar kveðjur á meðan að frekari fregna er beðið af líðan hans. „Ég elska þig. Sjáumst á morgun,“ skrifaði Stefán Pálsson, bróðir Emils, í gærkvöld. @EmilPals ég elska þig sjáumst á morgun pic.twitter.com/mbmODD8oho— Stefán Pálsson (@stebbipals) November 1, 2021 Emil hné niður á 12. mínútu í leik gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni. Discovery var með netútsendingu frá leiknum en eftir að Emil hné niður var myndavélinni beint í burtu frá atvikinu. Fyrir það var Discovery hrósað, meðal annars af Lasse A. Vangstein sem stýrir hlaðvarpsþætti um norska fótboltann. „Til fyrirmyndar!“ skrifaði Vangstein á Twitter en snerist hugur nokkrum mínútum seinna þegar myndavélinni var aftur beint að Emil og sjúkraflutningamönnum sem reyndu að bjarga lífi hans, og tókst það. Atvikið minnti á það þegar Christian Eriksen hné niður á EM í sumar en sjónvarpsstöðvar voru þá einnig gagnrýndar fyrir að sýna of mikið frá atvikinu. „Hefði auðvitað ekki átt að gerast“ Martin Hinsch, talsmaður Discovery, segir í samtali við Dagbladet að mistök hafi verið gerð með því að sýna frá atvikinu í gær: „Það eru bara vonbrigði að við skyldum snúa aftur til atviksins. Þetta var leikur með einni sjónvarpsmyndavél og það urðu mistök í samskiptum. Tökumaðurinn hélt að útsendingunni væri lokið og súmmeraði þess vegna á atvikið til að taka upp efni eins og fréttatökumaður myndi gera. Þetta hefði auðvitað ekki átt að gerast á meðan að við vorum enn að sýna frá leiknum og við biðjum þá sem málið snertir og almenning afsökunar,“ sagði Hinsch. Norski boltinn Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Endurlífgunartilraunir báru árangur og Emil var með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland-spítalann þar sem hlúð er að honum. Fjöldi fólks hefur í gegnum samfélagsmiðla sent Emil hlýlegar kveðjur á meðan að frekari fregna er beðið af líðan hans. „Ég elska þig. Sjáumst á morgun,“ skrifaði Stefán Pálsson, bróðir Emils, í gærkvöld. @EmilPals ég elska þig sjáumst á morgun pic.twitter.com/mbmODD8oho— Stefán Pálsson (@stebbipals) November 1, 2021 Emil hné niður á 12. mínútu í leik gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni. Discovery var með netútsendingu frá leiknum en eftir að Emil hné niður var myndavélinni beint í burtu frá atvikinu. Fyrir það var Discovery hrósað, meðal annars af Lasse A. Vangstein sem stýrir hlaðvarpsþætti um norska fótboltann. „Til fyrirmyndar!“ skrifaði Vangstein á Twitter en snerist hugur nokkrum mínútum seinna þegar myndavélinni var aftur beint að Emil og sjúkraflutningamönnum sem reyndu að bjarga lífi hans, og tókst það. Atvikið minnti á það þegar Christian Eriksen hné niður á EM í sumar en sjónvarpsstöðvar voru þá einnig gagnrýndar fyrir að sýna of mikið frá atvikinu. „Hefði auðvitað ekki átt að gerast“ Martin Hinsch, talsmaður Discovery, segir í samtali við Dagbladet að mistök hafi verið gerð með því að sýna frá atvikinu í gær: „Það eru bara vonbrigði að við skyldum snúa aftur til atviksins. Þetta var leikur með einni sjónvarpsmyndavél og það urðu mistök í samskiptum. Tökumaðurinn hélt að útsendingunni væri lokið og súmmeraði þess vegna á atvikið til að taka upp efni eins og fréttatökumaður myndi gera. Þetta hefði auðvitað ekki átt að gerast á meðan að við vorum enn að sýna frá leiknum og við biðjum þá sem málið snertir og almenning afsökunar,“ sagði Hinsch.
Norski boltinn Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira