Biðjast afsökunar á að hafa óvart sýnt frá Emil í höndum sjúkrafólks Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2021 08:01 Emil er samningsbundinn Sarpsborg í Noregi en að láni hjá Sogndal. MYND/SARPSBORG08.NO Sjónvarpsstöðin Discovery hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá því þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að Emil Pálssyni sem fór í hjartastopp í fótboltaleik með Sogndal í Noregi í gær. Endurlífgunartilraunir báru árangur og Emil var með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland-spítalann þar sem hlúð er að honum. Fjöldi fólks hefur í gegnum samfélagsmiðla sent Emil hlýlegar kveðjur á meðan að frekari fregna er beðið af líðan hans. „Ég elska þig. Sjáumst á morgun,“ skrifaði Stefán Pálsson, bróðir Emils, í gærkvöld. @EmilPals ég elska þig sjáumst á morgun pic.twitter.com/mbmODD8oho— Stefán Pálsson (@stebbipals) November 1, 2021 Emil hné niður á 12. mínútu í leik gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni. Discovery var með netútsendingu frá leiknum en eftir að Emil hné niður var myndavélinni beint í burtu frá atvikinu. Fyrir það var Discovery hrósað, meðal annars af Lasse A. Vangstein sem stýrir hlaðvarpsþætti um norska fótboltann. „Til fyrirmyndar!“ skrifaði Vangstein á Twitter en snerist hugur nokkrum mínútum seinna þegar myndavélinni var aftur beint að Emil og sjúkraflutningamönnum sem reyndu að bjarga lífi hans, og tókst það. Atvikið minnti á það þegar Christian Eriksen hné niður á EM í sumar en sjónvarpsstöðvar voru þá einnig gagnrýndar fyrir að sýna of mikið frá atvikinu. „Hefði auðvitað ekki átt að gerast“ Martin Hinsch, talsmaður Discovery, segir í samtali við Dagbladet að mistök hafi verið gerð með því að sýna frá atvikinu í gær: „Það eru bara vonbrigði að við skyldum snúa aftur til atviksins. Þetta var leikur með einni sjónvarpsmyndavél og það urðu mistök í samskiptum. Tökumaðurinn hélt að útsendingunni væri lokið og súmmeraði þess vegna á atvikið til að taka upp efni eins og fréttatökumaður myndi gera. Þetta hefði auðvitað ekki átt að gerast á meðan að við vorum enn að sýna frá leiknum og við biðjum þá sem málið snertir og almenning afsökunar,“ sagði Hinsch. Norski boltinn Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Endurlífgunartilraunir báru árangur og Emil var með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland-spítalann þar sem hlúð er að honum. Fjöldi fólks hefur í gegnum samfélagsmiðla sent Emil hlýlegar kveðjur á meðan að frekari fregna er beðið af líðan hans. „Ég elska þig. Sjáumst á morgun,“ skrifaði Stefán Pálsson, bróðir Emils, í gærkvöld. @EmilPals ég elska þig sjáumst á morgun pic.twitter.com/mbmODD8oho— Stefán Pálsson (@stebbipals) November 1, 2021 Emil hné niður á 12. mínútu í leik gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni. Discovery var með netútsendingu frá leiknum en eftir að Emil hné niður var myndavélinni beint í burtu frá atvikinu. Fyrir það var Discovery hrósað, meðal annars af Lasse A. Vangstein sem stýrir hlaðvarpsþætti um norska fótboltann. „Til fyrirmyndar!“ skrifaði Vangstein á Twitter en snerist hugur nokkrum mínútum seinna þegar myndavélinni var aftur beint að Emil og sjúkraflutningamönnum sem reyndu að bjarga lífi hans, og tókst það. Atvikið minnti á það þegar Christian Eriksen hné niður á EM í sumar en sjónvarpsstöðvar voru þá einnig gagnrýndar fyrir að sýna of mikið frá atvikinu. „Hefði auðvitað ekki átt að gerast“ Martin Hinsch, talsmaður Discovery, segir í samtali við Dagbladet að mistök hafi verið gerð með því að sýna frá atvikinu í gær: „Það eru bara vonbrigði að við skyldum snúa aftur til atviksins. Þetta var leikur með einni sjónvarpsmyndavél og það urðu mistök í samskiptum. Tökumaðurinn hélt að útsendingunni væri lokið og súmmeraði þess vegna á atvikið til að taka upp efni eins og fréttatökumaður myndi gera. Þetta hefði auðvitað ekki átt að gerast á meðan að við vorum enn að sýna frá leiknum og við biðjum þá sem málið snertir og almenning afsökunar,“ sagði Hinsch.
Norski boltinn Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira